Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1993, Qupperneq 35

Læknablaðið - 15.04.1993, Qupperneq 35
LÆKNABLAÐIÐ 1993; 79: 163-9 163 Ólafur Bjarnason 1), Elín Ólafsdóttir 2) SAGA MEINAFRÆÐIRANNSÓKNA Á ÍSLANDI: I. 1760-1923 INNGANGUR Formlegar meinafræðirannsóknir hefjast fyrst hér á landi eftir komu Stefáns Jónssonar læknis til landsins í apríl 1917, en hann var skipaður í dósentsembætti í meinafræði við læknadeild Háskóla Islands 1. janúar það ár. Stefán kenndi læknanemum meinafræði, en stundaði einnig meinafræðirannsóknir, eftir því sem efni stóðu til, fyrst í kjallara hússins við Laufásveg 25 en síðar við nokkuð skárri aðstæður á jarðhæð hússins við Kirkjustræti 12. Var þetta fyrsta rannsóknastofa sem stofnuð var á vegum Háskóla Islands og gekk reyndar um árabil undir nafninu Rannsóknastofa Háskólans. Önnur rannsóknastofa á vegum ríkisins hafði þó áður tekið til starfa, en það var Efnarannsóknastofa ríkisins, stofnuð 1906. Fyrsti forstöðumaður hennar var Asgeir Torfason efnaverkfræðingur, en hann kenndi læknanemum efnafræði. Um sögu og þróun þeirrar rannsóknastofu má lesa í greinum eftir Trausta Ólafsson (1) og Pál Ólafsson (2). Áður en Stefán Jónsson hóf störf við Háskóla Islands höfðu meinafræðirannsóknir verið framkvæmdar hér á landi endrum og eins, en ekki samfellt eða með skipulögðum hætti. Til að forðast misskilning skal tekið fram að orðið meinafræði er notað hér í víðasta skilningi, samanber núgildandi reglugerð um sérfræðinám í meinafræði (Reglugerð nr. 311/1986). KRUFNINGAR Eðli máls samkvæmt mun vart um slíkar athuganir eða rannsóknir að ræða hérlendis fyrr en eftir skipun hins fyrsta lærða læknis í embætti, það er Bjarna Pálssonar, sem skipaður var landlæknir 18. mars 1760. 1 Frá 1) Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstíg og 2) Rannsóknastofu Landspítalans í meinefnafræði. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Elfn Ólafsdóttir, Rannsóknastofu Landspítalans í meinefnafræði, 101 Reykjavík. erindisbréfi Bjarna eru ákvæði um að hann skuli annast kennslu læknanema. I kafla þeim sem nefnist Forsaga íslenzkra sjúkrahúsa, í bók Vilmundar Jónssonar Lækningar og saga (3), kemur hann inn á þetta atriði í starfi hins fyrsta landlæknis Islendinga og getur þess að Bjarna Pálssyni hafi verið Ijós nauðsyn þess að nemendur ættu kost nokkurrar æfingar við krufningar og líkskurði. Hann hafi ekki látið sér tækifærin úr greipum ganga og þegar náð í lík til krufningar er skammt var liðið á fyrsta kennsluárið. Var líkið af 16 eða 18 ára bóndasyni frá Hvaleyri við Hafnarfjörð, er látist hafði úr langvarandi brjóstveiki. Fór krufning fram 5. febrúar 1761 »den förste Anatomia practica jag veed foretagen her i Landet« eins og Bjarni segir í bréfi til kennara síns, prófessors de Buchwalds í Kaupmannahöfn dagsettu 12. október sama ár. I bréfi þessu til de Buchwalds lýsir Bjarni krufningunni all ítarlega, tildrögum hennar og niðurstöðu. Getur hann þess að engan veginn lá ljóst fyrir að hann fengi líkið til krufningar. Vegna þessarar tregðu og af öðrum ástæðum ritaði Bjami amtmanni bréf 11. febrúar 1761, til þess að fá úr því skorið hvemig hann stæði að slíkum málum gagnvart lögum og landsrétti. Eftirfarandi kafli úr bréfinu er birtur í ofannefndri bók Vilmundar Jónssonar »Þad er nitt sem sialldann skedur og bar nu vid nœstlidenn d. 5ta hujus, ad eg feck lof og hentugleika til ad opna eitt 16 vetra gamalls pilts Cadaver, ...«. Vilmundur segir að kunnugt sé um tvö lík önnur er Bjarni opnaði en minna varð um slíkar dánarmeinarannsóknir en Bjarni hafði ráðgert því »ekki tjáði að vanmeta fólksdóma’ um þetta viðkvœma nýmœli« eins og Vilmundur segir og bætir síðar við »Hér er gömul saga og til skamms tíma ný, lifandi menn mega lœknar skera sundur og saman, en dauða menn ekki!«

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.