Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.1998, Side 8

Læknablaðið - 15.07.1998, Side 8
532 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 bundinnar læknisfræði, sem byggir á samskipt- um sjúklings og læknis. Læknirinn hlustar á sögu sjúklings, hann skoðar sjúklinginn og not- ar til þess skynfæri sín, hann horfir, hlustar og þreifar til sjúkdómsgreiningar og leggur til meðferðarúrræði sem miða að lausn vandantála sjúklingsins. í fjarlækningum er þetta ferli brotið upp enda er það eitt af grundvallaratrið- um fjarlækninga að sá einstaklingur sem er í snertingu við sjúkling sé ekki læknir heldur einungis fjarstýrð hönd læknisins, sem stjórnar gjörðum hans um langan veg með aðstoð fjar- skipta. Þetta opnar algerlega ný, lagaleg sjónar- horn þar sem skilgreina verður upp á nýtt ábyrgð læknis við greiningu og meðferð sjúk- linga. Lögin verða að auki að vera sniðin að lögum annarra landa um svipað efni því fjar- lækningar snúast um fjarlægðir og ekki er ólík- legt að læknisfræðilegar ráðleggingar til er- lendra aðila utan lögsögu landsins verði al- gengar er fram líða stundir. Af hálfu Evrópu- sambandsins er verið að vinna að lagasetningu um þessa þætti og er mikilvægt að fylgjast vel með á því sviði. Fjarlækningar hafa náð fótfestu hér á landi í röntgenmyndgreiningu og er hugtakið tele- röntgen vel þekkt. Töluverð þróunarvinna hef- ur átt sér stað hérlendis vegna þessa um nokk- urra ára skeið og hafa röntgenlæknar þegar not- fært sér þá möguleika að lesa úr röntgenmynd- um fjarri sjúklingi og samskiptastað. Atburða- rásin gerist nú hröð innan fjarlækninga og hafa stjórnendur heilbrigðiskerfisins þegar hafist handa við að nýta þá möguleika sem í fjarlækn- ingum felast enda er eins og fjarlækningar séu sniðnar fyrir ísland. Strjálbýli og víðáttum landsins, þar sem tilhneiging er til samsöfnunar sérfræðiþekkingar á fáa staði, má mæta með fjarlækningum svo ekki sé minnst á þá mögu- leika er felast í fjarlækningum sem lausn á heil- brigðisvandamálum sjófarenda. Þeir sem bera ábyrgð á kennslu lækna mega heldur ekki sofna á verðinum og ættu fjarlækningar að verða fast- ur þáttur í námi lækna innan læknadeildar á komandi árum. Fjarlækningar hafa þegar öðlast sess innan læknisfræðinnar og mun þessi þáttur fara vax- andi í starfsumhverfi lækna í framtíðinni og þurfa því stjórnendur sjúkrahúsa að sjá til þess að þær finnist í starfslýsingu lækna er á sjúkra- húsunum starfa í framtíðinni. Hannes Petersen
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.