Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 143 Tafla II. Líkur á virkri lyfjameðferð án undanfarcuidi rœktunar miðað við sýklalyfjanœmi og áœtlaða tt'ðni bakteríuslofna1). Lyf % Penisillín ..................................... 46 Amoxýsillín .................................... 78 Amox-klavúlansýra............................... 93 Trímetóprím/súlfa............................... 63 1) Áætluö tíðni: S. pneumoniae 45%, H. influenzae 35%, M. catarrhalis 9%, S. aureus 5% og S. pyogenes 6%. orsökin og H. influenzae næst í röðinni (sjá síðar og neðanmálsgrein við töflu II). Rétt er að árétta að þeir H. influenzae stofnar, sem valda eyrnabólgum eru yfirleitt ekki af hjúpgerð b og eru jafn algengir í öllum aldurshópum (24,27). Sýkingum af völdum H. influenzae með hjúpgerð b fækkar rneð aldri og eru þær sjaldgæfar eftir þriggja ára aldur. Þær eru nú orðnar enn fátíðari en áður, eftir að bólusetning hófst með bóluefni gegn H. influenzae af hjúpgerð b árið 1989. Á síðastliðnum árum hefur þáttur bakteríunnar Moraxella (Branhamella) catarrhalis orðið ljósari í öndunarfærasýkingum. Áður var hún talin meinlaus baktería, sem ekki orsakaði sýkingar, en nú er vitað að hún veldur oft eyrnabólgum og skútabólgum (28,29). Þessi baktería myndar oftast /3-laktamasa (um 80- 90% íslenskra stofna) (25). Svo virðist sem hún sé algengari í þeim einstaklingum sem fengið hafa endurteknar eyrnabólgur og þess vegna endurtekna sýklalyfjakúra (15). SÝKLALYFJANÆMI Mynd 1 gefur gróft yfirlit yfir sýklalyfjanæmi þeirra sýkla sem oftast valda miðeyrnabólgum. Athygli er vakin á því að ekkert lyf hefur nteira en 95% líkur á að verka vel á pneumókokka. Penisillín ónæmi hjá íslenskum S. pneumoniae er nú komið í um 15% hjá stofnum sem greinast á sýkladeildum Landspítalans og Borgarspítalans, 70- 80% þeirra eru fjölónæmir (ónæmir fyrir penisillínlyfjum, erýþrómýsíni, klindamýsíni, tetrasýklíni, klóramfeníkóli, trímetóprími og súlfa). Onæmum stofnum fer fjölgandi (30,31). Eins og getið var um í byrjun, er penisillín mikið notað í Skandinavíu sem meðferð við eyrnabólgum. Þessi venja byggir meðal annars á sænskum rannsóknum þar sem sýnt var fram á að ef penisillín var gefið í stórum skömmtum, náðist nægjanlegur styrkur Penlsillín V/G Ampisillín/Amoxýsillín Amoxýillín+klavúlansýra 1. kynslóð kefalóspórina ! Kefúroxím c ‘w •>» E •o -Q. LU Sulfónamíðar Trímetóprím S. pneumoniae H. influenzae M. catarrhalis Strept. pyogenes Staph. aureus 1 ■ Fj. stotna næmir (%) Mynd 1. Sýklalyfjanœmi (Imndraðsliluti stofna með fullt nœmi) helstu baklería, sem valda eymabólgum. Upplýsingarnar eru fengnar úr gögnum sýklafrœðideildar Landspítalans frá árunum 1989-92. (Karl G. Krislinsson) >95% 60-95% 5-60% □ <5% í miðeyra til að drepa H. inflttenzae (32-34). Vegna þess hve frásog fenoxýmetýlpenisillíns er einstaklingsbundið og oft lélegt (60%) (35) telja aðrir að það nái ekki nógu góðum styrk í miðeyra og mæla því með amoxýsillíni, sem frásogast mun betur (89%) en fenoxýmetýlpenisillín (35) og hefur betri verkun á H. influenzae (4,11). Á íslandi telja margir læknar (munnlegar upplýsingar) að penisillín verki ekki eins vel á Islandi og það gerir í Svíþjóð, auk þess sem það virðist erfiðara að koma penisillín mixtúru ofan í börn hér á landi en erlendis (36). Nýleg athugun bendir til þess að íslenskir H. influenzae stofnar séu ekki nægjanlega næmir fyrir penisillíni, sé það gefið um munn (37). Lágmarksheftistyrkur (LHS95, minimum inhibitory concentration) fyrir penisillíni í sænsku bakteríustofnunum var I, 2 mg/1, en 8,0 mg/1 í íslensku stofnunum. Sambærilegar tölur fyrir ampisillín voru 0,30 í Svíþjóð og 1,0 á íslandi (37). Um 12% H. influenzae stofna sem ræktast á sýklafræðideild Landspítalans mynda /?-laktamasa (25), en um 8% í Svíþjóð (38) og 9% í Bretlandi (39). MEÐFERÐ Markmið meðferðar er einkum að bæta líðan, vernda heyrn, koma í veg fyrir bráða fylgikvilla (40), endurteknar sýkingar og

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.