Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 38
166 LÆKNABLAÐIÐ Taíla II. Listi yfir dauðamein sjúklinga í Laugarnesspítala I. okt. 1898 - l.okt. 1919. Nr. Apoplexia cerebri........................... 2 Arteriosclerosis............................ 1 Bronchiectasi .............................. 1 Bronchitis chron............................ 1 Cancer...................................... 5 Catarrh. intest. acut....................... 5 (1)* Cholelithiasis.............................. 1 Degener. amyloid........................... 13 (3) Dysenteria.................................. 8 Paralysis cordis............................ 6 (2) Peritonitis................................. 5 Pleuritis .................................. 1 Pneumon. lobularis.......................... 5 (1) Pneumon. crouposa .......................... 5 Pyaemia..................................... 1 Osteosarcoma ............................... 1 Total 136 (25) ‘Svigatölurnar tákna tölu þeirra, sem ekki voru krufnir. Nr. Emoll. cerebri........................... 1 Erysipelas............................... 2 Febris eruptionis ....................... 1 Gangræna pulmon.......................... 1 Hæmatemesis e Varice cardie.............. 1 Marasmus................................ 15 (8) Morb. cordis............................. 5 (1) Nephritis chron......................... 11 (5) Nephrolithiasis ......................... 1 Septichæmia............................ 4(1) Stenosis laryngis leprosa.............. 6(1) Stenosis trachea ........................ 1 Tuberculosis pulmon..................... 22 (2) Ulcus ventriculi......................... 1 Ödema glottidis ......................... 2 Ödema pulmonum........................... 1 spítalans eða forstöðumaður og gegndi því starfi fram til 1934 er hann lét af embætti fyrir aldurs sakir. Hann var jafnframt kennari í lyfjafræði við Læknaskólann og síðar við Háskóla Islands. Árið 1919 birti Sæmundur grein í Læknablaðinu um dánarmein þeirra er látist höfðu á Holdsveikraspítalanum frá stofnun og fram til 1919. Voru það 136 sjúklingar og hafði Sæmundur krufið 111 þeirra (tafla II). Sæmundur telur að fram að þeim tíma hafi enginn einn læknir krufið jafnmarga sjúklinga hér á landi (18). Við greiningu amyloid degenerationar segist Sæmundur hafa notað joð-joðalkalíaðferð við litun á vefjasýnum. Staðsetning krabbameins hjá fimm krabbameinssjúklingum er sýnd í töflu III. Oft fannst sullaveiki hjá þessum sjúklingum. Hér má einnig minnast þess að 87 árum eftir opnun Holdsveikraspítalans í Laugarnesi lést síðasti holdsveikisjúklingurinn hér á landi (19). DÓSENTSEMBÆTTI í MEINAFRÆÐI Prófessor Guðmundur Magnússon kenndi sjúkdómafræði við Læknaskólann frá 1894 - 1911 og síðan við læknadeild Háskóla íslands fram til 1917. En aðalkennslugrein hans var handlæknisfræði, fyrst við Læknaskólann frá 1895 - 1911 og síðan við læknadeild Háskóla íslands til dauðadags 1924. Á undan prófessor Tafla III. Staðsetning krabbameins Itjá fimm sjúklingum úr töfiu 11. I) Ca. capit. pancreat. c. metast. í milta og v. nýra. II) Ca. vesicae fellae ducti choledochi og duodeni III) Ca. hepatis IV) Ca. renis dx. meö útbr. metast. lifur, lungum og milta V) Ca. hepatis og vesicae fell. (?), c. metast. In. hili hepatis. Guðmundi hafði Tómas Hallgrímsson kennt sjúkdómafræði við læknaskólann (1876 - 1893). Fyrir stofnun læknaskólans hélt Jón Hjaltalín landlæknir uppi læknakennslu í Reykjavík (1860 - 1876) og kenndi þá sjúkdómafræði ásamt öðrum greinum. Guðmundur Magnússon var aðalhvatamaður að því að fá sérfræðing í sýkla- og líffærameinafræði að læknadeildinni, er jafnhliða kennslunni ræki rannsóknastofu í sýklafræði. Beitti hann sér í læknadeildinni fyrir því að dósentsembætti í sjúkdómafræði yrði stofnað við Háskólann. í framhaldi af því ritaði prófessor Guðmundur Magnússon, sem þá var deildarforseti læknadeildar, stjórnarráðinu svohljóðandi bréf, dagsett 7. september, 1916: »Þegar háskólaráðið eftir áskonm lœknadeildar fór þess á leit við stjórnarráð Islands og Alþingi að sett yrði á stofn dósentsembœtti í almennri sjúkdómafrœði

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.