Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 1993; 79: 151-6 151 Þórólfur Guðnason1), Jón Steinar Jónsson2) SKÚTABÓLGA HJÁ BÖRNUM - YFIRLITSGREIN INNGANGUR Skútabólga (sinusitis) hjá börnum hefur löngum verið álitin sjaldgæfur sjúkdómur. Talið hefur verið, að skútar (sinusar) væru ekki loftfylltir hjá ungbömum og einnig hafa einkenni sjúkdómsins hjá börnum verið álitin þau sömu og hjá fullorðnum. Á síðustu tíu árum hafa erlendar rannsóknir hins vegar sýnt, að skútabólga hjá börnum er mun algengari en áður var talið (1,2). Kinnkjálkaskútar (sinus maxillaris) og sáldskútar (sinus ethmoidalis) em til staðar sem loftfyllt holrými strax við fæðingu og geta þannig sýkst á hvaða aldri sem er. Ennisskútar (sinus frontalis) og fleygbeinsskútar (sinus sphenoidalis) þroskast hins vegar ekki fyrr en eftir tveggja ára aldur og sýkjast því aðeins hjá eldri börnum (3,4). Faraldsfræði, meingerð og einkenni skútabólgu hjá börnum eru mjög frábrugðin sama sjúkdómi hjá fullorðnum og því er nauðsynlegt að íslenskir læknar hafi þennan sjúkdóm í huga er þeir fást við veik böm. Þar sem nær engar íslenskar rannsóknir eru til um skútabólgu hjá börnum, verður að langmestu leyti stuðst við niðurstöður úr erlendum rannsóknum. SKILGREININGAR Skútabólga er skilgreind sem bólga af völdum bakteríu, veiru eða svepps í einum eða fleiri skútum. Veirur valda hins vegar sjaldan skútabólgu einar sér (sjá síðar) og sveppir sjást sjaldan hjá einstaklingum með eðlilegt ónæmiskerfi. Frá 1) Barnaspítala Hringsins og 2) Heilsugæslan Garðabæ. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Þóróllur Guðnason, Barnaspítala Hringsins, Landspítalanum, 101 Reykjavík. Grein þessi var yfirfarin og samþykkt af Samstaiishópi Landlæknisembættisins um eyrna- og skútabólgur sem samanstendur at: Jóhanni Á Sigurðssyni, Þórólfi Guðnasyni, Atla Dagbjartssyni, Þresti Laxdal, Matthíasi Halldórssyni, Ólafi Stefánssyni, Karli G. Kristinssyni, Friðriki Guðbrandssyni og Haraldi Briem. Skútabólga er flokkuð í bráða og langvinna skútabólgu. Bráð skútabólga er skilgreind sem bólga sem staðið hefur í allt að fjórar vikur. Langvinn skútabólga er bólga sem staðið hefur lengur en fjórar til átta vikur (5). FARALDSFRÆÐI Tíðni skútabólgu hjá bömum er ekki þekkt. Talið hefur verið, að hjá fullorðnum komi skútabólga í kjölfar efri öndunarfærasýkinga í um 0,5 til 5% tilfella (6). Nýleg faraldsfræðileg rannsókn sýnir hins vegar, að skútabólga getur komið í kjölfar efri öndunarfærasýkinga hjá allt að 10% barna (2). Þar sem böm fá að jafnaði margar öndunarfærasýkingar á ári hverju, er ljóst að skútabólga er að öllum líkindum algengt vandamál hjá bömum. ÁHÆTTUÞÆTTIR OG ORSAKIR Fjögur atriði eru nauðsynleg til að hindra sýkingu í skútum: óhindrað frárennsli, eðlileg starfsemi bifhára slímhúðarinnar, eðlileg samsetning slíms og óskert ónæmiskerfi (tafla I) (7-11). Það eru einkum efri öndunarfærasýkingar af völdum veira sem geta truflað eðlilegt frárennsli og valdið þannig samsöfnun vökva og slíms í skútum sem síðan geta sýkst af bakteríum. Tafla I. Áhœltuþœltir skútabólgu. Hindrað frárennsli Truflun á bifhárum Rhinitis - veirusýkingar - ofnæmi Áverki á nef Aðskotahlutir í nefi Meðfæddir gallar Veirusýkingar Kalt/þurrt loft Meðfædd Breyting á slími Skert ónæmiskerfi Cystic fibrosis Meðfætt Astma Áunnið

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.