Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 44
172 LÆKNABLAÐIÐ dýrum sérfræðingum. Eitt dæmið var um bletti, annað um blóðþrýsting og hið þriðja um höfuðverk. Frummælandi taldi það hina mestu ósvinnu og bruðl, að fólk leitaði til lýtalækna til að láta fjarlægja meinlausa bletti. Slíkt tilheyrði heilsugæslu. Nú er það svo, að hluti af sérhæfingu lýtalækna felst í því að meðhöndla útvortis æxli og þar með að greina þau. I því felst meðal annars að ákveða hvenær ekki er ástæða til meðferðar. Annar þáttur í menntun lýtalæknis er aðferðafræði, það er að segja hvernig á að fjarlægja útvortis æxli þegar þess er talin þörf. Þá þarf að taka tillit til þess hvort grunur leikur á, að um illkynja æxli sé að ræða, og þar kemur reynsla sérfræðingsins til. Því hlýtur sérfræðingurinn að hafa betri forsendur en almennur læknir til að dæma, og því eru mestar líkur til að meðferð hans verði markvissari frá byrjun og þar af leiðandi ódýrari fyrir kerfið. Fyrir utan það, að rétt byrjunarmeðferð getur bjargað mannslífi sem líka kostar nokkuð. Þá stendur spurningin um hvernig? Það er nefnilega ekki sama, hvernig blettir eða útvortis æxli, bæði góð- sem illkynja, eru fjarlægð. Það getur sparast kostnaður við að gera hlutina rétt frá byrjun og hvað það varðar hlýtur sérþekking að vega þungt. Það kostar til dæmis mun meira að tjarlægja ör eftir illa gerða blettatöku, en að taka blett »lege artis« í byrjun. Um hin dæmin, sem framsögumaður tók, hef ég ekki fræðilegar forsendur til að ræða, en finnst þó einhvern veginn engin tjarstæða að maður sem þjáist af höfuðverk fari fyrst til heilaskurðlæknis. Heilaskurðlæknirinn kann nefnilega ekki aðeins að fjarlægja heilaæxli, hann á líka að kunna að greina það. Sjúklingur, sem fer til heilaskurðlæknis, sem greinir hjá honum heilaæxli á byrjunarstigi, getur því verið mun betur settur en sjúklingur sem meðhöndlaður er af heilsugæslulækni um lengri eða skemmri tíma vegna höfuðverkjar, sem reynist svo seint og urn síðir vera afleiðing heilaæxlis. Á títtnefndum fundi gaf einn þeirra, sem lagði orð í belg, í skyn að sérfræðingar hefðu dulda löngun til að stunda heimilislækningar. Ekki dettur mér í hug að halda því fram að heilsugæslulæknar séu einir um að fara út fyrir sérgrein sína. Það liggur í mannlegu eðli að freistast til að sækja tuggu í garð nágrannans, einkum ef uppskeran í eigin garði er rýr. Um það má því líka spyrja, hvort heilsugæslulæknar hafi ekki dulda löngun til að stunda sérfræðistörf? Því fer tjarri að tilgangur minn með þessum skrifum sé að kasta rýrð á heilsugæslulækna og störf þeirra. Þau eru jafn nauðsynleg og störf annarra lækna, en starfssviðið og hlutverkið hefur breyst vegna þróunar í faginu og breytinga á þjóðfélaginu. Buckminster Fuller, höfundur kúluhúsanna, skrifaði í ævisögu sinni að það taki 40 ár að fá nýjung í byggingalist viðurkennda. Mér finnst að þessu sé ekki alveg svo varið í læknisfræði. Þar er oft tilhneiging til að gleypa við nýjungum sem eiga að leysa öll vandamál. Uppfylli nýjungarnar ekki strax þær væntingar, sem gerðar eru til þeirra, er þeim kastað fyrir róða, oft of fljótt og aðrar koma í staðinn. Þetta á þó fyrst og fremst við um einstaka lækningadóma, því sé litið til stéttarlegrar uppbyggingar meðal lækna ríkir síst minna afturhald en í byggingarlist. Við höldum enn dauðahaldi í úrelta ímynd heimilislæknisins, þó við höfum dustað af honum rykið og köllum hann nú heilsugæslulækni. Við höldum enn dauðahaldi í æviráðningar yfirlækna og prófessora, þó við vitum mætavel að framleiðni minnkar yfirleitt jafnt og þétt eftir miðjan starfsaldur. Við höldum dauðahaldi í úrelt embættiskerfi í heilbrigðisstjórn, sem gerir alla stefnumótun ómarkvissa og skipulag ruglingslegt. Forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu er handahófskennd og því hafa stjórnmálamenn, sem náð hafa völdum um stundarsakir, slegið sig til riddara með framkvæmdum sem ef til vill hafa ekki verið óþarfar en úr takti við aðra þætti þjónustunnar, svo ég tali nú ekki um pólitíska ofvirkja, sem fá útrás fyrir ótamda athafnaþrá í skjóli þess, hve kerfið starfar ómarkvisst. LOKAORÐ Þegar ég yfirgaf títtnefndan fund var ég sár. Ekki yfir því að hafa eytt tíma í innihaldslausan fund, því fundurinn var góður, sérlega innlegg eina ólæknislærða frummælandans. Nei, ég var sár yfir því skilningsleysi, sem virðist ríkja meðal lækna

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.