Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 16
144 LÆKNABLAÐIÐ Tafia III. Meðaltal hœsta mœlanlega styrks sýklalyfja í miðeymavökva eftir gjöf á venjulegum skömmtum um munn. Sýklalyf Rannsókn Skammtur Styrkur í mióeyra Penisillín ........................ Kamme et al. 13 vs 26 mg/kg 2,1 vs 6,3 mg/l Amoxýsillín ....................... Krause et al. 15 mg/kg 5,6 mg/l Amoxýsillín ....................... Klimek et al. 1 g 6,2 mg/l Ampisillín......................... Klimek et al. 1 g 1,5 mg/l Kefúroxím axetíl................... Haddad et al. 250 mg 0-4,8 mg/l Erýþrómýsín........................ Krause et al. 12,5 mg/kg mældist ekki Trím-súlfamethoxazól .............. Krause et al. 4/20 mg/kg 2,0/18,7 mg/l langvinnar eymabólgur. Flestar rannsóknir benda til þess að þessum markmiðum verði best náð með sýklalyfjameðferð (3,11,41). Ýmsar aðrar rannsóknir hafa hins vegar ekki sýnt fram á mun á sýklalyfjameðferð og meðferð með sýndarlyfi (42-44). Enda þótt síðarnefndu rannsóknirnar séu allrar athygli verðar teljum við nauðsynlegt að læknar hér á landi noti að jafnaði sýklalyf við bráðri miðeyrnabólgu. I. Sýklalyfjameðferð: Lyfjaval: íslenskar rannsóknir á þeim bakteríum sem valda eyrnabólgu em allar gerðar á Stór- Reykjavíkursvæðinu á sjúklingum, sem leitað hafa til sérfræðinga og/eða sjúklingum með brostnar hljóðhimnur. Rannsóknir sýna að sýklalyfjaónæmi er í réttu hlutfalli við notkun breiðvirkra sýklalyfja (45). Hér á landi og erlendis er meira notað af breiðrófs sýklalyfjum í þéttbýlinu en víða úti á landi (10,45,46). Því ber að hafa í huga að hugsanlega er sýklalyfjanæmi baktería betra í dreifbýli Islands en þéttbýli. Orsakavaldar eyrnabólgu eru yfirleitt ekki þekktir áður en byrjað er á lyfjameðferð. Val á lyfi verður því að vera á þann veg að sem mestar líkur séu á árangursríkri meðferð. í töflu II má sjá reiknaðar líkur fyrir réttu lyfjavali, ef eingöngu er tekið tillit til nœmis samkvæmt innlendum rannsóknum og áœtlaðrar tíðni bakteríustofna á Islandi. Nauðsynlegt er að S. pneumoniae og H. influenzae séu sem oftast næmir fyrir því sýklalyfi sem fyrir valinu verður. Lyfið verður einnig að ná góðum styrk í miðeyra, helst yfir þeim styrk sem þarf til að drepa S. pneumoniae og H. influenzae, hafa litlar aukaverkanir og vera ódýrt. Samkvæmt mynd 1 gætu penisillín, ampisillín/amoxýsillín og kefúroxím komið til greina með tilliti til næmis sýklanna, en ekki súlfalyf, trímetóprím eða fyrsta kynslóð kefalóspórína, svo sem kefalexín (Keflex®) og kefradín (Velusef®) og ennfremur erýþrómýsín þar sem þau verka illa á H. influenzae. Næmi pneumókokka fyrir súlfalyfjum og trímetóprími hefur minnkað undanfarið hér á landi og nú eru aðeins um 45% þeirra næmir fyrir súlfa-trímetóprím blöndunni. Hins vegar ná lyfin misjöfnum styrk í miðeyra, eins og sést á töflu III. Öll lyfin ná nægjanlegum styrk til að drepa venjulega næma pneumókokka, nema ef til vill erýþrómýsín. Penisillín í stórum skömmtum (26 mg/kg) nægir til að drepa mjög næma H. influenzae stofna, sem mynda ekki /?-laktamasa, en ekki venjulega íslenska H. influenzae stofna. Amoxýsillín dugir vel gegn H. influenzae sem ekki mynda /3-laktamasa. Kefúroxím axetfi er líklegt til að duga, en í þeirri rannsókn sem vitnað er í, var lyfið ekki finnanlegt í miðeyrnavökva allra sjúklinganna. Trímethoprím-súlfamethoxazól ætti að duga gegn um 90% H. influenzae stofna. Öll ofangreind lyf hafa tiltölulega fáar aukaverkanir. Lyfin eru tiltölulega ódýr, nema kefúroxím axetfi. Ekki er hægt að mæla með notkun erýþrómýsíns við eyrnabólgu, einkum vegna lélegs frásogs frá meltingarvegi og lítillar þéttni í miðeyra (nær til dæmis ekki lækningalegri þéttni gegn H. influenzae). Skammtar: Svo virðist sem nákvæmar rannsóknir vanti um jrað hversu þétt skal skammta lytín. I bandarískum yfirlitsgreinum, er gjarnan mælt með því að skipta sólarhringsskammti penisillínis, ampisillínis eða skyldra lyfja í þrennt (4,16), en á Norðurlöndum í tvennt (5). I fjölda rannsókna á bacampicillini þar sem sólarhringsskammtinum var annars vegar skipt

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.