Læknablaðið - 15.07.1998, Page 20
542
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
Efniviður og aðferðir: Farið var yfir sjúkra-
skrár allra sem hafa mænuskaðast í slysum á
Islandi á árunum 1973-1996 og bundist vegna
þess hjólastól. Faraldsfræðilegar upplýsingar
og tíðni fylgikvilla voru skráðar. Tíðni fylgi-
kvilla eftir útskrift var metin með persónuleg-
um viðtölum við sjúklinga. Starfrænar rann-
sóknir á neðri hluta þvagfæra (urodynamic
investigations) og röntgenrannsóknir á nýrum
voru gerðar hjá hluta hópsins.
Niðurstöður: Á tímabilinu hafa 48 einstak-
lingar mænuskaðast og bundist vegna þess
hjólastól. Ársnýgengi er því 8:1.000.000. Á
bráða- og endurhæfingarstigi fengu 14 (29%)
þrýstingssár, átta (17%) blóðtappa í neðri út-
lim, sex (12%) lungnabólgu og fimm (10%)
lungnablóðrek. Eftir útskrift (meðaltími frá
slysi er 14 ár) hafa 19 (54%) fengið þrýstings-
sár, 16 (46%) fá eina til fjórar þvagfærasýking-
ar á ári og níu (26%) fleiri en fjórar. Nítján ein-
staklingar (56%) höfðu vandamál vegna þvag-
leka og 18 (52%) sögu um þvagfærasteina.
Einn sjúklingur hefur misst nýra vegna bak-
flæðis. Þriðjungur þeirra sem komu til rann-
sókna á nýrum höfðu óeðlilegt útlit á nýrum
og/eða bakflæði. Hámarksblöðruþrýstingur yfir
60 cmH:0 fannst hjá 12 (44%) sjúklingum og
blöðrurýmd undir 200 ml hjá sjö (26%). Af
þeim sem eru með skaða ofan við sjötta brjóst-
hryggjarlið hafa 14 (58%) upplifað einkenni
sjálfvirks rangviðbragðs (autonomic dysre-
flexia), oftast vegna þvagfærasýkinga eða þan-
innar þvagblöðru. Fylgikvillar tengdir þvag-
færum voru algengari meðal sjúklinga sem
tæmdu blöðru með banki en meðal þeirra sem
tæmdu hana reglulega með einnota þvagleggj-
um. Þriðjungi þeirra sem komu til rannsókna á
þvagfærum var ráðlögð breytt þvagtæmingar-
aðferð og/eða lyfjameðferð vegna óeðlilegrar
starfsemi og/eða útlits þvagfæra.
Áyktanir: Nýgengi mænuskaða sem valda
hjólastólabundinni lömun hér á landi er lágt og
hefur lækkað undanfarin 25 ár. Fylgikvillar hjá
þessum einstaklingum bæði á bráða- og endur-
hæfingarstigi og eftir útskrift eru algengir. Lík-
lega er hægt að draga úr tíðni fylgikvilla við-
komandi einstaklinga með því að koma á reglu-
bundnu læknisfræðilegu eftirliti eftir útskrift
eins og tíðkast í flestum nágrannalöndum okk-
ar.
Inngangur
Ekki eru nema rétt rúm 50 ár liðin síðan ein-
staklingum sem fengið höfðu mænuskaða var
vart hugað líf. Fylgikvillar sem fylgdu í kjöl-
farið voru á þeim tíma óviðráðanlegir og drógu
menn til dauða, oftast á mjög skömmum tíma.
Þvagfærasýkingar og nýrnabilanir voru algeng-
ustu dánarorsakirnar en aðrir fylgikvillar eins
og lungnabólgur, þrýstingssár og blóðtappar
voru einnig algengir (1). Með bættum meðferð-
arúrræðum hafa framtíðarhorfur mænuskað-
aðra tekið stakkaskiptum. Þó svo að fylgikvill-
ar séu hvergi nærri eins algengir og áður, valda
þeir enn miklum óþægindum fyrir hinn mænu-
skaðaða, lengja dvöl hans á sjúkrastofnunum,
tefja fyrir endurhæfingu og eru kostnaðarsamir
(2), ,
Á Islandi eru allir sem mænuskaðast lluttir á
Sjúkrahús Reykjavíkur í Fossvogi þar sem
bráðameðferð fer fram. Oftast dvelja sjúkling-
arnir þar í tvær til fjórar vikur en eru þá fluttir
á endurhæfingardeild sjúkrahússins við Grens-
ás sem tók til starfa árið 1973. Ólíkt því sem
þekkist víða erlendis hefur ekkert reglubundið
læknisfræðilegt eftirlit verið haft með
mænusköðuðum á Islandi að endurhæfingu
lokinni. Að sama skapi hefur tíðni algengra
fylgikvilla lítið verið skoðuð hér á landi og er
því staða hópsins nokkuð óljós.
Markmið rannsóknar okkar voru fjölþætt. I
fyrsta lagi að kanna faraldsfræði hjólastóla-
bundinna mænuskaðaðra einstaklinga á Islandi.
I öðru lagi að kanna tíðni algengra fylgikvilla á
bæði bráða- og endurhæfingarstigi svo og tíðni
fylgikvilla eftir útskrift, með áherslu á þvag-
færavandamál sem eru sérstaklega algeng hjá
þessum hópi einstaklinga. I þriðja lagi að meta
ástand efri og neðri hluta þvagfæra. í fjórða
lagi að meta með samanburði við erlendar
rannsóknir hvort reglubundið læknisfræðilegt
eftirlit geti bætt það ástand sem mænuskaðaðir
búa við.
Efniviður og aðferðir
Sjúkraskrár allra þeirra sem hafa mænuskað-
ast í slysum á Islandi frá árinu 1973 til 1996 og
bundist hjólastól vegna þess voru skoðaðar.
Miðað er við árið 1973 er tauga- og endurhæf-
ingardeild Borgarspítalans tók til starfa. Úr
sjúkraskrám var leitað eftir upplýsingum um
kyn, aldur við slys, orsakir slyss, staðsetningu
og gráðu mænuskaðans (3) (algjör (Frankel A)
eða hlutaskaði (Frankel B og C)). Þeir sem ekki
bundust hjólastól (Frankel D og E) voru útilok-
aðir frá rannsókninni. Leitað var eftir hvort