Læknablaðið - 15.05.1997, Page 69
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
341
Formanni tryggingaráðs svarað
Bolli Héðinsson formaður
tryggingaráðs heldur því fram í
Morgunblaðinu þann 20. apríl
síðastliðinn að það hafi verið að
ósk læknasamtakanna að að-
gengi sérfræðinga hefði verið
takmarkað inn á samning
Læknafélags Reykjavíkur (LR)
og Tryggingastofnunar ríkisins
(TR) um sérfræðilæknishjálp.
Ekkert er fjær sannleikanum og
mótmælir samninganefnd LR
harðlega þessum ummælum
sem hreinum rangfærslum. I öll-
um samningaviðræðum á milli
aðila hefur það verið samninga-
nefnd TR sem hefur beitt sér
fyrir takmörkuðu aðgengi sér-
fræðinga en ekki læknasamtök-
in. Formaður Læknafélags Is-
lands kom sérstaklega á samn-
ingafund til að leggja áherslu
á andstöðu læknasamtakanna
við aðgengishindranir. Eftir
margra missera samningsþóf
var að nokkru látið undan kröfu
TR en þó með þeim fyrirvara
sem kom fram í bókun for-
manns LR með samningnum að
allir sérfræðingar með hefð-
bundna sérfræðiþjónustu gætu
unnið eftir samningnum.
Reynsla lækna af framkvæmd
samningsins hefur verið slæm.
Því sagði LR upp samningum
frá 1. apríl síðastliðnum. Niður-
stöðu Samkeppnisstofnunar um
að óheimilt sé að takmarka að-
gengi sérfræðinga í læknisfræði
hefur LR áður opinberlega
fagnað.
Ólíklegt verður að teljast að
formaður tryggingaráðs fari
með vísvitandi rangfærslur.
Líklegra er að honum sé ekki
kunnugt um stefnu og störf
samninganefndar TR. í mál-
flutningi fyrir Samkeppnis-
stofnun kemur berlega fram
það álit TR að nauðsynlegt sé
að takmarka þann fjölda sér-
fræðinga sem sinna eigi sér-
fræðiþjónustunni. Eftir að úr-
skurður áfrýjunarnefndar Sam-
keppnisstofnunar lá fyrir sagði
Kristján Guðjónsson deildar-
stjóri TR í Ríkisútvarpinu að
aðgangstakmarkanir með nú-
verandi hætti séu ólögmætar en
gefið væri undir fótinn með að
stofnunin geti „haft aðgangs-
takmarkanir svo framarlega
sem þær séu öðruvísi“. Af þess-
um ummælum er ljóst hvað sem
formaður Tryggingaráðs hefur
um málið að segja að læknasam-
tökin munu áfram þurfa að berj-
ast gegn því að læknum sem
veita hefðbundna sérfræðiþjón-
ustu sé meinað að starfa.
Reykjavík, 22. apríl 1997
Samninganefnd LR um
sérfræðilæknishjálp
Stjórn Siðfræðiráðs LÍ svarað
í síðasta tölublaði Lækna-
blaðsins hvetur ofangreint ráð
lækna til að gæta sérstakrar var-
úðar vegna þátttöku í auglýsing-
um. Ráðið telur læknum ósam-
boðið og ósæmandi að vekja á
sér ótilhlýðilega athygli og vitn-
ar þar í siðareglur lækna.
Undanfarið hafa auglýsingar
með íslenskum læknum verið
áberandi og séu þær tilefni
ályktunar ráðsins lýsi ég yfir
áhyggjum, ekki bara vegna um-
vöndunar ráðsins á gjörðum
fólks utan vinnutíma heldur
einnig og enn meir af skyn-
bragði þess á tilhlýðilegheitum.
Samkvæmt skilgreiningu
ráðsins ætti enginn læknir að
láta sjá sig á almannafæri.
Legg ég til að Siðfræðiráð
Læknafélags íslands verði lagt
niður og láti aldrei í sér heyra,
hvorki í tali né riti.
Máli mínu til stuðnings vitna
ég til almennra siðareglna um
friðhelgi fólks og einkalíf.
Auðmjúkur útvörður
Önundarfjarðarhéraðs,
Lýður Arnason
Yfirlýsing fi
Læki
Stjórn Siðfræðiráðs Ll vill i
sérstakrar varúðar ef þeir er
Samkvæmt siðareglum læk
lega athygli. Stjórn Siðfræð
vafamál.
c