Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ 165 skýrir Jónas Jónassen landlæknir frá því að hann hafi sjálfur framkvæmt 22 krufningar á sullaveikisjúklingum, sem látist höfðu í hans umsjá. Einnig hafði hann safnað upplýsingum varðandi 28 krufningar á sullaveikisjúklingum, sem látist höfðu í umsjá ýmissa héraðslækna og þeir sent skýrslur um til heilbrigðisstjórnarinnar í Kaupmannahöfn (tafla I). Ekki er notkun smásjár nefnd í ritgerðinni. Schierbeck mun hafa komið með fyrstu smásjána, sem notuð var hér við almennar lækningarannsóknir, en hann gegndi embætti landlæknis á árunum 1883 - 1895 (13). Áður hafði Willard Fiske gefið Lærða skólanum í Reykjavík smásjá sem Benedikt Gröndal notaði við náttúrufræðirannsóknir sínar um tíma (14). I hinni merku ritgerð sinni Yfirlit yfir sögu sullaveikinnar á Islandi er birtist sem fylgirit við Árbók Háskólans 1913, segir Guðmundur Magnússon frá ofangreindri tilraun þeirra Krabbe og Finsen og komst að þeirri niðurstöðu að »Með þessu móti hafði þá Krabhe og Finsen tekist að sanna að bandormshausar í mannasullum verða að taenia ecchinococcus í hundum« eins og hann orðar það í ritgerðinni (15). Prófessor Guðmundur Magnússon mun vera sá íslenskra skurðlækna sem skorið hefur flesta íslenska sullaveikisjúklinga. I neðanmálsgrein í ritgerð sinni frá 1913 segir Guðmundur »Þeir Krabbe (og Finsen) vissu ekki annað en þetta vœri í fyrsta sinn sem þess konar tilraun hefði heppnast. Síðar kom í Ijós að Naunyn í Berlín hafði fyrr á sama árinu gert sams konar tilraun og heppnast.«. Tilraun þeirra Krabbe og Finsen vakti mikla athygli erlendis. Vilmundur Jónsson landlæknir vildi ekki una þessari niðurstöðu Guðmundar Magnússonar og tók sér fyrir hendur að rannsaka allt þetta sullaveikirannsóknamál frá rótum. Birti hann viðamikla og ítarlega grein um athuganir sínar í 128. árgangi Skímis, 1954 (16). Kemst hann að þeirri endanlegu niðurstöðu að »Víst má telja að enginn hefði tekið mark á niðurstöðu þessarar tilraunar öðru vísi en sem vísbendingu ...«. Þessi ritgerð var endurprentuð í ritgerðasafninu Lækningar og saga I, sem kom út 1969. Níels Dungal tekur undir skoðun Vilmundar í ritgerð sinni Eradication of Hydatid Disease Tafla I. Úr doktorsrilgerð Jónasar Jónassen. »28 Sektioner, forelagne af andre islandske lœger«. Læknir Ár 1ste Sektion Beldring 1837 2den ” Kofoed 1842 3de ” Kofoed 1842 4de ” Hjalmarson 1847 5te ” Sk. Thorarensen 1847 6te ” Schleisner 1847 7de ” Schleisner 1847 8de Weywadt 1847 9de Thorsteinsson 1849 10de ” Skaptason 1849 11 te ” Skaptason 1850 12te ” Davidsen 1852 13de ” Hjalmarson 1856 14de ” Hjalmarson 1856 15de Finsen 1857 16de Finsen 1859 17de ” Finsen 1864 18de Finsen 1865 19de ” Skaptason 1864 20de Skaptason 1864 21 de ” Th. Jónsson 1866 22de ” Th. Jónsson 1867 23de ” H. Jónsson 1867 24de ” Th. Jónsson 1868 25de Th. Jónsson 1870 26de Finsen 1858 27de ” Finsen 1860 28de ” Th. Jónsson 1874 in Iceland og segir »Scientific control was imperfect in those experiments which were performed in 1862 and 1863, the same year in which Naunyn succeeded in producing taenia ecchinococcus in dogs fed with cysts from sheep, so that the honour of this proof must go to Naunyn as pointed out by Jonsson« (17). I fyrrnefndri ritgerð sinni Yfirlit yfir sögu sullaveikinnar á lslandi getur Guðmundur Magnússon þess, að Sigurður Magnússon yfirlæknir Vífilsstaðahælis hafi skýrt sér frá því að í 14 krufnum líkum hafi hann aldrei fundið sulli. HOLDSVEIKI Holdsveikin var ein sú plága sem vakti hrylling meðal fólks hér á landi fyrr á öldum og reyndar fram á þessa öld. Árið 1898 var tímamótaár í baráttunni við holdsveikina hérlendis. Á því ári staðfesti konungur lög sem fyrirskipuðu skráningu allra holdsveikra á landinu. Á sama ári tók til starfa Holdsveikraspítalinn í Laugarnesi. Sæmundur Bjarnhéðinsson prófessor var fyrsti yfirlæknir

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.