Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 14
142 LÆKNABLAÐIÐ Tafla I. Samanburður á niðurstöðum nokkurra rannsókna á algengi helstu orsakavalda bráðrar eyrnabólgu. Rannsóknir Nafn sýkils Friðrika Helgab Karlc Bluestoned n=43 (%) n=75 (%) n=121 (%) n=3225 (%) S. pneumoniae................. 18 (42) 34 (45) 22 (18) 1543 (48) H. influenzae................. 30 (70) 32 (43) 34 (28) 982 (30) M. catarrhalis................... 3 (7) 6 (8) 11 (9) 140 (4) S. aureus........................ 2 (5) 3 (4) 31 (26) 93 (3) S. pyogenes...................... 2 (5) 1 (1,5) 8 (7) 374 (12) Aðrir......................... 4 (9) 8(11) 15(12) 93 (3) n = fjöldi sjúklinga/sýna með jákvæðar ræktanir a) 47 sjúklingar sem hafði verið vísað til hans með bráða miðeyrnabólgu með/án brostna hljóðhimnu, b) 75 sjúklingar með bráða miðeyrnabólgu á háls-, nef- og eyrnadeild Borgarspítalans, c) 121 ræktanir frá miðeyra 121 sjúklings, sem sendar voru á sýklafræðideild Landspítalans, d) samantekt úr rannsóknum frá Bandaríkjunum, Finnlandi og Svíþjóð. Sjúklingarnir í rannsóknum Friðriks og Helgu voru ekki á sýklalyfjum, en upplýsingar um sýklalyfjagjöf sjúklinganna í athugun Karls, voru ekki fyrir hendi. en notkun hennar krefst meiri tíma og þjálfunar en hefðbundið eymaspeglunartæki og því ekki gerð krafa til að slíkt tæki sé til taks á öllum stofum lækna. - Eyrnamergur útilokar ekki bráðar eyrnabólgur eins og nefnt hefur verið í eldri kennslubókum (19). - Best er að nota víreyrnapinna og/eða lykkju til hreinsunar á eyrnamerg og því nauðsynlegt að hafa slík áhöld á læknastofu og í læknatöskunni við vitjanir. - Roði í hljóðhimnu getur stafað af hita, hósta, hnerra eða gráti. Einkenni af þessurn orsökum geta því leitt til ofgreiningar. Oft geta liðið einn til tveir mánuðir frá bráðri miðeyrnabólgu þar til hljóðhimnan fær eðlilegt útlit á ný. Einnig ber að hafa í huga að eðlilegur vefrænn útlitsmunur getur verið á milli hægri og vinstri hljóðhimnu. - Minnkað endurkast ljóss (ljósreflex) frá hljóðhimnu virðist vera óáreiðanlegt teikn um bráða eyrnabólgu, einkum hjá yngstu börnunum (3). - Graftarmyndandi eyrnabólga getur byrjað með gráma á hljóðhimnunni. Gráhvítur litur án roða á hljóðhimnu getur því bent til þess að gröftur sé til staðar í miðeyra (3). - Nefkoksræktanir sýna litla fylgni rnilli sýklagróðurs þar og orsakavalda bráðrar eyrnabólgu (20). Rannsókn á gildi nefkoksræktana hjá börnum sem leituðu til háls-, nef- og eyrnadeildar Borgarspítalans með eyrnabólgu sýndi aðeins um 45% forspárgildi fyrir sýkingu í miðeyra (21). Nefkoksræktanir geta hins vegar verið gagnlegar við leit að penisillín ónæmum pneumókokkum hjá sjúklingum með síendurteknar sýkingar (sjá síðar). ORSAKIR Bakteríur ræktast úr miðeyra 70-90% sjúklinga með bráða miðeyrnabólgu. Veirur geta einnig valdið eyrnabólgu. Þær eru sjaldan taldar vera eini orsakavaldurinn, en samspil þeirra og baktería gera sýkingu erfiðari en ella (4,5,16,18,22). Mjög margar rannsóknir hafa verið gerðar á orsökum bráðrar miðeymabólgu og eru niðurstöður þeirra nær sainhljóða, það er að algengasta orsökin í öllum aldurshópum sé Streptococcus pneumoniae og sú næst algengasta Haemophilus influenzae (4,5,23,24). I töflu I eru teknar saman niðurstöður þriggja íslenskra rannsókna (15,21,25) og 12 rannsókna frá Bandaríkjunum, Finnlandi og Svíþjóð frá árunum 1952-1981 (26). Enda þótt innlendu rannsóknirnar bendi til þess að H. influenzae sé algengasta orsök bráðrar miðeyrnabólgu (sjá töflu I), er rétt að geta þess að þær koma frá völdum sjúklingum sem leitað hafa til sérdeilda á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Ætla má að þeir séu oftar með endurteknar sýkingar. Sýnin sem berast sýklafræðideild Landspítalans eru mest frá sjúklingum með sprungna hljóðhimnu eða rör. Þetta skýrir líklega hvers vegna Staphylococcus aureus er svo algengur í þeim hópi. Hluti sjúklinga í rannsókn Friðriks Guðbrandssonar (15) var með sprungna hljóðhimnu, en orsakir eyrnabólgu í þeim sjúklingum voru lítið frábrugðnar þeim sem höfðu heila hljóðhimnu. Telja má líklegt að í óvöldum sjúklingahópum hér á landi, eins og þeim sem leita til heiniilislækna sé dreifing stofna líkari því sem fram kemur í erlendum rannsóknum. S. pneumoniae er þá væntanlega algengasta

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.