Læknablaðið - 15.07.1998, Page 8
532
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
bundinnar læknisfræði, sem byggir á samskipt-
um sjúklings og læknis. Læknirinn hlustar á
sögu sjúklings, hann skoðar sjúklinginn og not-
ar til þess skynfæri sín, hann horfir, hlustar og
þreifar til sjúkdómsgreiningar og leggur til
meðferðarúrræði sem miða að lausn vandantála
sjúklingsins. í fjarlækningum er þetta ferli
brotið upp enda er það eitt af grundvallaratrið-
um fjarlækninga að sá einstaklingur sem er í
snertingu við sjúkling sé ekki læknir heldur
einungis fjarstýrð hönd læknisins, sem stjórnar
gjörðum hans um langan veg með aðstoð fjar-
skipta. Þetta opnar algerlega ný, lagaleg sjónar-
horn þar sem skilgreina verður upp á nýtt
ábyrgð læknis við greiningu og meðferð sjúk-
linga. Lögin verða að auki að vera sniðin að
lögum annarra landa um svipað efni því fjar-
lækningar snúast um fjarlægðir og ekki er ólík-
legt að læknisfræðilegar ráðleggingar til er-
lendra aðila utan lögsögu landsins verði al-
gengar er fram líða stundir. Af hálfu Evrópu-
sambandsins er verið að vinna að lagasetningu
um þessa þætti og er mikilvægt að fylgjast vel
með á því sviði.
Fjarlækningar hafa náð fótfestu hér á landi í
röntgenmyndgreiningu og er hugtakið tele-
röntgen vel þekkt. Töluverð þróunarvinna hef-
ur átt sér stað hérlendis vegna þessa um nokk-
urra ára skeið og hafa röntgenlæknar þegar not-
fært sér þá möguleika að lesa úr röntgenmynd-
um fjarri sjúklingi og samskiptastað. Atburða-
rásin gerist nú hröð innan fjarlækninga og hafa
stjórnendur heilbrigðiskerfisins þegar hafist
handa við að nýta þá möguleika sem í fjarlækn-
ingum felast enda er eins og fjarlækningar séu
sniðnar fyrir ísland. Strjálbýli og víðáttum
landsins, þar sem tilhneiging er til samsöfnunar
sérfræðiþekkingar á fáa staði, má mæta með
fjarlækningum svo ekki sé minnst á þá mögu-
leika er felast í fjarlækningum sem lausn á heil-
brigðisvandamálum sjófarenda. Þeir sem bera
ábyrgð á kennslu lækna mega heldur ekki sofna
á verðinum og ættu fjarlækningar að verða fast-
ur þáttur í námi lækna innan læknadeildar á
komandi árum.
Fjarlækningar hafa þegar öðlast sess innan
læknisfræðinnar og mun þessi þáttur fara vax-
andi í starfsumhverfi lækna í framtíðinni og
þurfa því stjórnendur sjúkrahúsa að sjá til þess
að þær finnist í starfslýsingu lækna er á sjúkra-
húsunum starfa í framtíðinni.
Hannes Petersen