Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 147 hljóðhimnu (tympanosclerosis) og afmarkaðri þynningu hennar hjá 10-40% barna (59). Börn með rör mega fara í sund, en ekki kafa. Þeim er ráðlagt að varast ertandi hárþvottalög. III. Forvarnarlyf: Sýnt hefur verið fram á gagnsemi forvarnarsýklalyfja hjá börnum sem eiga það á hættu að fá endurteknar eymabólgur til dæmis frá hausti og fram á vor (50,60,61). Sumir hafa því mælt með forvarnarsýklalyfjum hjá þeim sem tilheyra ákveðnum áhættuhópum (4,5,50), en það eru einkum börn undir tveggja ára aldri, sem eru í dagvist og hafa fengið meira en þrjár sýkingar á sex mánuðum. Ekki er víst að forvarnarsýklalyf séu æskileg þegar til lengri tíma er litið og koma því skurðaðgerðir til greina (sjá hér að framan) sem valkostur við endurteknar sýkingar. Tíðni penisillín ónæmra pneumókokka er orðin há hér á landi og fer hækkandi (30,31,62). Jafnframt virðist sýklalyfjagjöf auka líkurnar á því að ónæmir bakteríustofnar taki sér bólfestu í þeim einstaklingum (62). Vegna þessa ber að gæta íhaldsemi í forvarnarsýklalyfjum, nema hjá allra erfiðustu sjúklingunum. Fylgjast þarf vel með þeim sjúklingum, og fái þeir eymabólgu á meðferð má reyna meðhöndlun með öðru lyfi, en gangi það ekki þarf að taka ræktun frá miðeyra með ástungu. Penisillín ónœmir pneumókokkar: Hafi verið reyndir tveir til þrír lyfjakúrar án árangurs og sjúklingurinn er enn með graftarkennda eyrnabólgu, er líklegt að um ónæma sýkla sé að ræða. Hafi hljóðhimnan brostið er réttast að taka strok frá greftri úr miðeyra í ræktun, án þess að snerta eymamerg og eyrnagang ef hægt er. Sé hljóðhimnan heil er æskilegast að taka sýni frá miðeyra með ástungu og senda í ræktun, sé þess kostur. Ef ekki em tök á því að gera ástungu er rétt að taka nefkoksræktun til að athuga, áður en þriðji lyfjakúrinn er reyndur, hvort viðkomandi ber penisillín ónæma pneumókokka. Ef sú meðferð ber ekki árangur skal vísa sjúklingnum til sérfræðings sem getur gert ástungu á eyra. Þótt nefkoksstrok hafi lítið spádómsgildi um orsakir miðeymabólgu samanber hér að framan, þá segir það okkur hvaða bakteríur eru í nefkoksflórunni. Finnist penisillín ónæmir pneumókokkar í nefkoki sjúklinga með eymabólgu, sem ekki svarar meðferð, eru að sjálfsögðu auknar líkur á sýkingu í miðeyra af völdum þeirra. Því miður eru 70-80% penisillín ónæmra pneumókokka á Islandi fjölónæmir, það er ónæmir fyrir öllum sýklalyfjum sem taka má um munn (penisillíni, amoxýsillíni með og án klavúlansýru, kefúroxími, erýþrómýsíni, tetrasýklíni, klóramfeníkóli, súlfa, trímetóprími og klindamýsíni), nema rífampísíni og nýjum kínólónafbrigðum. Kínólónafbrigðin má ekki gefa börnum og rífampisín má ekki gefa eitt sér vegna hættu á ónæmismyndun sýklanna. Þessi börn hefur því þurft að meðhöndla með stungulyfjum (venjulega með keftríaxóni, kefótaxími eða ímípenemi) (63). FYRIRBYGGJANDI AÐGERÐIR Reykingar á heimilum barna hafa verið taldar auka hættu á því að böm fái eyrnabólgur (64) og við teljum því fulla ástæðu til að benda foreldrum á hættuna af óbeinum reykingum. Bólusetningar: Þau bóluefni sem nú eru fáanleg gegn pneumókokkum eru ekki virk innan tveggja ára aldurs og eru ekki talin hafa nógu góð fyrirbyggjandi áhrif eftir þennan aldur (65,66). H. influenzae b (Hib) bóluefnið hefur eingöngu áhrif á Haemophilus stofna með hjúpgerð b, en ekki á þá stofna sem oftast valda eyrnabólgu. Þetta bóluefni veitir því mjög litla vörn gegn eyrnabólgu. Þrýstingsbreytingar: Kokhlust hjá ungbörnum er mun styttri, víðari, slakari og hallar minna niður á við, en hjá stálpaðri börnum. Af þessum ástæðum er varað við því að gefa pela útafliggjandi vegna hættu á bakflæði sýkla úr nefkoki upp í miðeyrað í gegnum kokhlustina. Af sömu ástæðu er ráðlagt að hækka höfðalagið hjá kvefuðum smábömum. LOKAORÐ Mynd 2 sýnir í samantekt meðferð á bráðri miðeymabólgu miðað við það sem sagt hefur verið hér að framan. Þegar tekin er ákvörðun um að meðhöndla bráða miðeymabólgu, standa læknar oft frammi fyrir þeim vanda að meta hvað sé best fyrir sjúklinginn annars vegar og þjóðfélagið í heild sinni hins vegar. Oft fara þessir þættir saman, en ef til vill ekki alltaf. Ofannefnd samantekt gefur því tilefni til að hugleiða hvert við stefnum í framtíðinni. Núna

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.