Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 139 núverandi ábendingar um legástungur, mætti finna konur yngri en 35 ára, sem vegna lágs s-AFP gildis eru í áhættuhópi með tilliti til litningagalla, og bjóða þeim legástungu. Þetta er orðinn þáttur í mæðravernd í sumum öðrum löndum, þar sem rnælt er með, að s- AFP sé mælt við 15 vikna meðgöngu og ef það reynist lægra en viðmiðunargildi fyrir aldur konunnar, er boðið upp á legástungu (16,17). A grundvelli framangreindra upplýsinga verður að telja, að lágt s-AFP gildi í meðgöngu sé gild ábending fyrir legástungu og litningarannsókn hjá fóstri (12-14). Helstu vandamál við skimun með mælingum á AFP hjá þunguðum konum er skortur á sértæki og næmi. Hjá aðeins 1,3% þeirra kvenna sem höfðu s-AFP gildi undir viðmiðunarmörkum, var þrístæða 21 til staðar hjá fóstri og eitt tilfelli af þrístæðu 21 hjá rannsóknarhópnum hefði ekki fundist. Framskyggnar athuganir benda til þess að næmi sé jafnvel minna fyrir yngri aldurshópa eða aðeins um 20% (18). Vegna þessa hefur verið leitað annarra leiða til að auka næmi og sértæki skimunarinnar. Erlendar rannsóknir hafa sýnt, að með því að mæla ótengt estríól og human chorionic gonadotropin (hCG) í sermi þungaðra kvenna til viðbótar við s- AFP má ná betri árangri í fósturgreiningu á litningagöllum, en s-hCG er hækkað í meðgöngu með þrístæðu 21, en estríól lækkað (18,19). Með því að nreta þessa áhættuþætti til viðbótar við aldursáhættu konunnar er talið að finna megi um 60 af hundraði tilfella af þrístæðu 21 hjá fóstrum (18). Ef ákvörðun verður tekin um að hefja almenna skimun fyrir þrístæðu 21 hjá öllum þunguðum konum á Islandi, sem þess æskja, væri æskilegt að þessar þrjár mælingar verði notaðar til viðbótar við aldur konunnar. LOKAORÐ Mælingar á AFP í sermi móður geta þannig gefið mikilvægar upplýsingar um ástand fósturs. Gildi hærri en 2,5 MAM benda til klofins hryggjar eða heilaleysis, en hátt hlutfall falskt jákvæðra svara rýrir gildi mælinganna til skimunar, auk þess sem nákvæm ómskoðun er nú talin fullnægjandi í þessum tilgangi. Lág s-AFP gildi eru hins vegar vísbending um litningagalla, fyrst og fremst þrístæðu 21, og má því nota slíkar mælingar við skimun annarra aldurshópa en þeirra, sem falla undir núverandi ábendingar um legástungur. Með því að mæla einnig estríól og hCG má auka bæði næmi og sértæki rannsóknarinnar. Aður en tekin er ákvörðun um slíka skimun, er hins vegar nauðsynlegt að tryggja, að aðstaða til erfðaráðgjafar, legástungna og litningarannsókna sé fyrir hendi fyrir þann hóp, sem þannig myndi bætast við. SUMMARY To explore the relationship between maternal s- AFP and fetal trisomy 21 in the second trimester in Iceland and to establish normal values for s-AFP for the National Hospital Biochemical Laboratory, s-AFP values for 1309 women that had undergone second trimester amniocentesis were examined retrospectively and the results presented as »multiples of medians« for different weeks of gestation. These values and the outcomes of the amniocentesis with regard to trisomy 21 were compared to risk tables presented by Cuckles et al, combining age and s-AFP risk. Down syndrome was found in ten out of 763 pregnancies (1.3%) with increased combined risk, compared with one Down syndrome in 546 pregnancies (0.2%) with decreased combined risk. It is suggested that screening for fetal chromosomal anomalies in all age groups should be considered in Iceland, either by s-AFP alone or in combination with hCG and estriol, as this has been shown in other studies to increase the sensitivity and the specificity of such screening. HEIMILDIR 1. Lorrin Lau H, Linkins SE. Alpha-fetoprotein. Am J Obstet Gynecol 1976; 124: 533-54. 2. Crandall BF, Lebherz TB, Freihube BS. Neural Tube Defects. Matemal Semm Screening and Prenatal Diagnosis. Ped Clin N Am 1978; 25: 619-29. 3. Wald NJ, Cuckle HS. Amniotic-fluid alpha-fetoprotein measurement in antenatal diagnosis of anencephaly and open spina bifida. Second report of the U. K. Collaborative Study on Alpha-fetoprotein in Relation to Neural Tube Defects. Lancet 1979; 2: 651-62. 4. Milunsky A. Prenatal Detection of Neural Tube Defects. JAMA 1980; 244: 2731-5. 5. Grace HJ, Gray R, Conradie JD. Prenatal detection of neural tube defects by matema! semm alphafetoprotein assay. S Afr Med J 1980; 60: 319- 24. 6. Grace HJ. Prenatal screening for neural tube defects in South Africa. S Afr Med J 1981; 60: 324-9. 7. Merkatz IR, Nitowsky HM, Macri JN, et al. An association between low matemal semm alpha- fetoprotein and fetal chromosomal abnormalities. Am J Obstet Gynecol 1984; 148: 886-94. 8. Hershey DW, Crandall BF, Schroth PS. Matemal semm alpha-fetoprotein screening of fetal trisomies. Am J Obstet Gynecol 1985; 153: 224-5.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.