Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 24
152 LÆKNABLAÐIÐ Tafla II. Rœktanir frá 50 börnum (79 skútar) með bráða skútabólgu (1,13,14). Sýklar (%) skúta Blandaður vöxtur............................ 9 S. prteumoniae............................. 25 Moraxella catarrhalis...................... 20 H. iníluenzae, hjúplaus.................... 20 A-/3 hemol. streptococcus................... 2 Loftfælnar bakteríur........................ 2 Veirur...................................... 5 Enginn vöxtur.............................. 35 Tafla III. Rœktanir frá 75 bömum með langvinna skútabólgu (15,16). Sýklar (%) barna Blandaður vöxtur ......................... 25 Loftfælnar bakteríur ..................... 50 S. pneumoniae ............................ 10 H. influenzae, hjúplaus .................. 15 Moraxella catarrhalis ..................... 5 A-f3 hemol. streptococcus ................. 8 Staphylococcus aureus .................... 16 Enginn vöxtur ............................ 20 Venjulega finnast engir sýklar (eða í litlum mæli) í heilbrigðum skútum (12). Erlendar rannsóknir hafa sýnt, að í bráðri skútabólgu, ræktast bakteríur frá um 60-75% skútanna (1,13). í um 80% tilfella er um að ræða eina bakteríutegund. Algengustu bakteríur eru: Streptococcus pneumoniae, Moraxella (Branhamella) catarrhalis og hjúplaus (non- typable) Hemophilus influenzae (tafla II). Veirur finnast hjá um 3-15% barna með bráða skútabólgu og þá oftast með bakteríum en mjög sjaldan einar sér. Sveppir, Actinomyces, Mycobacteriae og Mycoplasma finnast hins vegar afar sjaldan (1,13,14). Bakteríur ræktast úr skútum hjá um 80% barna með langvinna skútabólgu (15,16). í 25% tilfella er um blandaðan vöxt baktería að ræða. Algengustu bakteríur eru: loftfælnar bakteríur, Staphylococcus aureus og hjúplaus Hemophilus influenzae (tafla III). EINKENNI Helstu einkenni skútabólgu hjá fullorðnum og unglingum eru verkir í andliti, höfuðverkur og hiti. Böm með skútabólgu eru hins vegar sjaldan með ofangreind einkenni. Þau eru flest einungis með stíflu í nefi, nefrennsli og hósta (U7-19). Einkenni bráðrar skútabólgu eru einkum tvenns konar: Algengustu einkennin eru Iangvarandi kvefeinkenni; kvef sem ekki lagast. Sjúklingur með venjulegt kvef lagast yfirleitt á fimm til sjö dögum. Þó kvefeinkennin séu ekki að fullu horfin eftir 10 daga, em þau alltaf til muna betri ef engir fylgikvillar hafa komið fram. Kvefeinkenni sem ekki hafa lagast eftir 10 daga geta bent til skútabólgu (1). Nefrennslið er mismunandi útlits (þunnt eða þykkt; glært eða grænt) og hóstinn ýmist votur eða þurr. Hósti er yfirleitt alltaf fyrir hendi á daginn og oftast verri á nóttunni. Hósti sem einungis er á nóttunni bendir frekar til astma bronchiale. Börnin eru sjaldan mjög veik og eru oftast hitalaus þó stundum hafi þau sögu um hitatoppa sem standa fáa daga í einu. Oft er saga um andremmu og bjúg í augnlokum, einkum á morgnana. í öðm lagi getur skútabólga valdið bráðum einkennum; miklum kvefeinkennum með háum hita, miklu grænleitu nefrennsli, höfuðverk og bjúg í augnlokum. Börn með langvinna skútabólgu hafa yfirleitt sömu einkenni og böm með bráða skútabólgu en hjá þeim hafa einkennin staðið lengur en í fjórar til átta vikur. Þau eru oft með sögu um ofnæmi í nefi og þrálátan astma bronchiale. Þó orsakatengsl astma bronchiale og skútabólgu séu ekki að fullu þekkt, er ljóst að skútabólga (einkum langvinn) getur valdið erfiðum og þrálátum astmaeinkennum. Þau lagast ekki með hefðbundinni astmameðferð fyrr en skútabólgan hefur verið læknuð (9,20- 23). GREINING Sjúkrasaga og líkamsskoðun: Greining skútabólgu byggist aðallega á sjúkrasögu (sjá að ofan) og bætir almenn líkamsskoðun þar litlu við. Bankeymsli yfir skútum eru ekki áreiðanleg einkenni hjá bömum yngri en fimm ára. Hins vegar sést iðulega slím í nefinu sem kemur frá frárennslisopi kinnkjálkaskúta. Röntgenmyndataka: Röntgenmyndataka er sú rannsókn sem notuð hefur verið hvað mest til greiningar á skútabólgu. Þrjár röntgenólógískar stöður á höfði hafa einkum verið notaðar til

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.