Læknablaðið - 15.05.1997, Side 32
Organon
Ungar konur vilja gjarnan lifa öruggu kynlífi án þess
að það hafi hættu á þungun í för með sér. Margar
konur velja því p-pilluna sem getnaðarvörn.
Ungar konur vilja einnig hafa möguleika á að
segja nei við meira hormónamagni en nauðsynlegt er.
Þess vegna velja stöðugt fleiri læknar þá p-pillu sem inni-
heldur minnsta virka magn af östrógeni:' Mercilon.
/Z(2í'/t/ á c/i/ii (/() /ií /n ci/'tf
ö,sf/ii)ac/i e// // ftttr/vty/t/cf/f e/*
Mercilon inniheldur aðeins 20 pg etinýlestradíól
samanborið við 30 pg innihald forveranna, en við lang-
tímameðferð bíður hún upp á sama öryggi og stjórnun á
tíðahring. Það er vegna hins virka efnisins, desógestrel,
sem er afar sérhæft gestagen með öfluga verkun gegn
egglosi.’ Því er hið litla magn östrógensins nægjanlegt.
Samt sem áður taka margar ungar konur 50% meira
östrógen daglega en þörf er á. Flestar þeirra vita það
bara ekki - ennþá.
Witdtoiv
20 pg ethinýlestradíól
og 150 pg desógestrel er nægjanlegt.
Mercilon Organon, 880091 TÖFLUR: G 03 A A
09 R 0 Hver tafla inniheldur: Desogestrelum INN
0,15 mg, Ethinylestradiolum INN 20 mikróg.
Eiginleikar: Blanda af östrógeni og gestageni í
litlum skömmtum. Við langtímameðferð veitir lyfið
jafngóða getnaðarvörn og þegar stærri hormóna-
skammtar eru notaðir. Desógestrel hefur gesta-
genverkun, en hefur jafnframt minni andrógen-
verkun en flest skyld lyf. Lyfið kemur í veg fyrir
getnað með því að hindra egglos, hindra festingu
eggs við legslímhúð og breyta eiginleikum sltms í
leghálsopi. Ábendingar: Getnaðarvörn. Frá-
bendingar: Þar sem lyfið eykur storknunartil-
hneigingu blóðs, á ekki að gefa það konum með
æðabólgur í fótum, slæma æðahnúta eða sögu
um blóðrek. Lifrarsjúkdómar. Öll æxli, ill- eða
góðkynja, sem hormón geta haft áhrif á. Sykur-
sýki og háþrýstingur geta versnað. Tíðatruflanir af
óþekktri orsök. Grunur um þungun. Auka-
verkanir: Vægar: Bólur (acne), húðþurrkur, bjúgur,
þyngdaraukning, ógleði, höfuðverkur, mígreni
þunglyndi, kynkuldi, sveppasýkingar (candidiasis)
í fæðingarvegi, útferð, milliblæðing, smáblæðing,
eymsli í brjóstum. Porfyria. Alvarlegar: Æðabólgur
og stíflur, segarek (embolia) til lungna, treg
blóðrás í bláæðum. Háþrýstingur. Sykursýki.
Tíðateppa í pilluhvíld. Varúð: Konum, sem reykja,
er miklu hættara við alvarlegum aukaverkunum af
notkun getnaðarvarnataflna, en öðrum. Milli-
verkanir: Getnaðarvarnatöflur hafa áhrif á virkni
ýmissa lyfja, t.d. blóðþynningarlyfja, lyfja gegn
sykursýki o.fl. Barbitúrsýrusambönd, lyf gegn
flogaveiki og rífampicín geta hins vegar minnkað
virkni getnaðarvarnataflna, séu þau gefin
samtlmis. Einnig hafa getnaðarvarnalyf áhrif á
ýmsar niðurstöður mælinga í blóði, svo sem
hýdrókortlsóns, skjaldkirtilshormóns, blóðsykurs
o.fl. Skammtastærðir: Meðferð hefst á 1. degi
tíðablæðinga, og er þá tekin ein tafla á dag í 21
dag samfleytt á sama tíma sólarhringsins. Slðan
er 7 daga hlé, áður en næsti skammtur er tekinn
á sama hátt og áður. Pakkningar og verð: 21
stk. x 3 (þynnupakkað); Verð í janúar 1996: 2091
kr.
Skráning lyfsins er bundin því skilyrði, að
leiðarvísir á íslenzku fylgi hverri pakkningu
með leiðbeiningum um notkun þess og var-
naðarorð.
Heimildir:
Sérlyfjaskrá 1996
2) Berg, M. op ten,: Desogestrel: using a selec-
tive progestogen in a combined oral contracep-
tive. Advances in Contraception 7 (1991) 241-
250.
Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Pharmaco
hf., Hörgatúni 2, 210 Garðabæ, sími 565-8111.
Pharmaco