Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.1998, Page 10

Læknablaðið - 15.07.1998, Page 10
534 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Niðurstöður: Þrjátíu og eitt barn greindist með slagæðavíxlun á tímabilinu, þar af höfðu 29 fullkomna víxlun (D-TGA). Eftirlitstími er frá 11 mánuðum til 21 árs (miðgildi 13 ár). Ný- gengi reyndist einn á hverjar 3681 fæðingar, kynhlutfall 2,4 drengir á hverja telpu. í 11 tilvikum var hjartaþræðing notuð til sjúkdómsgreiningar, en frá 1984 hefur sjúk- dómurinn í öllum tilvikum verið greindur með ómskoðun. Tuttugu og eitt barn hafði full- komna slagæðavíxlun eingöngu, en þegar einn- ig voru til staðar aðrir hjartagallar var oftast um op í sleglaskilum (ventricular septal defect) að ræða. Gáttaskilarofsaðgerð (balloon atrial septostomy) var gerð á 26 börnum (84%) með viðunandi árangri hjá 24 (92%). Af 31 sjúklingi hafa 23 gengist undir hjarta- skurðaðgerð og er um fullnaðaraðgerð að ræða í öllum tilvikum. Gerð var gáttaskiptaaðgerð (atrial switch/baffle) á 15 börnum, þar af Mus- tard aðgerð í tveimur tilvikum og Senning 13 sinnum. Slagæðaskiptaaðgerð (arterial switch) var gerð á fimm sjúklingum, en þrívegis aðrar aðgerðir. f helmingi tilvika var gangur í kjölfar skurðaðgerðar erfiður, en aðeins eitt barn dó innan eins mánaðar frá aðgerð. Af 31 barni með slagæðavíxlun sem fæddist á rannsóknartímanum eru átta látin og tvö hafa tapast úr eftirliti. Öll börnin sem dóu voru fædd á fyrri 13 árum tímabilsins, þar af létust fjögur innan fjögurra sólarhringa frá fæðingu. Tvö börn höfðu gengist undir hjartaskurðaðgerð fyrir andlát. Af 21 einstaklingi sem á lífi er og upplýsing- ar liggja fyrir um, telst ástand viðunandi eða gott hjá öllum. Fimm sjúklingar eru á lyfjameðferð, þar af tveir vegna hjartsláttaróreglu. Við síðustu hjartaómskoðun var útlit gott hjá 16 einstak- lingum, en rannsókn óeðlileg í fimm tilvikum. Alyktanir: Miklar framfarir hafa orðið í greiningu og meðferð slagæðavíxlunar við hjarta og horfur hafa batnað. Stöðugt eftirlit er mikilvægt með tilliti til síðkominna afleiðinga hjartaskurðaðgerða, en stór hluti sjúklinga í rannsóknarhópnum hefur gengist undir gátta- skiptaaðgerð. Inngangur Víxlun stóru slagæðanna við hjarta (transpo- sition of the great arteries) er alvarlegur með- fæddur hjartagalli sem fyrir tilkomu skurðað- gerða leiddi 90% sjúklinga til dauða á fyrsta ár- inu (1). Slagæðavíxlun er 5-7% allra með- fæddra hjartagalla (2-5). Um er að ræða víxlun tenginga stóru slagæðanna (ósæð og lungna- slagæð) við hjarta, ósæð kemur þá frá hægra slegli og lungnaslagæð frá þeim vinstri. Tvö form sjúkdómsins koma fyrir, það er annars vegar fullkomin víxlun (complete transposi- tion/D-TGA) og hins vegar leiðrétt víxlun (cor- rected transposition/L-TGA). Fullkomin æða- víxlun er mun algengari og í þeim sjúklingum er blárni til staðar við fæðingu. Með tilkomu skurðaðgerða hafa lífslíkur barna með slag- æðavíxlun batnað verulega. Arið 1959 var gáttaskiptaaðgerð (atrial switch/baffle repair) fyrst lýst, en það var ekki fyrr en fimm árum seinna að aðgerðin var farin að skila viðunandi árangri. Tvær tegundir gáttaskiptaaðgerða með mismunandi tæknilegum útfærslum hafa verið notaðar, önnur kennd við Mustard og hin við Senning. Árið 1975 komu slagæðaskiptaað- gerðir (arterial switch repair) til sögunnar. Slagæðaskiptaaðgerðin hefur ýmsa kosti fram yfir eldri aðgerðir og í dag er hún kjörmeðferð. Fjölmargar erlendar rannsóknir eru fyrirliggj- andi varðandi greiningu og meðferð þessa sjúk- dóms (1,6-8). Þetta er hins vegar fyrsta saman- tektin sem gerð er hérlendis á slagæðavíxlun við hjarta. Til er rannsókn frá öllu Finnlandi sem þó nær aðeins til þriggja ára (6), annars vitum við ekki um sambærilegar rannsóknir á þessum sjúkdómi sem ná til heillar þjóðar. Tilgangur rannsóknarinnar er að skoða ný- gengi slagæðavíxlunar á Islandi, greiningu, meðferð og horfur. Einnig að kanna hvernig þessir þættir hafa breyst á þeim 26 árum sem rannsóknin tekur til, en mikil framþróun hefur orðið í hjartalækningum barna á þessum tíma. Efniviður og aðferðir Rannsóknin nær til allra barna á Islandi sem greindust með slagæðavíxlun (D-TGA og L- TGA) á árunum 1971-1996. Öll börnin utan eitt voru greind og meðhöndluð á Barnaspítala Hringsins. Tölvuskráning sjúklingabókhalds Ríkisspít- ala nær aftur til ársins 1981. Gögn sjúklinga fyrir það ár með sjúkdómsgreiningar 746,1; 746,5; 746,3; 746,9; 747,9 (ICD 8) og frá 1982 númer 745,1; 745,3; 745,7; 745,8; 746,9 og 747,9 (ICD 9) voru metin með tilliti til sjúk- dómsgreiningarinnar slagæðavíxlun. Upplýs- ingar um sjúklinga sem greindir voru á árunum 1971-1980 fengust úr gögnum Landspítalans og hjartasérfræðinga hans.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.