Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 26
154 LÆKNABLAÐIÐ Tafla V. Sýklalyf og sýklalyfjaskammtar við skútabólgu. Sýklalyf Skammtar Amoxicillín .... Amoxicillín/ 50 mg/kg/dag í 3 skömmtum clavúlan sýra Trímetóprim/ 50/12,5 mg/kg/dag í 3 skömmtum súlfametoxazól 8/40 mg/kg/dag í 2 skömmtum Cefúroxím .... 25 mg/kg/dag í 2 skömmtum (per os) læknast á um einum til tveimur mánuðum án sýklalyfjameðferðar (13,31)- Ef rétt sýklalyf er notað, má búast við að sjá verulegan bata á fyrstu tveimur til þremur dögum eftir að sýklalyfjameðferðin var hafin; hitinn lækkar, og hóstinn og nefrennslið minnkar. Þó að meðferðarlengdin hafi ekki verið rannsökuð til fulls, er mælt með um 14 daga meðferð á bráðri skútabólgu en 14- 21 daga meðferð á langvinnri skútabólgu (3,14,18,32). Stöku sinnum þarf að meðhöndla lengur en að ofan greinir. Þau sýklalyf sem einkum hafa verið rannsökuð hjá bömum með skútabólgu eru amoxicillín, trímetóprím/súlfametoxazól, cefúroxím og amoxicillín-clavúlan sýra (1,3,13,14,18,30-32). Við meðferð á bráðri skútabólgu er einkum mælt með amoxicillíni eða trímetóprím/súlfametoxazóli sem fyrsta lyfi en amoxicillín-clavúlan sýru eða cefuroxími ef hin lyfin duga ekki. Hins vegar er inælt með amoxicillín-clavúlan sýru sem fyrsta lyfi við meðferð á langvinnri skútabólgu vegna hárrar tíðni á Staphylococcus og loftfælnum bakteríum (tafla III). Vísað er til töflu V varðandi lyfjaskammta. Ekki er mælt með penicillíni eða erýtrómýcíni vegna lélegrar verkunar þessara lytja á H. influenzae og Moraxella catarrhalis (33). Bjiig- og bólgueyðandi lyf og and- histamín: Notkun bjúgeyðandi lyfja (decongestants) í inntöku eða staðbundið í nef svo og and-histamín lyfja við skútabólgu hefur ekki verið rannsökuð til fulls (20). Takmarkaðar rannsóknir hafa þó sýnt, að fenýlprópanólamín í inntöku eykur ekki frárennsli frá kinnkjálkaskútum hjá sjúklingum með skútabólgu (34). Hins vegar eru bjúgeyðandi lyf mikið notuð við skútabólgum og telja margir að þau auki frárennsli skútanna og bæti líðan sjúklinganna. Aðrir hafa bent á, að þessi lyf geta truflað starfsemi bifhára slímhúðarinnar, breytt samsetningu slímsins í skútunum og þannig hindrað fullkominn bata. And-histamín lyf geta gagnast sjúklingum með ofnæmi í nefi en sennilega ekki öðrum sjúklingum (14,18). A sama hátt geta bólgueyðandi lyf (sterar) í úðaformi komið ofnæmissjúklingum að notum þó gagnsemi þeirra við meðferð á skútabólgu hafi ekki verið rannsökuð. Skurðaðgerð og skolun: Skolun á skútum í bráðri skútabólgu bætir strax líðan sjúklingsins. Hins vegar getur þessi aðgerð verið vandasöm hjá ungum bömum (35). Skolun er oftast gerð hjá börnum sem ekki hafa svarað tveimur til þremur sýklalyfjakúrum svo og þeim sem hafa fengið alvarlega fylgikvilla (sjá síðar) (18,35). Jafnframt ber að senda slím frá skútanum í gramslitun, ræktun og næmispróf. í einstaka tilfellum getur reynst nauðsynlegt, að gera aðgerð til að auka frárennsli úr skútanum. FYLGIKVILLAR Fylgikvillar skútabólgu hjá bömum em sjaldgæfir, sérstaklega á síðari ámm eftir að sýklalyfjameðferð hófst við þessum sjúkdómi. Algengustu fylgikvillar skútabólgu eru netjubólga umhverfis auga (periorbital cellulitis) eða í augntóft (orbital cellulitis), sem geta verið lífshættulegir (tafla IV) (14,36- 38). Sjúklinga með fylgikvilla verður því að leggja inn á sjúkrahús til meðferðar. SAMANTEKT OG UMRÆÐUR Þó flestar rannsóknir síðustu ára hafi bent til þess, að skútabólga hjá bömum sé að öllum líkindum algengt vandamál, hafa verið uppi efasemdir um tilvist þessa sjúkdóms (39). Flestar framvirkar rannsóknir hafa hins vegar sýnt, að bakteríur ræktast frá um 70% tilfella sem valin eru eftir sjúkdómseinkennum og með röntgenrannsókn. Að jafnaði ætti því að staðfesta greininguna með röntgenrannsókn áður en meðferð er hafin, en óþarfi er að röntgenmynda eftir lok meðferðar ef sjúklingurinn er einkennalaus. Einnig ber að hafa í huga, að einkenni sjúklingsins geta stafað af öðrum sjúkdómum en skútabólgu til dæmis bólgu í nefkirtli og ofnæmi í nefi. Flestum heimildum ber saman um að meðhöndla skuli skútabólgu hjá börnum með

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.