Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 18
146 LÆKNABLAÐIÐ verkjastillandi lyfja og sýklalyfja getur aukið hættu á myndun ónæmra sýkla og er því ráðlagt að nota þær aðeins í völdum tilvikum og í fáeina daga í senn. EFTIRLIT Þremur vikum eftir upphaf meðferðar eru einungis 50-70% sjúklinga orðnir frískir (5). Jafnvel eftir tvo rnánuði eru ennþá 10-20% sjúklinga með eyrnaslím eða hellu (5,55). A meðan þetta ástand varir er heyrn skert. Mikilvægt er að finna snemma þá sjúklinga, sem ekki batnar eftir meðferð, og fylgjast með þeim, þar sem langvarandi eyrnaslím og hella geta leitt til þrálátra varanlegra breytinga (krónískrar eyrnabólgu), auk þess sem langvarandi heyrnardeyfa hjá yngri börnum tefur málþroska. Þessi seinkun á málþroska jafnar sig þegar til lengri tíma er litið. Um fjórum vikum eftir upphaf sjúkdóms er vökvi eða eyrnaslím horfið hjá flestum og hljóðhimnan hefur þá fengið eðlilega lögun og lit. Eftirlit á þessum tíma er því heppilegt. Oft vill hins vegar bregða við að fólk hirði ekki uin að koma í eftirlit svo löngu eftir veikindin. Læknar verða því að meta í hverju tilviki fyrir sig hvort þeir telji heppilegra að fá sjúklinginn fyrr, til dæmis tveimur vikum frá upphafi meðferðar. Við eftirlitið er rétt að meta útlit og hreyfanleika hljóðhimnu með eyrnaspegli og loftblæstri. Hljóðholsmæling eykur öryggi klínísks mats. Heyrnarmælingu er erfitt að koma við, meðal annars vegna þess að stór hluti sjúklinga er yngri en fjögurra ára. Einnig hefur verið sýnt fram á að margir sjúklingar með hellu og/eða eyrnaslím geta haft eðlilega heyrnarmælingu (55). Nauðsynlegt er að vísa barninu í frekari rannsóknir ef vökvi er enn fyrir hendi í miðeyra eftir þrjá mánuði eða málþroski bamsins seinkaður (16). SÍENDURTEKNAR BRÁÐAR EYRNABÓLGUR Ef um síendurtekin köst er að ræða þarf að endurmeta ástand sjúklingsins. Athuga hvort hann hafi ofnæmi eða skútabólgu (með röntgenmynd), skoða vel munnhol með tilliti til skarðs í gómi eða æxlis í nefkoki. Ef ekkert af þessu er fyrir hendi má íhuga ástungu, röraísetningu og nefkirtlatöku. 1. Astungur: Mælt er með ástungu (tympanocenthesis) ef hljóðhimna stendur á blístri og að því komin að springa, ef mikill verkur fylgir eyrnabólgunni, eða ef þörf er á ræktun úr miðeyra (3). Áður en gripið er til röraísetningar, er oft reynd fráveita á miðeyravessa með skurði á hljóðhimnuna (myringotomy). Þessi aðgerð er að jafnaði gerð í staðdeyfingu eða svæfingu. II. Nefkirtlataka og rör: Flestar rannsóknir sýna að röraísetning fækkar endurteknum eyrnabólgum (56,57). Árangurinn virðist betri ef nefkirtlar eru teknir samtímis (56,58). Það er því sjaldnast framkvæmd nefkirtlataka ein og sér nema barnið sé alltaf með grænan hor og einkenni um þrengsli í nefkoki. Helstu ábendingar fyrir ísetningu röra í hljóðhimnur eru (3,4,16): - Ef vökvasöfnun er viðvarandi í miðeyra lengur en þremur mánuðum eftir bráða eyrnabólgu og reyndur hefur verið að minnsta kosti einn sýklalyfjakúr án þess að þessi vökvi hverfi. - Síendurteknar miðeymabólgur. - Viðvarandi truflun á jafnvægi, svo sem svimi og óregluhreyfing (ataxia). Auk þess hefur verið bent á að leggja beri meiri áherslu á að meta seinkun á málþroska en fjölda bráðra eyrnabólgusýkinga eða tímalengd vökva í miðeyra, þegar meta skal ábendingar fyrir röraísetningu (16). Undirþrýstingur einn og sér gefur að jafnaði ekki tilefni til röraísetninga. Kostir: Þrýstingur utan og innan hljóðhimnu jafnast og slímhúð miðeyrans verður aftur eðlileg. Heym og hellur fyrir eyrum' lagast strax og í mörgum tilvikum skánar líðan barnanna og hegðunarmynstur þeirra batnar. Rör geta einnig lagað samfall á hljóðhimnu, sem stundum stafar af miklum neikvæðum þrýstingi í miðeyra. Líklegt er að eyrnabólguköstum fækki á meðan rörin sitja á sínum stað og haldast opin (50). Sé litið til lengri tíma hefur ekki verið hægt að sýna fram á að heym bama sem fóm í röraaðgerð sé betri eða verri en þeirra bama sem ekki fengu rör (57). Gallar: Talið er að rör stíflist hjá um 10% bama og ýtist út fyrr en ætlað var hjá öðmm 10%. Hjá 10-30% vessar mikið úr eyrunum. Ekki er vitað um langtímafylgikvilla hér á landi, en erlendis hefur verið lýst hersli í

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.