Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1997, Side 33

Læknablaðið - 15.05.1997, Side 33
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 311 máta sjálfsögð og eðlileg; hvað ætti læknir að hafa að leiðarljósi við mat sitt á hagsmunum sjúklingsins annað en dómgreind sína og þekk- ingu? Svar Hippókratesar við þessari spurningu blasir við: ekkert, nema þá kannski ráð starfs- bræðra sinna. í samræmi við þetta ráðlagði Hippókrates lærisveini sínum að gegna skyld- um sínum „rólega og af vandvirkni og meðan þú sinnir sjúklingnum skaltu leyna honum sem flestu. Gefðu nauðsynleg fyrirmœli glaðlega og heiðarlega, og beindu athygli hans frá því sem þú ert að gera við hann; stundum þarf að ávíta afeinurð og hluttekningu, ogstundum að hug- hreysta afumhyggju og athygli, en gefa þó ekk- ert til kynna um ástand sjúklingsins eða bata- horfur“(5). Pessi kafli er einstaklega lýsandi dæmi um það sem bandaríski geðlæknirinn Jay Katz hefur kallað „hinn þögla heim læknis og sjúklings" (6). Þau ráð sem Hippókrates gefur hér um samskipti læknis og sjúklings virðast hafa dugað læknum langt fram á þessa öld og því er saga læknislistarinnar að verulegu leyti „saga þagnarinnar“, eins og Katz kemst að orði. Jafnframt, og af sömu meginástæðu, hef- ur samband læknis og sjúklings lengstum ein- kennst af föðurlegri forræðishyggju læknisins sem forðast hefur að ræða við sjúklinginn um ástand hans og batahorfur og hefur einungis gert það sem hann hefur talið skjólstæðingi sínum til gagns og nytsemdar, eftir því sem dómgreind hans og þekking hafa frekast fengið ráðið. Eiginlega er það ekkert skrítið að forræðis- hyggjan skuli hafa haldið velli svo lengi sem raun ber vitni. Hún virðist meira að segja liggja nánast í hlutarins eðli. Þetta segi ég í ljósi þess að fólk leitar til heilbrigðisstétta vegna þess að það á í vanda sem það ræður ekki fram úr sjálft. Fagfólkið býr yfir sérþekkingu og kunn- áttu sem gerir því kleift að greina þennan vanda og greiða úr honum ef vel tekst til. Það er sjálfsögð skylda fagmanneskjunnar að beita þekkingu sinni og kunnáttu með bestu hags- muni sjúklings að leiðarljósi. Lengst af var það talið vera hluti þessarar skyldu að hlífa sjúk- lingnum við því óöryggi og þeim áhyggjum sem kunna að fylgja því að fá upplýsingar um sjúk- dómsástand sitt og þurfa að taka þátt í ákvörð- unum um eigin meðferð. Velviljuðustu forræð- ishyggjumenn telja það rangt að íþyngja sjúk- lingnum með þessum hætti. Hann eigi að fá að leggjast áhyggjulaus undir læknishendur, ör- uggur í þeirri trú að bestu hagsmuna hans verði gætt. Hin annars sígilda hugmynd Mills í Frels- inu að hver maður sé „sjálfur best til þess fallinn að vaka yfir velferð sinni til líkama eða sálar" (7) virðist í þessu tiltekna samhengi einfaldlega röng. Þetta sjónarmið kann að þykja raunsætt og jafnvel að hljóma sannfærandi en það er sann- arlega ekki án vandkvæða. Alvarlegasti veik- leikinn sem forræðishyggjan þjáist af er að hún leggur að jöfnu faglega þekkingu og mat á því hverjir bestu hagsmunir sjúklingsins séu. Þess vegna nægi þekking fagmannsins honum til að ákveða í hverju tilviki hvað sé rétt að gera. Meginbreytingin sem átt hefur sér stað í hugs- un um þessi mál á síðasta aldarfjórðungi eða svo er sú að hagsmunir sjúklings verði ekki metnir nema með hliðsjón af sjálfsskilningi og verðmætamati hans sjálfs. Þetta er ekki vegna þess að sjúklingurinn hafi enga hlutlæga hags- muni og þeir séu algjörlega komnir undir hans eigin mati. Ég á við það að sjálfsákvörðunar- réttur ákvörðunarhæfs sjúklings tilheyrir grundvallarhagsmunum hans og þess vegna er hægt að skaða hann með því einu að virða ekki sjálfræði hans eða sjálfsákvörðunarrétt. í ljósi þessa er það siðfræðileg krafa í heilbrigðisþjón- ustu að virkja sjúklinga til þátttöku í ákvörð- unum um eigin meðferð. Aðalatriðið er að hversu góð rök sem fagfólk kann að hafa fyrir því hvað sé sjúklingi fyrir bestu, þá duga þau ekki til að ákveða hvað beri að gera. í því skyni þarf líka að þekkja vilja sjúklingsins. Önnur villa sem forræðishyggjan byggir á er að upplýsingar til sjúklinga og hlutdeild þeirra í ákvörðunum valdi þeim óöryggi og áhyggjum. Rannsóknir benda til að slæm áhrif upplýsinga á sjúklinga séu stórlega ofmetin (8). í langflest- um tilvikum auðveldar vitneskjan sjúklingi að skilja sjúkdóminn og að bera skynbragð á líðan sína. Jafnframt því er honum gert kleift að verða ábyrgur þátttakandi í hjúkrun sinni eða læknismeðferð og hann verður samvinnuþýð- ari fyrir vikið. Það styrkir því yfirleitt meðferð- arsambandið að skýra sjúklingi heiðarlega frá sjúkdómsástandi, meðferðarúrræðum og bata- horfum. En mikilvægustu siðfræðilegu rökin fyrir því að upplýsa sjúkling um ástand sitt er að það verndar stöðu hans sem manneskju. Sá sem velkist í vafa eða vanþekkingu verður enn háðari heilbrigðisstarfsfólki en ella og jafn- framt eykst hættan á því að hann verði misrétti beittur.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.