Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1997, Síða 15

Læknablaðið - 15.05.1997, Síða 15
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 295 telja því nauðsynlegt að þeir sæki reglulega sérstök námskeið eigi þeir að geta viðhaldið þekkingu sinni og færni á þessu sviði. Ályktanir: Aðgengi að læknum er gott hér á landi. Álag og vaktaskyldur lækna eru mun meiri en tíðkast víða erlendis, sem að hluta stafar af úreltu fyrirkomulagi. Bæta má gæði og öryggi vaktþjónustunnar á ýmsum sviðum, en til þess að svo megi verða þurfa læknar að fá faglegar ráðleggingar, aðstoð og tíma til við- haldsnrenntunar á þessu sviði. Inngangur Heilsugæslunni er með lögum ætlað að veita heilbrigðisþjónustu allan sólarhringinn allt ár- ið um kring. Af þessum tíma eru 75% utan hefðbundinnar dagvinnu og þeim hluta er sinnt með skipulagðri vaktavinnu. Samfara örri tækniþróun og aukinni læknis- fræðilegri þekkingu hafa kröfur til vaktlækn- inga aukist bæði hjá fagfólki og almenningi (1,2). Samgöngum og fjarskiptum hefur fleygt fram, sem og ýmsum búnaði við lækningar. Má þar nefna endurlífgun og slysaþjónustu. Þessar breytingar hafa leitt til þess að vaktþjónusta utan sjúkrahúsa hefur tekið stakkaskiptum. Þetta hefur breytt vinnulagi vaktlækna veru- lega (3-5), í mörgum tilvikum án tilsvarandi umbunar. Sem dæmi má taka að í Bretlandi höfðu kröfur um læknisþjónustu utan venju- legs dagvinnutíma fimmfaldast á síðastliðnum 25 árum (6). Við mat á gæðum bráðaþjónustu er oft mið- að við útkallstíma. Rannsóknir á þessu sviði miðast þó gjarnan við sérhæfða bráðaþjónustu og útkallstíma sjúkrabíla í þéttbýli (7), en sam- bærilegar athuganir hafa ekki verið gerðar á bráðaþjónustu í heilsugæslunni. Nefndir á vegum læknasamtaka hafa lagt kapp á að semja gæðastaðla varðandi vakt- þjónustu (5,8), sem taka mið af rannsóknum á þessu sviði. Enda þótt formlegar tillögur um gæði vaktþjónustu hafi ekki verið gerðar hér á landi, hafa læknar leitast við að skapa aðstöðu sem svarar þörfum tímans. í fyrri rannsóknum á vaktþjónustu í heilsugæslunni hér á landi hef- ur verið varpað ljósi á samskiptaform, hvenær sjúklingar leita eftir þjónustu og hvers konar heilsufarsvandamál er um að ræða (9,10). Nán- ari vitneskju skortir hins vegar um gæði þjón- ustunnar og vinnuskilyrði þeirra sem sinna henni. Tilgangur þessarar rannsóknar var að at- huga skyldur, álag og bindingu heilsugæslu- lækna vegna vakta og sérhæfða þjálfun þeirra í ýmsum bráðatilvikum. Ennfremur að meta að- gengi þjónustu í bráðatilvikum. Efniviður og aðferðir Staðhættir og skipulag: Heilsugæslustöðvum á landinu öllu er skipt í H1 stöðvar, þar sem að jafnaði starfar aðeins einn læknir í senn og H2 stöðvar þar sem starfa tveir eða fleiri læknar samtímis. Auk þess eru nokkur sel eða H stöðvar þar sem læknir eða annað heilbrigðis- starfsfólk kemur reglulega og sinnir móttöku (11). Byggð á öllu landinu er skipt niður í þjón- ustusvæði sem tilheyrir einhverri heilsugæslu- stöð. Með þessum hætti er reynt að tryggja öllum landsmönnum heilbrigðisþjónustu allan sólarhringinn allt árið um kring. Við úrvinnslu gagna var svarendum skipt niður eftir stærð vaktsvæða. Skipulag vakta- mála í heilsugæslunni í Reykjavík hefur nokkra sérstöðu miðað við aðra staði á landinu. Borg- inni er skipt í ákveðin þjónustusvæði, en sam- eiginleg vakt er þó fyrir allt svæðið til húsa í Heilsuverndarstöðinni. Vaktlæknar á þessu svæði sinna einnig Kópavogi og Seltjarnarnesi og nær vaktsvæðið því til rúmlega 120 þúsund íbúa. Móttaka sjúklinga er á stöðinni á tímabil- inu 17.00-22.00. Auk þess hafa vaktlæknar bif- reið og bílstjóra til ráðstöfunar til þess að fara í vitjanir. Útköllum með sjúkrabíl (vegna slysa og endurlífgana) er sinnt af læknum Sjúkrahúss Reykjavíkur, Fossvogi. Vakthafandi heilsu- gæslulæknar á þessu svæði sinna því að jafnaði ekki slíkri bráðaþjónustu. Einungis þrjú önnur vaktsvæði á landinu hafa fleiri en 10 þúsund íbúa. Á Akureyri og nágrenni eru um 18 þúsund íbúar, Suðurnesin sameinast um eina vakt með um 15 þúsund íbúa og í Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaða- hreppi eru um það bil 26 þúsund íbúar. Á tveimur síðarnefndu svæðunum er heilsu- gæslustöð opin að loknum virkum vinnudegi og um helgar. Markhópur þessarar rannsóknar var allir starfandi heilsugæslulæknar þann 1. mars 1996 sem höfðu auk þess verið í starfi síðustu sex mánuði eða lengur. Samtals uppfylltu 143 læknar þessi skilyrði. Að undangengnum for- könnunum voru sendir út spurningalistar til ofangreinds hóps. Þeim fylgdi bréf um tilgang rannsóknarinnar. Nafnleynd var við svörun. Tveimur vikum síðar var send ítrekun og fjór-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.