Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 40
168 LÆKNABLAÐIÐ Kirkjustrœti 12. Þar var Rannsóknastofa Háskólans til húsa á neðri hœð frá 1919 til 1934. Húsið hefur nú verið flutt í Árbœjarsafn. A myndinni sést húsið á sínum gamla stað við hliðina á Alþingishúsinu. greinum svo og í blóðvatnsfrœði. Og sýnilegt, að framhalds má vœnta í sönnt átt««. Að lokum lætur deildin þess getið í bréfinu, að von sé til að í embætti þetta fáist maður, sem lagt hefir stund á þessar fræðigreinar verklega í rúmt ár á góðum stöðum, og muni hann því með hálfs annars árs starfa hér eftir í sömu átt, verða vel fær, þar sem um reglusaman hæfileikamann sé að ræða. í þinginu var kosin fimm manna nefnd til að íhuga málið. í grein sinni segir Matthías ennfremur að nefndin hafi öll verið meðmælt málinu, einnig allir þingmenn sem töluðu í málinu, en það náði þó ekki fram að ganga. Að lokum segir hann »Féleysi hefur naumast verið til að dreyfa, því þá hefði ekki verið stofnað docents-embætti í grískit og latínu tfyrra, og mttndi ekki verða stofnað professorembœtti i »hagnýtri sálarfræði« nú, sem liggttr víst mjög nærri að gert verði«. Einnig víkur dr. Gunnlaugur Claessen að sama máli á eftirfarandi hátt í grein sinni um Landspítala í Læknablaðinu í febrúar 1916 »Vönduð sections-stofa og laboratorium þatf auðvitað að vera í sambandi við landsspítalann. Eðlilegast væri að fyrirhugaði kennarinn í pathologisk anatomi, serologi og bakteriologi vœri þar forstöðumaður. Stí regia ætti að komast á, að öll cadaver landsspítalans yrðtt kntfin, nema aðstandendur bönnuðu sectio. Þá fengist efni til kennslunnar, en það mun vera af mjög skornum skamti eins og nú er. Það er gagnslítið, að ráða nýjan kennara í pathologisk anatomi, án þess að sjá honum fyrir nœgum cadaver-fjölda til kennslunnar. Sú frœðigrein verður ekki lœrð af bókum eingöngu. Það getur varla heitið, að til sé neitt sem laboratorium megi nefnast á Landakotsspítalanum; spítalinn á ekki einu sinni smásjá; sections-stofan er því síður svo útbúin að þar geti farið fram kensla« (21). ÞÁTTUR STEFÁNS JÓNSSONAR Stefán Jónsson læknir tók við dósentsembætti í sjúkdómafræði árið 1917 eins og fyrr er getið. Hann hafði starfað sem aðstoðarlæknir á Patologisk Institut og Statens Seruminstitut frá 1914 þar til í mars 1917 og prosektor við Fredriksberg Hospital í Kaupmannahöfn frá apríl 1916 til mars 1917. Má telja víst að hann hafi farið út á þá braut að áeggjan prófessora læknadeildarinnar, samanber minningargrein um Stefán Jónsson eftir prófessor Guðmund Thoroddsen í Læknablaðinu 1962 (22). Eftir heimkomuna fékk hann fyrst aðstöðu í húsi prófessors Einars Arnórssonar Laufásvegi

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.