Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ 167 m.m. hafði deildin augastað á cand. ined. Stefáni Jónssyni í Kaupmannahöfn, sem álitlegum manni í þessa stöðu. Alþingi felldi tillöguna en veitti á síðustu stundu fé til kennslu í þessum greinum síðara ár fjárhagstímabilsins. Þessi maður hefur síðan lialdið áfram að fullkomna sig í þessum greinum, og deildin hefur enn hið sama góða álit á honum og vœntir að honum verði veitt féð til kennslunnar þegar þar að kemur. En deildin lítur einnig svo á að bráðnauðsynlegt sé að þessi maðurfái, er hann tekur til staifa, rannsóknarstofu og áhöld til líkskoðunar og telur ógerlegt að bíða þess að Alþingi veiti fé til þess. Sé þetta ekki útvegað telur hún ekki hálft gagn að starfi hans, sem auk þessa mundi fólgið i ýmis konar rannsóknum fyrir aðra lcekna. Deildin sneri sér því í sumar til Stefáns Jónssonar, í því skyni að hann útvegaði áœtlun yfir hvað nauðsynlegustu áhöld í þessu skyni mundu kosta. Þessa áœtlun hefur hann nú útvegað og sent deildinni, og lcetur hann þess jafnframt getið að nauðsynlegt sé, eins og nú stendur á, að panta þessi áhöld fiest töluverðum tíma áður en þurfi að nota þau og ennfremur að ýms þeirra muni þuifa að fá frá Þýskalandi, enda sum sem unnt vœri að fá gerð í Danmörku töluvert dýrari þar en í Þýskalandi. Samkvæmt þessum upplýsingum hefur lœknadeildin á fundi í dag samþykkt að skora á landstjórnina að gefa hinum tilvonandi kennara í pathologi, Stefáni lœkni Jónssyni í Kaupmannahöfn, heimild til að panta fyrir háskólann nauðsynleg tœki til rannsóknarstofu og líkskoðunar handa þessum kennara fyrir allt að 3000 krónur og að veita þessa upphœð upp á vœntanlegt samþykki Alþingis, auk flutningskostnaðar og annars kostnaðar við að leigja og setja upp rannsóknarstofuna. Um leið og ég leyfi mér að bera þessa fundarsamþykkt fram fyrir hið háa stjórnarráð, skal ég geta þess að deildin hefur ekki séð sérfœrt að ákveða kostnaðinn nákvæmar en hér er gert, vegna þess hvað óvíst er hvort það muni takast að út\>ega áhöldin þar sem þau eru ódýrust, enda þótt deildin treysti stjórnaráðinu til þess að gera allt er í þess valdi stendur til þess að útvega undanþágur frá innflutningsbanni á þýskum vörum. Hins vegar fulltreystir deildin Stefáni lœkni Jónssyni til að verja upphæðinni Stefán Jónsson dósent í meinafrœði við Háskóla Islands 1917-1923. samviskusamlega til svo ódýrra og lientugra kaupa sem honum er unnt. Virðingarfyllst, G. Magnússon, deildaiforseti.« En fleiri létu sig þetta mál varða. Þannig ritaði Matthías Einarsson læknir eftirfarandi athugasemd í Læknablaðið í ágúst 1915 (20) »Dócentsembætti í almennri sjúkdómafrœði, líjfærameinafrœði (anatomia pathologica), blóðvatnsfræði (serologia) og sóttkveikjufrœði (bacteriologia), fór læknadeild háskólans fram á við alþingi, að stofnað yrði í sumar, þó þannig, að embættislaun yrðu ekki greidd fyrr en í ársbyrjun 1917. I bréfi lœknadeildar er bent á, hve óhæfilega mörgum kennslugreinum sé lirúgað á prófessorana í lœknadeildinni og sé bráðnauðsynlegt að kippa því í lag hið allra fyrsta. Ennfremur segir í bréfinu »1 reglugerð háskólans, 29. gr., er mælt svo fyrir, að þegar því verði við komið, skuli viðhafa verklegar œfingar i sóttkveikjufræði, og eftir föngum fara yfir helztu atriði Uffœrameinafrœði. Deildin sér ekki að það sé gerlegt, að fresta því lengur að gera ráðstafanir til þess að þetta geti komist í framkvœmd. Hvergi í lœknisfræðinni hafa framfarir orðið svo stórkostlegar á síðustu árum, sem í þessum

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.