Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1998, Síða 21

Læknablaðið - 15.07.1998, Síða 21
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 543 sjúklingarnir hefðu fengið legusár, lungna- bólgu, blóðtappa í neðri útlimi eða lungnablóð- tappa. Sjúklingur var talinn hafa fengið lungna- bólgu ef hann hlaut sýklalyfjameðferð vegna klínískra einkenna um lungnabólgu, blóðtappa ef viðkomandi var settur á fulla blóðþynnandi meðferð vegna klínískra einkenna og legusár ef sárið þarfnaðist sérstakrar hjúkrunar- og/eða læknismeðferðar. Tíðni þvagfærasýkinga var athuguð sérstaklega með því að telja allar já- kvæðar þvagræktanir hjá þeim sem slasast hafa frá 1984. Frá þeim tíma hafa þvagræktanir ver- ið gerðar vikulega hjá mænusköðuðum. Spurningar um fylgikvilla eftir útskrift voru lagðar fyrir með persónulegu viðtali (sjá við- auka 1). Spurt var um þrýstingssár, blóðtappa í neðri útlimum. lungnablóðrek, lungnabólgu, sjálfvirk rangviðbrögð (autonomic dysreflexia) (4), þvagtæmingarmáta, þvagfærasýkingar, þvagleka, þvagfærasteina og aðra þvagfæra- sjúkdóma. Hópnum var boðið að koma til rannsókna á þvagfærum. Starfrænar rannsóknir á neðri hluta þvagfæra (urodynamic investigations) voru gerðar á eftirfarandi hátt: einn tvírása (double- lumen tube) 8 F þvagleggur eða tveir 8 F plastleggir (baby feeding tube) voru settir upp í þvagblöðruna um þvagrás. Sjúklingamir lágu á þar til gerðum bekk (sonesta) og volgu vatni var dælt inn um aðra rásina/legginn á meðan hin(n) rásin/leggurinn var tengd(ur) þrýstinema (Urodyn 2000). Flæðihraði var 50 eða 100 ml/ mínútu. Til að fá fram hreinan blöðruþrýsting (detrusor pressure) var mældur þrýstingur í endaþarmi með sérstökum blöðrulegg og hann dreginn frá blöðruþrýstingnum. A þennan hátt var hámarks blöðruþrýstingur og blöðruleka- þrýstingur (detrusor leak point pressure) metinn og skoðaður. Blöðrurýmd var áætluð út frá því hve mikið þvagblaðran rúmaði áður en leka tók frá þvagrás eða þar til sjúklingurinn þoldi ekki meiri fyllingu. Afgangsþvag (residual volume) var mælt hjá þeim sem losuðu þvag með eðli- legum hætti eða með blöðrubanki. Starfræn blöðrurýmd var metin með því að draga rúmmál afgangsþvags frá heildarblöðrurýmd. Sam- virkni þvagblöðruvöðva og ytri blöðruhring- vöðva (detrusor-sphincter synergia/dyssyner- gia) (5) var skoðað og skráð með vöðvarafritun (EMG). Notuð voru sérstök húðrafskaut sem límd voru á húð nálægt endaþarmsopi og þau tengd vöðvasírita. Samdrátt þvagblöðruhring- vöðva má meta út frá samdrætti endaþarms- hringvöðva (6). Þeir þátttakendur sem höfðu þvagfærasýkingu (metið með stixi eða ræktun) við komu, voru meðhöndlaðir með sýklalyfjum samkvæmt næmisprófi og boðaðir aftur til rann- sóknar tveimur vikum seinna. Ástand efri hluta þvagfæra var metið með einni eða fleiri af eftirtöldum röntgenrannsókn- um: nýrnaómun, nýrnariti (renogram) og sam- sætuþvagfæramyndun (isotope urography), nýrnagaukulsmælingu (GFR), þvagfærayfirliti og/eða hefðbundinni þvagfæramyndun með skuggaefni. Upplýsingar um dánarorsakir látinna ein- staklinga fengust samkvæmt dánarvottorðum hjá Hagstofu íslands. Heimild fékkst hjá Hag- stofunni til notkunar á tilgreindum dánarvott- orðum. Tölvunefnd veitti leyfi fyrir meðferð þessara sömu gagna. Tölvuforritið Arcus Pro-Stat (Version 3.28 SW) var notað við tölfræðilega úrvinnslu. Samanburðartölfræði var gerð með prófi Fishers (Fisher's exact test) og miðast tölfræði- lega marktækur munur við p-gildi undir 0,05. Niðurstöður Faraldsfræði: Frá árinu 1973 hafa 48 ein- staklingar mænuskaðast í slysum á Islandi og bundist hjólastól, að meðaltali tveir á ári. Á árunum frá 1973 til 1981 slösuðust 28 (meðal- tal 3,1 á ári) og 20 á árunum 1982-1996 (með- altal 1,3 á ári). Um er að ræða 13 konur (27%) og 35 karla (73%). Nýgengi miðað við 250.000 íbúa á íslandi er því 8:1.000.000 yfir allt rannsóknartímabilið, 12,8:1.000.000 á árunum 1973-1981 og 5,2:1.000.000 á árunum 1982- 1996 (tafla I). Meðalaldur er slys átti sér stað var 32 ár (5-69 ár). Mynd 1 sýnir nánar aldurs- dreifingu í slysum. Fig. 1. The age distribution at the tirne of accident in 48 wheel- chair-bound traumatic spitial cord injured patients in Iceland 1973-1996.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.