Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1997, Side 65

Læknablaðið - 15.05.1997, Side 65
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 339 Fréttatilkynning „Öldrunaruppvinnsla“ á Norðurlöndum hugsað til sérgreinarfélags í Bandaríkjunum, College of American Pathologists (CAP), sem rekur aukaskrifstofu í Was- hington D.C. til að vera nálægt þinginu og ráðuneytum. Á ár- legu CAP námsskeiði fyrir meinafræðinga, „Pathologists and Politicians - Partners in Progress“, kemur fram að það er ekki hægt að ætlast til að allir stjórnmálamenn hafi fyrirfram vit á læknisþjónustu, heldur verður að leiðbeina þeim í sum- um málum. Ameríkaníseríng? Það skal varað við því að kalla þessa hugmynd „amerík- aníseríngu1'. Pað bæri vott um sjónsviðsskort. Til dæmis njóta sumir Ameríkanar ókeypis læknisaðstoðar á ríkis- og borg- arsjúkrahúsum og fjölmargir Danir hafa einkasjúkratrygg- ingu. Clinica Medica er til í flestum löndum í einhverri mynd. Það hlýtur að vera hollt öllum opinberum rekstri að búa við samkeppni frá einkageiran- um. Björn Logi Björnsson Sími: 564 4950 Nýr landlæknir Dana Einar Kragh hefur nýlega verið ráðinn til starfa sem landlæknir í Danmörku. Einar er Læknablaðinu að góðu kunnur en hann var áður aðalritstjóri danska læknablaðsins, Ugeskrift for læger. Læknablaðið óskar Einari velfarnaðar í nýju starfi. Komið er út á vegum Heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins rit um öldrunarmat á Norðurlöndum ásamt viðauka með íðorðalista um íslenskuð heiti yfir þau hugtök sem notuð eru í öldrunarmatinu. Öldrun- armatið er tveggja ára sam- vinnuverkefni kennara í öldrun- arlækningum á Norðurlöndum. Grunntextinn var unninn á ensku og hefur hann nýlega verið birtur (1). Ráðgert er að textinn verði þýddur á öll tungumál Norðurlandanna og er sá íslenski fyrstur til að líta dagsins ljós. Hluti þessarar vinnu var birtur á 12. þingi Fé- lags íslenskra lyflækna og ágrip þess í Læknablaðinu (2). Öldrunarmati á Norðurlönd- um er skipt í nokkra kafla: 1. Samsetning og ferli vinnu- hópsins um öldrunarmat. 2. Staða öldrunarlækninga á Norðurlöndum. Skilgreining öldrunarlækninga og öldrun- arlækningar sem vísinda- grein. Fjallað er um tegundir öldrunarþjónustu og áhersluatriði öldrunarlækn- inga. 3. Gerð er grein fyrir þeim ástæðum sem réttlæta nor- rænar leiðbeiningar um öldr- unarmat. 4. Fjallað er um gagnsemi fjöl- þátta öldrunarmats og með- ferðar. Tekið er saman yfirlit yfir þær samanburðarrann- sóknir sem birtar hafa verið um efnið og lýst marksetn- ingu öldrunarmatsins. 5. Öldrunarteymið er skil- greint, sagt frá uppbyggingu þess og hinu hugmynda- fræðilega líkani sem það er byggt á. Verksviði einstakra meðlima er lýst nánar og fjallað um þá þætti sem gera ferli þess skilvirkt. 6. Lýst er mælikvörðum og gátlistum, sem notaðir eru við mælingar á færni. Mælt er með sérstökum kvörðum fyrir athafnir daglegs lífs, hreyfifærni, skilvitund, geðslag og aðra samsetta kvarða. Islensku heitin voru unnin í samvinnu við Jóhann Heiðar Jóhannsson lækni, sem á sæti í Orðanefnd læknafélaganna. Reynt var að þýða hin erlendu hugtök á sem ljósastan hátt og voru stundum notuð fleiri en eitt orð íslenskt til þess að þýða hið erlenda. Þetta tókst að mestu leyti nema með hugtakið „work-up“, sem er notað í enska heiti verkefnisins. Fyrir það kom til greina að nota orð einsog uppvinnsla, uppgjör, að- gerð, atlaga, aðferð, samantekt eða eitthvað þvílíka. Ekkert þessa orða þótti við hæfi og var því sleppt í þýðingunni. Ritinu Öldrunarmat á Norð- urlöndum verður dreift til allra heilsugæslustöðva og öldrunar- stofnana í landinu, svo og til fé- laga Öldrunarfræðafélags ís- lands. Einnig er ráðgert að nota það við kennslu læknanema. Hægt verður að nálgast um- frameintök á skrifstofu heil- brigðisráðuneytisins. Heimildir 1. Dan Med Bull 1996; 43; 350-9. 2. Lbl 1996; 82 Fylgirit 31: 60-1.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.