Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1997, Page 37

Læknablaðið - 15.05.1997, Page 37
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 315 sjúkdóminn. Sjúklingurinn veit meira um þarfir sínar“, skrifar Jay Katz (17). Báðir aðilar verða að leggja sitt af mörkum því þeir bæta hvor upp annars vanþekkingu. Af eðlilegum ástæðum reynir þó meira á samræðulist fagmannsins sem felst ekki síst í því að geta hlustað og sett sig í spor viðmælandans. Einungis þannig getur samræðan orðið að sameiginlegri umhugsun um vandann með hagmuni sjúklingsins að leið- arljósi (18). Þarmeð stuðlarhannlíka að síðara meginmarkmiði samráðs í heilbrigðisþjónustu sem ræðst af þeirri staðreynd að sjúklingurinn þjáist oft af ótta og áhyggjum og þarfnast því ekki bara upplýsinga heldur skilnings og hlut- tekningar. I mörgum tilvikum getur slíkt sam- ráð líka haft meðferðargildi fyrir fagmanneskj- una því það dregur úr hættunni á því að hún brynji sig fyrir vandamálum, lokist inni með tilfinningar sínar og „kulni". Af þessu má ráða að krafan um samráð í heilbrigðisþjónustu einskorðast ekki við ein- stakar aðgerðir og þátttöku í rannsóknum. Samráð er ferli sem tekur tíma og myndar gagnkvæmt traust milli sjúklings og fagmanns. Þegar slíkt traust hefur verið byggt upp á heiðarlegan og einlægan hátt er fyrst kominn ábyggilegur grundvöllur fyrir erfiðar ákvarð- anir um takmörkun á meðferð við lok lífs, svo dæmi sé tekið. Mér er þó fyllilega ljóst að samráð í þeim skilningi sem ég hef hér reifað gerir kröfur bæði um persónulega eiginleika og um fyrirkomulag á sjúkrastofnunum sem erfitt geti reynst að verða við. Hinir persónulegu eiginleikar sem eru nauðsynlegir til samráðs og samræðna ná ekki að dafna sem skyldi bæði vegna þeirra viðhorfa sem eru ríkjandi í menntun lækna þar sem samskiptaþátturinn er vanræktur og vegna þess vinnulags sem þeir temja sér í starfi. Vinnulagið verður ekki að- skilið frá skipulagi sjúkrastofnana sem að margra mati gerir samráðsleiðina ófæra, meðal annars vegna tímaskorts fagfóksins. Sé þetta rétt verða leiðbeiningar á borð við þær sem hér eru kynntar ekki annað en veikburða vörn fyrir hagsmuni sjúklinga. En það væri rangt að horfa framhjá því að þessar tillögur fela jafn- framt í sér vísi að stórmerkum framförum í samskiptum sjúklinga og heilbrigðisstétta, því að allar staðfesta þær þann nýja hugsunarhátt að hagsmunir sjúklings verða ekki tryggðir nema sjálfræði hans sé virt. TILVÍSANIR 1. A málþinginu voru kynntar tillögur Siðaráðs landlæknis um eftirtalin efni: leiðbeiningar um takmörkun á með- ferð við lok lífs, skriflegt samþykki sjúklinga fyrir skurð- aðgerðum og upplýst samþykki fyrir þátttakendur í vís- indarannsóknum. Siðaráðið taldi að sameiginlega inn- takið í þessum tillögum væri hugmyndin um aukið samráð heilbrigðisfagfólks og skjólstæðinga þeirra og helgaðist yfirskrift málþingsins af því. Tillögurnar hafa nú verið gefnar út sem formleg tilmæli landlæknis- embættisins. 2. Arnason V. Siðfræði lífs og dauða. Erfiðar ákvarðanir í heilbrigðisþjónustu. Reykjavfk: Rannsóknastofnun í siðfræði. 1993, einkum kafli 1.1. 3. Læknaeiðurinn er til dæmis birtur í (2) bls. 66. 4. Frankena W. Ethics. Englewood Cliffs, NJ: Prentice- Hall, 1973: 47. 5. Heimild mín fyrir þessum kafla úr ritum Hippókratesar er bók eftir Ruth Macklin, Mortal Choices. Boston: Houghton Mufflin Co, 1987: 9. 6. Katz J. The Silent World of Doctor and Patient. New York: The Free Press, 1984. 7. Mill JS. Frelsið. Jón Hnefill Aðalsteinsson og Þorsteinn Gylfason þýddu. Reykjavík: Hið íslenzka bókmennta- félag, 1970: 50. 8. Sissela Bok. Lying. Moral Choice in Public and Private Life. New York: Vintage Books, 1979: 247. 9. Hringborðsumræður Læknablaðsins V. Appleton yfir- lýsingin: Leiðbeiningar um það hvenær láta megi hjá líða að veita læknisfræðilega meðferð. Læknablaðið 1989; 75: 313-27. 10. Ég vil slá þann varnagla við þessa útleggingu mína á orðum Sigurðar að hann lét þau falla í umræðum og eru ekki endilega til marks um yfirvegaða afstöðu hans. 11. í sumum tilvikum koma að sjálfsögðu fleiri en einn kost- ur til álita sem hægt er að færa ámóta góð rök fyrir, og í slíkum tilvikum á sjúklingurinn einfaldlega að ráða. 12. Sbr. Guðmund Heiðar Fnmannsson, „Sjálfræði". Erindi siðfræðinnar, ritstj. Róbert Haraldsson. Reykjavík: Rannsóknarstofnun í siðfræði, 1993: 154. 13. Þetta er í samræmi við frelsisreglu Mills: „Um eigin málefni sín á hver einstakur að vera æðsti dómari. Aðrir menn geta, beðnir sem óbeðnir, ráðlagt honum til að hvessa dómgreind hans og hvatt hann til að styrkja vilja hans. En hans er að dæma.“ í (7) bls. 142. 14. Sjá ítarlega umræðu í 3. kafla í (2). 15. Þessa spurningu ræði ég í kafla 3.5 í (2). 16. Sjá nánar um þetta atriði grein mína ,,‘Deyðu á réttum tíma’. Siðfræðiogsjálfræöi íljósi dauðans". Skírnirl990: 288-316. 17. Sjá bls. 102 í (6). 18. Sjá nánar grein mína „Towards Authentic Conversa- tions: Authenticity in the Patient-Professional Relation- ship“. Theoretical Medicine 1994; 15: 221-A2.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.