Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 8
138 LÆKNABLAÐIÐ Tafla VI. Líklegur fjöldi s-AFP mœlinga og aukning legástungna með skimun á s-AFP hjá mismunandi aldurshópum, miðað við ábendingar Chuckle et al (14) og fœðingartölur 1987. Aldur Fjöldi fæðinga 1987 Ástungur, viöbót -19 289 7 20-24 1284 32 25-29 1309 33 30-34 897 94 Samtals 3779 166 í töflu V er yfirlit yfir s-AFP gildi þeirra kvenna í rannsóknarhópnum, sem reyndust bera fóstur með þrístæðu 21. Alls 763 konur voru með s-AFP gildi undir viðmiðunarmörkum og reyndust 10 eða um 1,3% þeirra bera fóstur með þrístæðu 21, en 546 konur voru hins vegar með gildi ofan viðmiðunarmarka og reyndist ein eða um 0,2% þeirra bera fóstur með þrístæðu 21. Næmi mælinganna er því 0,91, sértæki 0,42 og forspárgildi 0,7758. í töflu VI er metinn fjöldi s-AFP mælinga og sú aukning á legástungum, sem leiddu af því, ef beitt yrði skimun fyrir mismunandi aldurshópa og lág s-AFP gildi notuð sem ábending fyrir legástungum hjá konum innan 35 ára aldurs. Stuðst er við fæðingartölur frá 1987. Ef leitað yrði hjá öllum konum yngri en 35 ára, leiddi það til 3779 s-AFP mælinga og legástungur myndu aukast um 166 á ári. Ef eingöngu væri leitað hjá konum 30 til 34 ára leiddi það til 897 s-AFP mælinga og ástungum myndi fjölga um 94. UMRÆÐA Mælingar á s-AFP hafa verið notaðar í allmörg ár við eftirlit hjá þunguðum konum. Á íslandi hafa þessar mælingar fyrst og fremst verið notaðar til að gefa vísbendingu um klofinn hrygg og heilaleysi, til dæmis vegna ættarsögu eða fyrra bams með slíkan galla. Ennfremur hefur AFP verið mælt í sermi og legvatni allra kvenna, sem hafa komið til legástungu. Viðmiðunargildi s-AFP fyrir íslenskar konur hafa ekki verið könnuð sérstaklega áður, en í þess stað hefur verið stuðst við erlenda viðmiðun. Niðurstöður mælinganna eru birtar sem miðgildi og er það í samræmi við viðtekna venju í nánast öllum rannsóknarniðurstöðum, sem birst hafa seinni árin (2-14). Konurnar í rannsóknarhópnum komu oftast til legástungu vegna aukinnar hættu á litningagöllum vegna aldurs, en sjaldnar af öðrum ástæðum, til dæmis vegna ættarsögu um litningagalla, taugapípugalla eða vegna verulegs ótta. Þetta val hefur áhrif á aldursdreifingu innan rannsóknarhópsins, en þar sem AFP kemur eingöngu frá fóstrinu, er þéttni þess í sermi móður óháð aldri hennar. Yfirfærsla á niðurstöðum á aðra aldurshópa er því réttlætanleg. Eins og glöggt kemur fram í niðurstöðum eru s-AFP gildi háð meðgöngulengd (tafla IV, mynd). Það er því brýn nauðsyn að s- AFP mælingar séu gerðar við fyrirfram ákveðna meðgöngulengd og niðurstöður bornar saman við tilsvarandi miðgildi. Vegna þessa er æskilegt, að stuðst sé við ómskoðun til ákvörðunar á meðgöngulengd, ásamt blæðingarsögu konunnar. Auk þess er greinilegur mismunur á niðurstöðum mismunandi rannsóknastofa (mynd) og því mikilvægt að notuð séu eigin viðmiðunargildi hverrar rannsóknastofu. S-AFP mælingar hafa fram á síðustu ár fyrst og fremst verið notaðar til að leita að taugapípugöllum, og er þá oftast miðað við að hætta sé marktækt aukin við gildi hærri en 2,5 MAM. í þeim könnunum þar sem s-AFP mælingar hafa verið gerðar til skimunar vegna taugapípugalla, hefur næmi reynst vera yfir 90%. Hins vegar hefur hlutfall falsk-jákvæðra svara verið hátt, eða yfir 3% af markhópum (2,5,6). Þessi skortur á sérhæfðri svörun er í samræmi við niðurstöður könnunar okkar, þar sem 7,8% kvennanna voru með s-AFP gildi hærri en 2,5 MAM án þess að um fósturgalla væri að ræða. Vegna þessa hefur notagildi skimunar í þessum tilgangi verið dregið í efa, og enn frekar nú, þegar unnt er að greina flest tilfelli af taugapípugöllum með nákvæmri ómskoðun við 18-19 vikna meðgöngu. Tengsl lágra s-AFP gilda hjá móður við litningagalla hjá fóstri, einkum þrístæðu 21 (Down heilkenni) eru nú almennt viðurkennd (7-11). Þetta samband er einnig greinilegt í könnun okkar, þar sem 90,9% tilfella af þessum litningagalla í rannsóknarhópnum voru tengd lágu s-AFP gildi hjá móður. Með skimun hjá aldurshópum, sem ekki falla undir

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.