Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.1998, Side 14

Læknablaðið - 15.07.1998, Side 14
538 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 linga með slagæðavíxlun aðra meðfylgjandi hjartagalla, oftast op í sleglaskilum (10,11). Við fullkomna slagæðavíxlun er hjartarit í byrjun oftast eðlilegt miðað við aldur (10). Meirihluti þeirra hjartarita sem fyrir liggja í rannsókn okkar uppfyllir þetta skilyrði. Hjart- sláttartruflanir eru fátíðar hjá nýburum með þennan sjúkdóm (10) og er það í samræmi við niðurstöður okkar. Á röntgenmynd hefur egg- laga hjartaskuggi með mjókkuðu efra miðmæti, vægri hjartastækkun og aukinni lungnaæða- teikningu verið talinn dæmigerður fyrir full- komna slagæðavíxlun. Á einungis sex af 30 röntgenmyndum (20%) var lýst stækkuðu hjarta ásamt aukinni æðateikningu í lungum. Gáttaskilarofsaðgerð sem fyrst var lýst 1966 olli straumhvörfum í meðferð sjúklinga með slagæðavíxlun (12). Tilgangur aðgerðarinnar er að auka blóðblöndun og hækka á þann hátt súrefnismettun í líkamsblóðrás. Fyrstu 10 ár rannsóknarinnar voru fimm af sjö gáttaskila- rofsaðgerðum framkvæmdar í London, en eftir 1979 hafa allar slíkar aðgerðir farið fram á Barnaspítala Hringsins. Flestar aðgerðirnar skiluðu tilætluðum árangri og ekkert barnanna gekkst undir gáttaskilarofsskurðaðgerð á ný- buraskeiði. Einn sjúklingur dó í hjartaþræðingu strax í kjölfar gáttaskilarofsaðgerðar, fékk full- komið leiðnirof (atrio-ventricular block) sem ekki varð við ráðið. Mikil framþróun hefur orðið í hjartaskurð- lækningum bama á þeim tíma sem rannsóknin spannar. Með árunum hefur komið í ljós að ákveðin vandamál fylgja gáttaskiptaaðgerðum, en þær aðgerðir voru alls ráðandi í meðferð þessara sjúklinga áður fyrr. Einkum er um að ræða bilun á hægra slegli með minnkuðum sam- drætti, hjartsláttartruflanir og þrengsl í bláæða- göngum gátta (atrial baffle) (13,14). Minnkuð- um samdrætti og stækkun á hægra slegli hefur verið lýst í 10-45% tilvika (15-17) og hjartslátt- artruflanir koma fyrir í allt að 40-50% sjúklinga (16,17). Vegna þessa hefur gáttaskiptaaðgerðin vikið á síðustu árum fyrir slagæðaskiptaaðgerð sem kjörmeðferð við slagæðavíxlun (14,18,19). Helstu kostir slagæðaskiptaaðgerðar eru þeir að gerð er líffærafræðileg leiðrétting (anatomic correction) þannig að vinstri slegill þjónar lík- amsblóðrás og minni hætta er á hjartsláttartrufl- unum (20,21). Gerð hefur verið gáttaskiptaaðgerð hjá stærstum hluta (65%) þeirra sjúklinga í rann- sóknarhópnum sem gengist hafa undir skurðað- gerð. I byrjun var Mustard aðgerð beitt, en eftir að Senning aðgerðin var endurvakin þótti hún vænlegri kostur og var notuð í öllum tilvikum eftir það. Helstu kostir Senning aðgerðar fram yfir Mustard eru þeir að lífrænn vefur er notað- ur í stað gerviefnis í bláæðaganga í gáttum og saumalínur (suture-lines) eru umfangsminni. Á síðustu árum hefur slagæðaskiptaaðgerðum verið beitt í vaxandi mæli og þrír yngstu sjúk- lingarnir í rannsóknarhópnum hafa allir gengist undir slfka aðgerð. Hjá þremur sjúklingum hafa ekki verið gerðar hefðbundnar skurðaðgerðir við slagæðavíxlun, þar eð meðfylgjandi sjúk- leiki eða gallar í hjarta hafa kornið í veg fyrir að slíkt væri framkvæmanlegt. Þessir sjúkling- ar hafa allir undirgengist fullnaðaraðgerð af öðrum toga. I um það bil helmingi tilvika var afturbati eftir skurðaðgerð eðlilegur og eftir vonum. Af þeim níu börnum sem gengust undir aðgerð á fyrri hluta tímabilsins (1971-1983) lentu fjögur (44%) í erfiðleikum í afturbata, en átta (57%) þeirra 14 barna sem gerð var á aðgerð á árabil- inu 1984-1996. Vart er hér um marktækan mun að ræða, en þetta undirstrikar hversu erfiðar og áhættusamar skurðaðgerðir við þessum sjúk- dómi eru. Einn sjúklingur (4,3%) dó á fyrstu dögum eftir aðgerð. Erlendar rannsóknir sýna að snemmkominn dauði eftir skurðaðgerðir verður í 0-14% tilvika (22-25). Af 21 sjúklingi sem á lífi er og upplýsingar liggja fyrir um hefur ferill verið áfallalaus í 15 tilvikum (71%). Sex einstaklingar (29%) hafa orðið fyrir eða eiga við viðvarandi heilsufars- leg vandamál að etja. Öll þau vandamál eru vel þekkt í sjúklingum með slagæðavíxlun (10,11). Af 31 barni með slagæðavíxlun við hjarta sem fæddist á árunum 1971-1996 hafa átta (26%) látist. Þau sem létust voru öll fædd á fyrstu 13 árum rannsóknartímabilsins. Þettaeru 47% þeirra barna sem fæddust með slagæða- víxlun á þessum árum. Einn drengurdó skyndi- lega þremur árum eftir að gerð hafði verið á honum Senning aðgerð, en skyndidauði er vel þekktur hjá sjúklingum sem gengist hafa undir gáttaskiptaaðgerð (10,11,14). Með bættri greiningu og meðferð hefur orðið gjörbylting á lífslíkum, þannig hefur ekkert þeirra barna sem fætt er eftir 1983 dáið. Þetta er í takt við það sem er að gerast erlendis og má rekja til fram- þróunar ekki einungis í hjartaskurðlækningum barna, heldur einnig greiningu og meðferð fyrir og eftir aðgerð. Nýleg rannsókn frá Boston, þar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.