Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 153 að meta hina ólíku skúta; anterioposterior staða metur best sáldskúta og ennisskúta, occipitomental (Waters) staða metur best kinnkjálkaskúta og hliðar (lateral) staða metur best fleygbeinsskúta og ennisskúta. Hins vegar eru kinnkjálkaskúti og sáldskúti oft það illa þroskaðir hjá börnum undir eins árs, að þeir verða illa metnir með þessum rannsóknaraðferðum (4). Einnig getur reynst tæknilega erfitt að fá góðar myndir af litlum bömum þar sem þau eru oft óróleg. Hjá börnum eru sýktir skútar oftast alskyggðir á röntgenmyndum. Stundum sést þykknuð slímhúð (>4 mm) en vökvaborð sést sjaldan (1,4,14,24,25). Sneiðmynd (CT) er hins vegar nákvæmari rannsókn en venjuleg röntgenmynd en er sjaldan notuð vegna mikils kostnaðar. Deilt hefur verið um gildi venjulegrar röntgenrannsóknar til greiningar á skútabólgu hjá börnum (19,26,27). Margar rannsóknir síðustu ára hafa þó sýnt, að röntgenmyndataka er áreiðanleg til að meta sjúkdóma í skútum hjá börnum eldri en eins árs sem hafa einkenni um skútabólgu (4,24,25,28). Þegar sjúkrasaga bendir til þess, að barn sé með skútabólgu og röntgenmyndir eru óeðlilegar, eru um 75% líkur á því að bakteríur ræktist frá skútanum (1). Jafnvel þó að bamið sé einkennalaust en röntgenmynd óeðlileg, eru um 70% líkur á því að bakteríur ræktist (24). Hjá börnum með einkenni frá efri öndunarfærum er mikilvægt að bíða með röntgenrannsókn í að minnsta kosti 10 daga frá upphafi einkenna þar sem skútar geta verið óeðlilegir á röntgenmynd hjá allt að 50-75% barna með kvef eða ofnæmi í nefi (9,27-29). Röntgenmyndimar verða hins vegar eðlilegar þegar einkennin ganga yfir. Þar sem góð fylgni er á milli einkenna sjúklings og útlits á röntgenmynd er að jafnaði ástæðulaust að fá aðra röntgenmynd eftir að meðferð líkur (25). Gegnumlýsing (transillumination): Gegnumlýsing á skútum getur verið hjálpleg til að meta kinnkjálkaskúta og ennisskúta hjá unglingum og fullorðnum. Hins vegar hefur gagnsemi þessarar rannsóknar verið talin lítil hjá ungum börnum (17). Omskoðun: Ómskoðun getur verið gagnleg til að meta vökvasamsöfnun og slímhúðarþykknun í kinnkjálkaskúta einkum hjá fullorðnum. Hins vegar virðist reynslan af ómskoðun ekki vera eins góð hjá ungum börnum (1,17). Þörf er á frekari rannsóknum til að meta gildi þessarar rannsóknaraðferðar hjá börnum með skútabólgu. Rœktun frá skúta: Ræktun frá skútum með ástungu er góð aðferð til að greina skútabólgu. Hins vegar er aðgerðin vandasöm hjá litlum börnum. Sýnið verður að senda í frumutalningu, grams litun, ræktun og næmispróf. Bakteríutalning >104 þyrpingar/ml gefur hins vegar góða tryggingu fyrir því, að ekki sé um mengun að ræða frá nefholi (1,14,24,30). Á hinn bóginn er ræktun neikvæð frá 35% skúta sem eru með merki um bráða bólgu (sjá töflu II) sem er merki um að ónæmiskerfið sé að ráða niðurlögum sýkingarinnar. Rcektun frá nefi og nefkoki: Forspárgildi nefkoksræktana hjá börnum með skútabólgu er lélegt (1). Þess vegna skyldu menn varast að treysta á niðurstöður ræktana frá nefi og nefkoki. MEÐFERÐ Mælt er með sýklalyfjum við meðferð á bráðum og langvinnum skútabólgum. Takmark meðferðarinnar er að bæta líðan eins fljótt og auðið er, hreinsa skúta af bakteríum og slími, og minnka líkur á alvarlegum fylgikvillum (sjá síðar og töflu IV). Sýklalyfjameðferð: Rannsóknir hafa sýnt, að í bráðri skútabólgu veitir sýklalyfjameðferð fullkomna lækningu í 70-80% tilfella. Börn sem ekki læknast fullkomlega fá þó töluverðan bata. Hins vegar ber að hafa í huga, að um 30% barna með skútabólgu Tafla IV. Fylgikvillar skútabólgu. Netjubólga og ígerö umhverfis auga eða í augntóft (periorbital/orbital cellulitis/abscess) Blóðsýking (septicemia) Segi (thrombosis) í sinus cavernosus Heilahimnubólga ígerð innan basts (subdural empyema) ígerð utan basts (epidural abscess) Heilaígerð Sýking (osteomyelitis) í andlitsbeinum

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.