Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ 1993; 79: 171-3 171 Árni Björnsson BRÉF TIL BLAÐSINS HEILSUGÆSLA - HVAÐ ER ÞAÐ? Það sjónarmið, stutt af tilvitnunum í lög, kom fram á fjölmennum og fróðlegum fundi L.R. 7. febrúar síðastliðinn, um »flæðistýringu« (hryllilegt orð) í heilbrigðiskerfinu, að heilsugæsla spanni allar lækningar utan sjúkrahúsa. Því sé heilsugæslulæknum heimilt að stunda allar slíkar lækningar. Sé þessi túlkun rétt, er starf heilsugæslulæknis mjög víðtækt, svo víðtækt að telja verður nær ofurmannlegt. Þekking hans verður að ná yfir allar sérgreinar læknisfræðinnar, því læknisþjónusta hefur undanfarin ár, í síauknum mæli færst út fyrir veggi sjúkrahúsanna, og er engin sérgrein þar alveg undanskilin. í strangasta skilningi þýðir orðið heilsugæsla varðveisla heilsu, það er viðhald líkamlegs og andlegs ástands, sem við köllurn þessu nafni. Heilsa getur verið góð og slæm eftir atvikum, en væntanlega er átt við gæslu góðrar heilsu í heilbrigðislögunum, því að það að breyta slæmri heilsu í góða eða betri er lækning. Oþarft er að fjölyrða um þá staðreynd, að læknisfræðin hefur á undanförnum áratugum þróast í átt til stöðugt meiri sérhæfingar og framfarir hafa á mörgum sviðum verið stórstígar. Þekking almennings á möguleikum hennar til að bæta heilsu hefur líka aukist. Þar kemur til betri almenn menntun og betri aðgangur að upplýsingum. Þó virðist trúin á hefðbundna læknisfræði ekki hafa aukist að saina skapi því skottulækningar og andalækningar eru nú í miklum blóma. Hvað sem því líður veit almenningur nú mun meira um líkamann, og um leið sjúkdóma sem hrjá hann en fyrir tveim til þrem áratugum. Það gerir hinn almenna borgara færari um að nýta sér valkosti heilbrigðisþjónustunnar milliliðalaust. Meðan heimilislæknar urðu að leysa nær öll læknisfræðileg vandamál sjúklinga sinna var þjónustan, sem þeir veittu, sú besta sem völ var á á þeim stað og tíma. Sjúkdómum, þá eins og nú, fylgdu margvísleg félagsleg vandamál og leiddi af sjálfu, að læknirinn blandaðist í lausn þeirra, aðrir kostir stóðu ekki til boða. Heimilislæknir, sem nú reynir sjálfur að lækna alla sjúklinga sína, brýtur heilbrigðislög sem segja, að sjúklingur skuli eiga rétt á bestu læknishjálp, sem völ er á á hverjum stað á hverjum tíma. Þetta gerir hann, þó hann hafi ótakmarkað lækningaleyfi og starfi sem heilsugæslulæknir, því ekki er á neins manns færi að spanna þekkingar- og reynslusvið læknisfræðinnar í dag, í besta falli getur hann vitað hvar þekkinguna og reynsluna er að finna, en jafnvel í því efni skortir oft á. Því er ekki útilokað að sjúklingur hitti sjálfur á beinni leið að ákveðnu marki í heilbrigðiskerfinu, en ef hann hefði byrjað ferðina með því að sækja tilvísun frá heilsugæslulækni. Það er erfitt að finna læknisfræðileg vandamál í dag, sem ekki heyra undir einhverja sérgrein læknisfræðinnar, og eru því að jafnaði betur leyst af sérfræðingi en lækni með almenna menntun. Hér er alls ekki verið að gera lítið úr hlutverki sérmenntaðra heilsugæslulækna, en aðferðafræði þeirra getur hentað betur við lausn verkefna, þar sem félagsleg og læknisfræðileg vandamál fara saman, eða þegar samhæfa þarf og forgangsraða verkefnum við sjúkling með fleiri en einn sjúkdóm, en þá starfar heilsugæslulæknirinn sem sérfræðingur og á að hlýta sömu starfsreglum og hann, meðal annars hafa gagnkvæma tilvísanaskyldu ef sú skylda er á annað borð. Á fyrrnefndum fundi tók einn frummælenda úr fræðapússi sínu nokkur dæmi um það hvernig heilsugæslulæknar gætu sparað kerfinu fé, með því að vinna verk sem unnin eru af

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.