Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1997, Síða 19

Læknablaðið - 15.05.1997, Síða 19
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 299 sem veitt var alvarlega veiku fólki. Viðhorf og menntun sjúkraflutningsmanna var mismun- andi eftir vaktsvæðum. Flestir (71%) töldu æskilegt að sjúkraflutningsmenn gætu gert sér- hæfða endurlífgun. Skipulag og gæðastaðall; Tafla IV sýnir nokkur atriði varðandi fyrirkomulag og gæði vegna vaktþjónustu á mismunandi svæðum. Á næststærstu vaktsvæðunum var aðeins í 14% tilvika föst regla að kenna nýjum læknum eða starfsmönnum á hjartarafstuðstæki. Þjálfun í endurlífgun: Flestir (78%) voru sammála þeirri fullyrðingu að regluleg nám- skeið í bráðalækningum (að minnsta kosti einu sinni á ári) ættu að vera hluti af faglegum kröf- um íviðhaldsmenntun starfandi heimilislækna. Enginn munur var á milli vaktsvæða í þessu samhengi. Nær allir (95%) töldu sig hafa við- unandi tök á að sinna fyrstu hjálp, en aðeins 56% á sérhæfðri endurlífgun (tafla V). Eins og sjá má á töflu V, voru endurlífganir sjaldgæfar og lítil reynsla skapast í því að setja niður barkarennu eða gefa hjartarafstuð. Umræða Vaktþjónustu heilsugæslunnar hefur verið sýndur aukinn og verðskuldaður áhugi, eins og fram kemur í fjölda nýrra greina (4,12,13) og rannsókna í virtum erlendum vísindaritum undanfarið (14-16). Vaktsvæðin: Það eru einkum þrjú atriði, sem vert er að gefa sérstakan gaum: a) Vaktin verður að vera skipulögð þannig að íbúar svæðisins búi við viðunandi öryggi og að sem minnst misræmi sé á milli landshluta eða vakt- svæða. b) Vaktin verður að vera fjárhagslega vel skipulögð fyrir samfélagið og c) hún verður að vera aðlaðandi og viðráðanleg fyrir læknana sem sinna henni. Til að mæta þessum þörfum hafa verið gerð- ar róttækar breytingar á vaktþjónustunni er- lendis síðasta áratuginn. Sem dæmi má nefna að í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku hafa vaktsvæði verið stækkuð, símaþjónusta sameinuð og vaktstöðvar með sjúklingamót- töku opnaðar (17,18). í staðli Norska læknafé- lagsins (8) er gerð fagleg krafa um móttöku á vaktstofu eða heilsugæslustöð á öllum vakt- dögum vaktsvæða með meira en 8000 íbúa. Borið saman við fyrirkomulagið erlendis eru flest vaktsvæði hér á landi óvenju fámenn og því óhagstæðar einingar fyrir opnar móttökur, enda hafa ekki verið gerðar verulegar breyt- ingar á vaktsvæðum hér á landi síðustu 30 ár. Einn af hornsteinum heimilislækninga er að veita samfellda þjónustu allan sólarhringinn allt árið. í víðari skilningi byggist samfelld læknisþjónusta meðal annars á sama þjónustu- stað, sameiginlegri sjúkraskrá og sama starfs- fólki (19). Veigamesti þátturinn í þessari sam- fellu er þó að sami læknirinn sjái um viðkom- andi aðila. Þegar á sjötta áratugnum var ljóst að vaktaálag var orðið það mikið að ekki var hægt að gera ráð fyrir að einn og sami læknir- inn sæi um svo umfangsmikla læknisþjónustu. Rannsóknir síðari tíma hafa sýnt að ef vakt- þjónustan er vel skipulögð, hefur sameining vaktsvæða og samstarf lækna um að dreifa vaktaálaginu á margar herðar ekki skert gæði þjónustunnar, enda er slíkt talið forsenda fyrir því að læknarnir gefist ekki upp á miðjum starfsaldri (4,20). Hins vegar hefur komið í ljós í nýlegri breskri rannsókn að fólk er ánægðara með vaktþjónustuna ef henni er sinnt af hópi heimilislækna borið saman við hóp utanað- komandi lækna (16). Aðgengileiki: Norðmenn gera kröfur um að sjúklingar geti náð í lækni innan fimm mínútna í bráðatilvikum (8), sem er sambærilegt og kemur fram í okkar rannsókn. Útkallstími vegna bráðatilvika í Reykjavík og á stærri vakt- svæðum hér á landi er sambærilegur eða betri en víða erlendis (21) eða faglegar kröfur gera ráð fyrir (8). Hins vegar er ljóst að víða í dreif- býlinu er þessi tími mun lengri, sem skýrist nær eingöngu af fjarlægðum og erfiðum samgöng- um. íslendingar verða því væntanlega áfram að sætta sig við þær áhættur, þar sem náttúrulegar aðstæður gera nær ókleift að bæta hér um. Alag og skyldur lækna: Síðasta breyting á vaktafyrirkomulagi danskra heimilislækna var gerð árið 1992 (4). Þar kemur fram að heimilis- læknar þar í landi þurfa ekki að vera á nætur- vakt oftar en einu sinni á 35 daga fresti og ekki oftar en 15 sinnum á kvöldvöktum (á tímabil- inu 16.00-22.00) á sama tímabili. í rannsókn héraðslæknisins í Vestfoldfylki í Noregi (17) kemur fram að læknar þar taka að meðaltali rúmar tvær vaktir á mánuði (svið:0 til 6). Ljóst er að álag á vaktlækna hér á landi, einkum úti á landi, er margfalt meira hvað varðar fjölda vakta, en meðal starfssystkina á hinum Norð- urlöndunum (18). Víða erlendis er gert að skilyrði að vakt- læknir sé sérfræðingur í heimilislækningum eða í slíku sérnámi og þá undir handleiðslu sér-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.