Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 145 í tvo skammta og hins vegar þrjá skammta, kom ekki fram neinn munur á árangri (47). Lengd meðferðar: I fyrrnefndum heimildum (4,5,11,16) greinir menn á um þann tíma sem þarf til að ná sem bestum árangri við meðferð á bráðri miðeyrnabólgu eða allt frá tveimur dögum til tveggja vikna. I nýlegri tvíblindri rannsókn á 175 börnum með bráða miðeymabólgu (48), kom ekki fram neinn munur á fimm daga og 10 daga meðferð ef hljóðhimnan var heil. Ef hún var brostin og gröftur lak út úr hlustinni þurfti lengri meðferð. Að framansögðu teljum við æskilegt að miða að jafnaði við sjö daga meðferð. Þegar böm veikjast fljótlega aftur eftir lok meðferðar (recurrent OMA) vaknar sú spurning hvort um sé að ræða nýja sýkingu (reinfection) eða endurvakningu fyrri sýkingar (relapse). Þetta getur haft klíníska þýðingu vegna ákvörðunar um lengd meðferðar og hvort nota skuli sama lyf og áður eða breyta til. Enda þótt margir telji að í flestum tilvikum sé um nýja sýkingu að ræða (49) taka Giebink og félagar fram í nýlegri samantekt, að fyrri rannsóknir geti ekki skorið úr um þetta atriði (11). Sé tekið mið af þekktustu heimildum á þessu sviði erlendis (4,5,11,16,48) ásamt reynslu og rannsóknum hérlendis (15,21,25) verður niðurstaða okkar um lyfjaval, skammta og nteðferðarlengd eftirfarandi: - Mælt er með amoxýsillíni eða pívampisillíni/bacampisillíni sem fyrsta lyfi. Skammtur á sólarhring er 50 mg/kg/dag, sem dreift er í tvo eða þrjá skammta á dag. - Ef sjúklingur er með ofnæmi fyrir penisillíni eða skyldum lyfjum, ráðleggjum við trímetóprím/súlfametoxasól. Skammtur á sólarhring: 40 mg súlfa/kg/dag. Þessu magni er skipt í tvo skammta á dag. - Ef tilætlaður árangur næst ekki með ofannefndum lyfjum (og sjúklingur hefur ekki penisillín ofnæmi) skal gefa amoxýsillín+klavúlansýru (Augmentin®). Skammtur á sólarhring: 50 mg/kg/dag, skipt í tvo eða þrjá skammta á dag. - Hafi verið reyndir tveir til þrír lyfjakúrar án árangurs og sé sjúklingur enn með graftarkennda eyrnabólgu, þarf að taka í ræktun frá miðeyra til að sjá hvort viðkomandi sé sýktur af ónæmum bakteríustofnum (til dæmis penisillín ónæmum pneumókokkum). - Fjórða lyfið sem kemur til greina er kefúroxím axetil (Zinnat®) 25mg/ml. Skammtur 25 mg/kg/dag, skipt í tvo skammta á dag í lok máltíðar. ’) - Ef læknar hafa haft góða reynslu af penisillíni sem fyrsta lyfi, til dæmis á vissum landsvæðum í dreifbýli, teljum við eðlilegt að þeir reyni það lyf áfram. II. Nefdropar og/eða andhistamín mixtúrur: Auk sýklalyfja nota margir bjúgeyðandi (decongestant) nefdropa við eymabólgu. Tilgangurinn er tvenns konar. Annars vegar að opna loftvegi um nasir þannig að sjúklingurinn eigi auðveldara með að anda og líði þar af leiðandi betur. Hins vegar að opna nefkokshlustina með því að eyða þrota í slímhúðinni. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á að síðari tilgangnum verður ekki náð við þann lífeðlisfræðilega þrýsting sem er í miðeyranu í bráðri miðeymabólgu (50,51). Rannsóknir hafa ekki sýnt fram á ótvíræða gagnsemi nefdropa (5,50,52) og því er ekki mælt með þeim sem einhliða meðferð við eyrnabólgu. Hins vegar er hægt að nota nefdropa til að friðþægja kvefuðu baminu hafi það nefstíflu eða ef um ofnæmi er að ræða, sem stuðlar að stíflu í kokhlust (53). Andhistamín mixtúrur hafa verið mikið notaðar við eymabólgum, enda þótt fjölmargar rannsóknir hafi ekki getað sýnt fram á gagnsemi þeirra við að minnka sjúkdómseinkenni eða að koma í veg fyrir fylgikvilla (52,54). í sumum tilfellum er þó talið að lokun nefkokshlustarinnar geti orsakast af ofnæmi í nefgöngum (rhinitis allergica) og í þeim tilfellum er rétt að beita meðferð við ofnæminu til dæmis með andhistamínum (53). III. Verkjastillandi meðferð: Væg verkjalyf svo sem paracetamól geta komið að gagni við verkjum vegna eyrnabólgu. Einnig er hægt að nota verkjastillandi eyrnadropa. I einstaka tilvikum svo sem við sprungna hljóðhimnu, eru notaðir dropar með bakteríueyðandi og bólgueyðandi áhrifum. Notkun útvortis blöndu ') Verkunarsvið kefúroxíms og amoxýsillins+klavúlansýru er nokkuð svipað með tilliti til verkunar á bakteríur sem valda eyrnabólgu. Kefúroxím mixtúran er hins vegar mun dýrari eins og sakir standa.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.