Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 6
136 LÆKNABLAÐIÐ Tafla I. Afbrigði í meðgöngu, sem liafa verið tengd ha’kkun á AFP í sermi móður. Mengis- og mænuhaull (meningomyelocele) Heilaleysi (anencephalus) Heilahaull (encephalocele) Meðfædd nýrungaheilkenni (nephrosis congenita) Naflahaull (omphalocele) Magaglufa (gastroschisis) Vélindalokun (atresia oesophagi) Skeifugarnarlokun (atresia duodeni) Vessabelgur á hálsi (hygroma colli) Fleirburar Tafla II. Núverandi áhendingar fyrir litningarannsókn á fósturfrumum á Islandi. Móðir 35 ára eða eldri við væntanlega fæðingu. Faðir 55 ára eða eldri við væntanlega fæðingu. Annað foreldri arfberi litningagalla. Fyrra barn með litningagalla. Móðir arfberi kynbundins erfðagalla. Tafla III. S-AFP gildi (MAM), sem svara til meðaláhœttu 35 ára gamallar konu Jyrir Þ-21 samkvœmt niðurstöðum Cuckle et al (14). Aldur konu við fæðingu. MAM samsvarar áhættu um þaö bil 1/350 28 ára og yngri 0,40 29 0,42 30 0,45 31 0,49 32 0,54 33 0,61 34 0,69 35 0,79 36 0,92 37 1,08 38 1,28 39 1,54 40 1,85 41 2,26 og fremst þrístæðu 21, uppgötvuðust fyrst árið 1984 (7), og hafa þau verið staðfest í allmörgum rannsóknum (8-11). A grundvelli þessa er lágt s-AFP gildi nú víða notað sem ábending fyrir legástungu til rannsóknar á litningagerð fósturs. Hafa birst töflur, þar sem líkur á að finna litningagalla eru metnar á grundvelli mismunandi AFP gilda og aldurs móður (12-14). Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna þéttni AFP í sermi þungaðra íslenskra kvenna í 15.-19. viku meðgöngu og reikna miðgildi við mismunandi meðgöngulengdir fyrir rannsóknaraðferð Rannsóknadeildar Landspítalans. Ennfremur voru könnuð tengsl AFP gilda og þrístæðu 21 hjá fóstri og reynt að meta hver yrðu áhrif þess hér á landi, ef mælingar á s-AFP yrðu notaðar sem ábendingar fyrir legástungum til viðbótar núverandi ábendingum (tafla II). EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR AFP hefur verið mælt í sermi nær allra kvenna, sem hafa gengist undir legástungu á Kvennadeild Landspítalans frá árinu 1982. Farið var yfir niðurstöður þessara mælinga fram til ársloka 1986. Alls voru 1309 konur í rannsóknarhópnum eftir að þær konur höfðu verið undanskildar, þar sem ófullnægjandi upplýsingar voru um meðgöngulengd. Af þeim komu 1096 til ástungu vegna aldurs, það er voru 35 ára eða eldri við væntanlega fæðingu, en 213 kvennanna voru á aldrinum 28-34 ára við væntanlega fæðingu og komu til ástungu af öðrum ástæðum. Meðgöngulengd var á bilinu 15-19 vikur og hafði verið staðfest með ómskoðun í öllum tilfellum. Hjá nokkrum konum hafði s-AFP verið mælt tvisvar með einnar viku millibili og voru s-AFP mælingarnar því samtals 1392. Blóðtaka fór fram um leið og konurnar komu til legástungu. Um 10 ml af blóði voru teknir úr bláæð á framhandlegg sitjandi móður. Blóðsýnið var látið standa við stofuhita í 40-50 mínútur til að kekkjast. Það var síðan skilið og sermi tekið frá. Sermið var fryst, uns mælingar voru gerðar tveimur til fimm dögum síðar. Mælingar á AFP í sermi voru gerðar með mótefnageislamælingu (radioimmunoassay). Öll sýnin voru mæld tvisvar og meðaltal mælinganna notað. Prófefni (reagents) voru fengin frá Amersham í Bretlandi. Samkvæmt upplýsingum framleiðanda er markvísi (precision) mæliaðferðarinnar milli mælinga 5% (coefficient of variation) og lágmarksmæligeta (detection limits) aðferðarinnar um 2 ng/ml. Meðgöngulengd, aldur við væntanlega fæðingu og s-AFP gildi voru skráð fyrir hverja konu úr rannsóknarhópnum. Miðgildi (median) AFP mælinganna fyrir hverja meðgöngulengd voru fundin, en það er viðtekið í flestum erlendum rannsóknum

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.