Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 1993; 79: 141-50 141 Jóhann Ág. Sigurösson1), Þröstur Laxdal2), Karl G. Kristinsson3), Atli Dagbjartsson4), Þórólfur Guönason4), Ólafur Stefánsson5), Friörik Guðbrandsson6), Matthías Halldórsson7), Haraldur Briem8) BRÁÐ MIÐEYRNABÓLGA INNGANGUR Sýkingar í efri öndunarvegum eru algengar hér á landi (1,2), sem erlendis (3-5). Vitað er að bráðar miðeyrnabólgur koma oft í kjölfar slíkra sýkinga (6,7) og faraldsfræðilegar rannsóknir sýna að yfir 60% barna hafa fengið bráða miðeyrnabólgu einu sinni eða oftar við tveggja ára aldur (2,8,9). Læknar hér á landi meðhöndla bráða miðeyrnabólgu á mismunandi hátt og svo virðist sem lyfjaval ákvarðist að einhverju leyti af því hvar þeir fá menntun sína (10). I Bandaríkjunum er hefð fyrir því að meðhöndla eyrnabólgu með breiðvirku sýklalyfi (3,11), en í Sviþjóð, Danmörku og Finnlandi er að jafnaði gefið fenoxýmetýlpenisillín (5,12,13). í Hollandi eru hins vegar aðeins rúm 30% tilfella meðhöndluð með sýklalyfjum (14). í þessum löndum hafa ráðleggingar um meðferð verið studdar rannsóknum og reynslu undanfarinna ára. Hér á landi skortir enn haldgóðar upplýsingar um tíðni og næmi helstu orsakavalda eyrnabólgu, en nýlegar athuganir gefa þó vísbendingu um þá helstu (15). Enda þótt ekki sé hægt að gefa algildar læknisfræðilegar ráðleggingar um greiningu og meðferð við eyrnabólgu þykir æskilegt að samræma sem mest læknisfræðilegar ákvarðanir þar að lútandi hér á landi. Slík samræming getur stuðlað að samhæfðari kennslu læknanema, auðveldari samskiptum lækna úr mismunandi sérgreinum, einfaldari fræðslu til sjúklinga og betri áætlanagerð varðandi lyfjanotkun og kostnað. Að frumkvæði landlæknisembættisins var í mars 1991 haldið þing um efri Frá ') Heimilislæknisfræöi H.Í., 2) barnadeild Landakotsspítala, 3) sýklafræðideild Landspítalans, 4) Barnaspítala Hringsins Landspítala, 5) Heilsugæslustöðinni Egilsstöðum, 6) HNE-deild Borgarspítalans, 7) landlæknisembættinu, B) lyfjadeild Borgarspitalans. Bréfaskipti og fyrirspurnir: Jóhann Ág. Sigurðsson, Heimilislæknisfræði HÍ, Sigtúni 1, 105 Reykjavík. öndunarfærasýkingar með þátttöku sérfróðra aðila úr hinum ýmsu sérgreinum læknisfræðinnar. Höfundar þessarar greinar tóku að sér að leggja mat á þær rannsóknir sem fjalla um bráða miðeyrnabólgu og reynslu lækna hér á landi og freista þess að túlka þær miðað við íslenskar aðstæður. Sérstök áhersla var lögð á að safna saman og leggja mat á íslenskar rannsóknir bæði birtar og óbirtar. SKILGREININGAR Sýking í miðeyra er stundum flokkuð nánar, en þá er líklega oftar um að ræða mismunandi stig sama sjúkdóms (16). í eftirfarandi umfjöllun er bráð miðeyrnabólga (otitis media acuta) ekki sundurliðuð nánar, en vísað til textabóka (13) og nýlegrar greinar í þessu blaði (15). Vökvasöfnun í miðeyra er oft fylgikvilli eyrnabólgu og því rætt um það ástand í framhaldi af bráðri miðeyrnabólgu. GREINING Auk dæmigerðra lýsinga í kennslubókum á einkennum og greiningu bráðrar miðeymabólgu, viljum við leggja áherslu á eftirtalin atriði: - Allt að 50% yngstu barnanna með bráða eyrnabólgu geta verið hitalaus við greiningu og einnig virst vera verkjalaus (3,17). - Sum börn með bráða miðeymabólgu hafa fyrst og fremst einkenni frá meltingarvegi, svo sem uppköst og/eða niðurgang (18). - Við eyrnaspeglun á stofu er mælt með eyrnaspeglunartæki með 3,5 volta halogen peru (fasttengdu rafmagni eða hleðslutæki). Eyrnaspeglunartæki með rafhlöðum gefur ekki jafngóða birtu og ætti því eingöngu að notast við slíkt í vitjunum eða þar sem öðru verður ekki við komið (3). Mælt er með áföstum gúmmíbelg við tækið til að meta hreyfanleika hljóðhimnunnar með loftblæstri (pneumatoscope). Þrýstingsmæling getur komið að gagni við mat á vökva í miðeyra. Eymasmásjá bætir greiningaraðstöðu,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.