Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 30
158 LÆKNABLAÐIÐ AÐFERÐIR OG EFNIVIÐUR Röntgenmyndir 70 barna, 36 drengja og 34 telpna, voru metnar í framskyggnri skoðun (mynd 1). Þeim var vísað til röntgenskoðunar á tímabilinu frá janúar 1990 til októberloka 1991. Öll börnin voru undir sex ára aldri og höfðu klínísk einkenni um skútabólgu. Algengustu einkenni voru hósti, hiti og horrennsli. Þegar því varð við komið voru teknar þrjár myndir undir mismunandi hornum: bein mynd framanfrá (Caldwells-stefna), mynd framanfrá með upplyft andlit (Waters-stefna) (mynd 2) og bein hliðarmynd. Fyrstnefnda geislastefnan hentar einkum til mats á sáldbeinsholum, önnur metur einkum ástand kinnkjálkahola, en hliðarmyndinni er ætlað að gefa upplýsingu um fleygbeinsholu (þegar hún er fyrir hendi). Fyrsta skoðun og umsögn um myndirnar var gerð af ýmsum sérfræðingum röntgendeildarinnar, en einn höfunda (RK) yfirfór því næst skoðanirnar. Afbrigði frá eðlilegu loftfylltu útliti kinnkjálkaholanna eru: Þétting (=algjört loftleysi), þykknun veggstæðrar slímhúðar og vökvaborð. niðurstöðu röntgenrannsókna og klínísks ástands var könnuð með T-prófi I báðum prófum voru mörk marktækni miðuð við p<0,05. NIÐURSTÖÐUR í töflu I er gerð grein fyrir því hvaða myndatökustefnur (projectiones) voru notaðar, annars vegar í fyrstu, hins vegar í síðari skoðun. Upplýsingar af röntgenmyndunum voru flokkaðar eftir hinum ýmsu afholum. Sextíu börn (86%) höfðu röntgeneinkenni um sjúkdóm í kinnkjálkaholum. Níu börn höfðu alskyggða holu annars vegar en slímhúðarbólgur hins vegar (tafla II). Tuttugu og þrjú börn voru með skyggðar sáldbeinsholur og góða fylgni milli þéttinga í sáldbeins- og kinnkjálkaholum. Fívergi sáust loftmyndaðar ennis- eða fleygbeinsholur (tafla III). Hvergi var hægt að sýna fram á vökvaborð. Varðandi hin holrúmin var aðeins metið hvort um loftfyllingu væri að ræða eða ekki. Kæmi í ljós að sjúklingur væri með afbrigðilegar breytingar í kjálkabeinsholum voru ráðstafanir gerðar til þess að barnið kæmi í eftirlitsrannsókn að lokinni meðferð. Slíkar eftirlitsrannsóknir náðust hjá 34 börnum, frá þremur vikum til tveggja mánaða eftir fyrstu rannsókn. Við tölfræðilegan samanburð á aðferðum var notaður paraður kí-kvaðrat samanburður (paired chi-square test), en fylgni milli Number of children ■ Boys Age group n Girls Fig. 1 . Number of children in each age group. Caldwell's projection: Waters' projection: * 20 O O C.R. Central X-Ray * 37-40 Fig. 2. Head positions in Caldwell's and Waters’projections.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.