Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1997, Side 20

Læknablaðið - 15.05.1997, Side 20
300 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 fræðings (4,8). Rannsókn okkar sýndi að aðeins 76% læknanna voru með sérmenntun í greininni, svo enn skortir nokkuð á að við ná- um að uppfylla þær faglegu kröfur sem gerðar eru erlendis. Það var áberandi í könnun okkar hve fáir læknar voru ánægðir með laun á vöktum. Illa launuð vaktavinna, miðað við aðra vinnu, ásamt miklu vinnuálagi, er talin aðalástæða áhugaleysis lækna á að taka þátt í læknavökt- um. Forsenda góðrar vaktþjónustu er vel laun- uð vaktþjónusta og möguleiki fyrir lækninn að vera í fríi daginn eftir vakt (22). Ennfremur hafa erlendar rannsóknir sýnt að karlkyns læknar eru fúsir til að taka vaktir fram að fer- tugsaldri, en áhuginn dvínar verulega eftir það. Kvenkyns læknar, óháð aldri, vilja helst losna undan þátttöku í vöktum (17,23). Hér á landi eru heimilislæknar langflestir karlkyns og á miðjum aldri. Það má því búast við minnkandi áhuga á vaktavinnu þegar kvenkyns læknum fjölgar og engin endurnýjun verður í núverandi hópi heilsugæslulækna. Gæðakröfur: Umbætur á innra skipulagi vaktþjónustu sem og í annarri læknisþjónustu gerast ekki sjálfkrafa þar sem þær kosta bæði tíma og fyrirhöfn. Niðurstöður okkar sýna að hægt er að bæta um á ýmsum sviðum vaktþjón- ustunnar og er þá vert að hafa gæðastaðal Norska læknafélagsins til viðmiðunar (8). Það vekur vissar áhyggjur hve litla þjálfun heimilislæknar fá í endurlífgunum. Niðurstöð- ur okkar benda eindregið til þess að nauðsyn- legt sé að þeir fari á regluleg þjálfunarnám- skeið eins og krafist er erlendis (8). Efnislegu innihaldi slíkra námskeiða hefur þegar verið lýst (24). Sums staðar erlendis er starfsfólk sjúkrabíla þjálfað til að sinna sérhæfðri endur- lífgun. Niðurstöður okkar benda til þess að læknar hafi áhuga á slíkri aðstoð. Ályktanir: Álag og vaktaskyldur lækna hér á landi eru mun meiri en tíðkast víða erlendis. Niðurstöður okkar benda til að þetta stafi að hluta til af úreltu fyrirkomulagi og að brýn þörf sé á skipulagsbreytingum á vaktþjónustu líkt og gerðar hafa verið erlendis. Hægt er að auka gæði og öryggi vaktþjónustunnar á ýmsum sviðum, en til þess að svo megi verða þurfa læknar að fá faglegar ráðleggingar, aðstoð og tíma til viðhaldsmenntunar á þessu sviði. Þar sem þessi rannsókn var ekki úrtaksrann- sókn, heldur rannsókn sem náði til allra heilsu- gæslulækna á landinu, er líklegt að hún endur- spegli raunverulegt ástand og viðhorf lækna til vakta hérlendis. Þakkir Höfundar þakka heilsugæslulæknum fyrir þátttökuna og Erni Ólafssyni stærðfræðingi fyrir tölfræðilega úrvinnslu. HEIMILDIR 1. Heath I. General practice at night. The public must decide what sort of service it wants. BMJ 1995; 311: 466. 2. Beecham L. Night calls should be limited to genuine emergencies say GPs. BMJ 1994; 308: 1387-8. 3. Hurwitz B. Out of hours. Primary care needs a properly funded, well organised night time service (editorial). BMJ 1994; 309: 1593-4. 4. Olesen F, Jolleys JV. Out of hours service: the Danish solution examined. BMJ 1994; 309: 1624-6. 5. Mjell J. Fagutvalgets kvalitetsindikatorer pá god lege- vakt. Tidsskr Nor Lægeforen 1994; 114: 3252-3. 6. Salisbury C. Visiting through the night. BMJ 1993; 306: 762-4. 7. Blængsdóttir GH, Þorgeirsson G. Sérhæfð endurlífgun utan spítala á Reykjavíkursvæðinu 1987-1990. Lækna- blaðið 1994; 80: 381-6. 8. Legevakt. APLF. Alment praktiserende lægers foren- ing. Lysaker, Norge, 1996. (ISBN 82-90921-37-3) 9. Sigurðsson G, Magnússon G, Sigvaldason H, Tulinius H, Einarsson I, Ólafsson Ó. Egilsstaðarannsóknin. Sjúkraskrár fyrir heilsugæslustöðvar og tölvufærsla upp- lýsinga. Heilbrigðisskýrslur. Fylgirit 1980, nr.l. Reykja- vík: Landlæknisembættið, 1980. 10. Sigurðsson EL, Jónasson B. Könnun á vaktlæknisþjón- ustu í Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðahreppi. Læknablaðið 1993; 79: 287-92. 11. Magnúsdóttir IR. Heilsugæslustöðvar. Rit Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins 1/1985. 12. Andersen JS, Jensen PB, Christensen MB. Forskning i lægevagten. Praeticus 1996; 108: 332-4. 13. Hallam L. Out of hours primary care. Variable service provision means inequalities in access and care (edi- torial). BMJ 1997; 314: 157-8. 14. Cragg DK, Campbell SM, Roland MO. Out of hours primary care centres: eharacteristics of those attending and declining to attend. BMJ 1994; 309: 1627-9. 15. Salisbury C. Observational study of general practice out of hours cooperative: measures of activity. BMJ 1997; 314: 182-6. 16. McKinley RK, Cragg DK, Hastings AM, French DP, Manku-Scott TK, Campbell SM, et al. Comparison of out of hours care provided by patientss own general practitioners and commercial deputising services: a ran- domised controlled trial. II: the outcome of care. BMJ 1997; 314: 190-3. 17. Otterstad HK. Legevakt i allmennlegetjenesten i Vest- fold. Beskrivelse og analyse. Tidsskr Nor Lægeforen 1991; 111: 1749-51. 18. Christensen MB, Olesen F. Vaktlægeordninger i Norge, Sverige, Finland og Danmark. Nord Med 1995; 110:127- 31. 19. Hjortdahl P. Ideology and reality of continuity of care. Fam Med 1990; 22: 361-4. 20. Sunde HG. Kvalitetssikring av legevaktarbeid. Tidsskr Nor Lægeforen 1995; 115: 1104-6. 21. Rytter E, Sæther E. Legevakt i Norge. Tidsskr Nor Lægeforen 1992; 112: 3688-91. 22. Hallam L, Cragg D. Organisation of primary care ser-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.