Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.1998, Page 13

Læknablaðið - 15.07.1998, Page 13
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 537 Table II. Early surgical complications. Type of complication Number of patients Arrhythmia 6 Systemic infection 4 Pleural effusion 3 Transient renal failure 3 Pericardial effusion 2 Paralysis of diaphragm 1 Sudden death 1 Total 20* * Twenty complications in 12 patients. Table III. Lxite complications of paíients who are alive. Type of complication Number of patients Arrhythmia 3 Dehiscence of atrial patch 1 Persistent cyanosis 1 Failure to thrive 1 Endocarditis 1 Cerebro-vascular accident 1 Total 8* Eight complications in six patients. sem upp komu. Einn sjúklingur dó skyndilega á fimmta sólarhring eftir aðgerð og var andlát rakið til alvarlegs háþrýstings í lungnaslagæð- um. Eftirlit til lengri tíma: Af 31 barni með slagæðavíxlun sem fæddist á rannsóknartíman- um eru átta látin (26%) og tvö hafa tapast úr eftirliti. Upplýsingar um núverandi ástand liggja því fyrir um 21 sjúkling. Af þeim hafa 19 fullkomna slagæðavíxlun, en tveir leiðrétta víxlun. Hjá 15 þessara einstaklinga hefur ferill verið nánast algjörlega áfallalaus, en sex sjúk- lingar hafa lent í mismiklum erfiðleikum (tafla III). Auk þessa höfðu tvö þeirra barna sem lét- ust orðið fyrir blóðreki til heila og annað þeirra hafði einnig fengið hjartaþelsbólgu. Dánartölur: Átta börn hafa látist, öll voru fædd á fyrri hluta rannsóknartímans. Allir þess- ir sjúklingar höfðu fullkomna slagæðavíxlun og tveir höfðu að auki aðra meðfædda galla á hjarta. Fjögur barnanna létust innan fjögurra sólarhringa frá fæðingu og hafði hjartasjúk- dómur greinst hjá þremur. Eitt barn dó skyndi- lega níu mánaða gamalt í tengslum við öndun- arfærasýkingu. Ein telpa dó 10 mánaða gömul, var þá á fimmta sólarhring eftir Mustard aðgerð og dauðsfall rakið til alvarlegs háþrýstings í lungnaslagæðum. Drengur með Downs heil- kenni dó þriggja ára gamall og nákvæm grein- ing á hjartagalla fékkst fyrst við krufningu. Þetta er eina barnið í rannsóknarhópnum með staðfestan litningagalla. Elsta barnið sem dó var fjögurra ára gamall drengur sem gerð hafði verið á Senning aðgerð við níu mánaða aldur. Hann var greindur með alvarlega hjartsláttar- óreglu þriggja ára og þá settur í hann gangráð- ur. Drengurinn dó skyndilega um það bil ári síðar og fannst engin ákveðin skýring á dauða við krufningu. Núverandi ástand: Af þeim 21 sjúklingi sem á lífi er og við höfum upplýsingar um, telst ástand viðunandi eða gott hjá öllum. Einn ung- ur maður hefur gengist undir hjarta- og lungna- ígræðslu. Fimm sjúklingar eru á lyfjameðferð, þar af tveir vegna hjartsláttaróreglu, einn vegna háþrýstings, einn sjúklingur er á ónæmisbæl- andi meðferð eftir líffæraígræðslu og sá fimmti á þvagræsilyfjum. Flestir einstaklinganna hafa eðlilegt líkamlegt úthald, 20 af 21 eru í flokki I samkvæmt flokkun New York hjartasamtak- anna (NYHA class I), einn sjúklingur í flokki II (9). Við síðustu hjarfaómskoðun var ástand mjög gott í 11 tilvikum, minni háttar frávik voru til staðar hjá fimm einstaklingum, en í fimm sjúklingum er hjartaómskoðun óeðlileg. Af þessum fimm sjúklingum hafa fjórir þrengsl við eða í lungnaslagæðarloku (pulmonal sten- osis), tveir hafa einnig óeðlilega míturloku og einn Ebsteins afbrigði í þríblaðaloku. Fimmti sjúklingurinn hefur verulega þykknun á slegla- skilum. Umræða Nýgengi slagæðavíxlunar (1,7,8) og kyn- hlutfall (1-3,8) er sambærilegt hérlendis við það sem annars staðar gerist. Af hjartagöllum í íslenskum bömum hafa 7% slagæðavíxlun (5) og er þetta svipað erlendum tölum (2-4). Með- göngulengd og fæðingarþyngd er ekki frá- brugðin því sem almennt gerist, en einn fyrir- buri er í hópnum. Flest barnanna eða 23 (74%) greinast fyrir eða á fyrstu þremur sólarhringum eftir fæðingu og allir einstaklingar með fullkomna slagæða- víxlun utan einn hafa greinst fyrir tveggja vikna aldur. Með tilkomu tvívíddar hjartaóm- skoðunar sem notuð hefur verið á Barnaspítala Hringsins frá 1983 hefur greining sjúkdómsins orðið fljótlegri, einfaldari og öruggari en áður. Hjartaþræðing var síðast notuð til greiningar á slagæðavíxlun hérlendis 1983, en heldur fullu gildi við gáttaskilarofsaðgerðir. Stærstur hluti sjúklinga (68%) hefur fullkomna slagæðavíxl- un án annarra meðfylgjandi hjartagalla. í þeim tilvikum, þar sem aðrir gallar á hjarta eru til staðar, er oftast um op í sleglaskilum að ræða (19,4%). Erlendis hefur allt að helmingur sjúk-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.