Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 1993; 79: 157-61 157 Robert Kaatee1), Þórólfur Guðnason2), Ásmundur Brekkan1) GAGNSEMI RÖNTGENMYNDATÖKU VIÐ MAT Á SKÚTABÓLGU HJÁ UNGUM BÖRNUM ÁGRIP Alveg fram á síðustu ár hefur víða ríkt nokkur vafi á gagnsemi venjulegra röntgenmynda til greiningar skútabólgu hjá ungum börnum. Af þeim sökum meðal annars hefur skútabólga oft verið van- eða undirgreind hjá þeim aldurshópi. Gerð var framskyggn samanburðarskoðun á niðurstöðum röntgengreiningar og klínísks mats til þess að meta notagildi hinna ýmsu mynda sem teknar eru til röntgengreiningar á skútabólgu hjá litlum börnum. Tilgangurinn var að meta hvort sleppa mætti einhverri hinna þriggja hefðbundnu mynda; með Waters-stefnu, Caldwell-stefnu eða beinni hliðarmynd, án þess að rýra greiningargildi rannsóknarinnar um of. í fyrstu lotu voru 70 börn yngri en sex ára röntgenmynduð. Þrjátíu og fjögur þeirra komu í endurtekna röntgenmynd. Niðurstöður röntgenrannsóknanna voru bornar saman við klínískt ástand. Hjá 59 bömum röntgengreindust einkenni um sjúklegar breytingar í skútum. I öllum tilvikum voru afbrigðilegar breytingar í kjálkabeinsholum. Myndir teknar með Waters-stefnu reyndust áreiðanlegastar í greiningu sjúklegra breytinga í skútum. I eftirrannsókninni var fullt samræmi milli röntgenmyndar og klínísks ástands í 91% tilfella. Alyktun: 1. Röntgenmyndataka er áreiðanleg og verðmæt stuðningsrannsókn við greiningu skútabólgu hjá þessum aldurshópi. 2. 1 langflestum tilvikum nægir ein mynd, tekin með Waters-stefnu, til greiningar. Frá 1)Röntgen- og myndgreiningardeild Landspítala, 2)Barnaspítala Hringsins. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Robert Kaatee, Röntgen- og myndgreiningardeild, Landspítalanum, 101 Reykjavik INNGANGUR Röntgenmyndataka hefur löngum verið viðurkennd rannsóknaraðferð við greiningu bólgu í skútum nefsins, sinusitis. Undir eðlilegum kringumstæðum eru skútar nefsins, kinnkjálkaholur, sáldbeinsholur, ennisholur og fleygbeinsholur (sinus maxillares, ethmoidales, frontales og sphenoidales), loftfylltir og auðvelt er að greina þéttingar, hvort heldur er vegna vökva eða slímhúðarbólgu. Alveg fram á síðustu ár hefur hins vegar víða ríkt nokkur vafi á gagnsemi venjulegra röntgenmynda til greiningar skútabólgu hjá ungum bömum. Skútabólga hefur, meðal annars af þeim sökum, oft verið van- eða undirgreind hjá þeim aldurshópi og hefur það leitt til óæskilegra tafa á meðferð sjúkdómsins. Afbrigðilegar röntgenmyndir af nefskútum hjá ungum bömum hafa oft þótt fremur óáreiðanlegur mælikvarði á bráða skútabólgu, bæði vegna erfiðleika við sjálfa myndgerðina, svo og vegna þess að erfitt getur reynst að túlka breytingar, bæði af tæknilegum sökum og vegna mismunandi þroska skútanna G-3). Rannsókn sú, er hér greinir frá, var gerð í þeim tilgangi að athuga hvort finna mætti eitthvert samband milli upplýsingainnihalds röntgenmynda, teknum undir mismunandi hornum (projectio), og klínískra einkenna. Með öðmm orðum átti að reyna að ganga úr skugga um, hvaða myndatökuhorn væm líkleg til að vera öruggustu heimildir um afbrigðilegar, sjúklegar breytingar í nefskútum hjá ungum börnum. Ákveðið var að meta svömn við meðferð með því að taka eftirlitsmynd af þeim afholum sem voru afbrigðileg á fyrstu röntgenmynd. Þá yrðu upplýsingar síðari myndanna einnig bornar saman við klínískt ástand sjúklings að lokinni meðferð.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.