Læknablaðið - 15.07.1998, Síða 25
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
547
með viðbragðsblöðru og lamaða blöðru (13-
16).
Áður var þvaglosun með svokölluðu blöðru-
banki algengust. Aðferðin felur í sér að slegið
er í kviðvegginn, rétt ofan við lífbein og þann-
ig fengið fram viðbragð í þvagblöðrunni sem
dregst saman og tæmist. Þeim fer fækkandi
sem nota blöðrubank til þvaglosunar og enginn
sem hefur skaðast eftir 1984 á íslandi notar þá
aðferð í dag. Margir þeirra sem upphaflega
notuðu blöðrubank hafa neyðst til þess að taka
upp nýjan þvagtæmingarmáta, oftast einnota
þvagleggi. Þrír einstaklingar bættust í þennan
hóp í kjölfar rannsóknar okkar, enda kom í ljós
að ástand þvagfæranna er verra hjá þeim sem
nota blöðrubank en hinum sem nota einnota
leggi. Þeir sem nota blöðrubank hafa hærri
blöðruþrýsting, mikið afgangsþvag, litla starf-
ræna blöðrurýmd og fylgikvillar eins og
blöðrusteinar og þvagleki eru algengari hjá
þeim. Hafa verður þó í huga að lengra er síðan
flestir þeirra sem banka sig slösuðust en hinii
sem nota leggina. Sömuleiðis má velta fyiir sér
hvort vandamálin hafi ekki safnast upp vegna
skorts á eftirliti og ástand þvagfæranna sé þess
vegna eins slæmt og raun ber vitni.
Bestu rannsóknir til að meta ástand þvagfæra
eru starfrænar rannsóknir á neðri hluta þvag-
færa og röntgenrannsóknir á efri hluta þvag-
færa (13,17). Ef slíkar rannsóknir eru gerðar
reglulega hjá mænusköðuðum má fyrr grípa
inn í og draga úr tíðni þvagfæravandamála sem
kunna að skapast. Enda er það svo að víða er-
lendis er haft sérhæft reglubundið læknisfræði-
legt eftirlit með mænusköðuðum með sérstakii
áherslu á þvagfæravandamál (13,17). ljósi
fyrirliggjandi niðurstaðna iná telja nauðsynlegt
að koma upp sams konar kerii hérlendis.
Þvagfærasýkingar eru tíðar hjá mænuskö -
uðum einstaklingum og einkenni um þæi marg-
vísleg svo sem þvagleki, óljós slappleiki, von
lykt af þvagi, breyttur litur eða útlit (18,19).
Ástæður sýkinganna eru þær helstar að blöðru-
tæming er ófullkoinin þegar bankaðferð ei beitt
(og afgangsþvag verður gróðrarstía fyrir sý a)
og sýkingarhætta fylgir notkun þvagleggja.
Eins og almennt gerist er E. coli algengasta
orsök þvagfærasýkinga hjá mænusköðuðum
(18). í þeim tilfellum er sjaldnast um illviga
sýkingu að ræða en nauðsynlegt er þó að meö-
höndla sýkingarnar fljótt og vel vegna aukinnar
hættu á steinamyndunum, nýrnabakflæðt,
nýrnaskemmdum, auknum blöðruþrýstingi,
minnkaðri blöðrurýmd og þvagleka (1).
Athygli vakti hve margir hafa haft blöðru-
steina. Flestir þeirra losa þvag með banki eða
losuðu þvag með banki á þeim tíma sem stein-
arnir mynduðust. Blöðrusteinar myndast vegna
mikils afgangsþvags sem algengt er hjá þeim
sem nota blöðrubank en þekkist ekki hjá þeim
sem tryggja algjöra blöðrutæmingu með ein-
nota þvagleggjum (20). Þar sem aukin tíðni
blöðrukrabbameins er talin fylgja blöðru-
steinum er nauðsynlegt að fylgjast reglulega
með hugsanlegri steinamyndun með þvagfæra-
yfirliti og blöðruspeglun (21).
Sex af þeim 33 (18%) sem komu til þvag-
færarannsókna var ráðlagt að hefja eða breyta
lyfjameðferð vegna þvagfæravandamála.
Fimm með viðbragðsblöðru var ráðlögð notkun
á andkólínvirku lyfi (þremur sem nota einnota
þvagleggi og tveimur sem beita bankaðferð)
vegna hás blöðruþrýstings, lítillar blöðrurýmd-
ar eða þvagleka. Einum með lamaða blöðru var
ráðlögð notkun alfa-adrenvirks lyfs vegna
áreynsluþvagleka.
Þriðjungur rannsóknarhópsins fékk þrýst-
ingssár meðan á sjúkrahúsdvöl stóð. Þrýstings-
sárin eru enn algengari eftir útskrift þar sem
meira en helmingur hefur fengið sár og þar af
hefur stór hluti lagst inn á sjúkrahús og þurft
sérhæfða meðferð. í sambærilegri bandarískri
rannsókn er talað um að tjórðungur allra
mænuskaðaðra fái þrýstingssár árlega (22). Til
að draga úr hinni háu tíðni er mikilvægt að
auka fræðslu um legusár á meðal mænuskað-
aðra hérlendis. Með aukinni fræðslu leita sjúk-
lingar fyrr til læknis með sár sín sem verða þá
auðveldari í meðferð (23).
Blóðtappar og öndunarfæravandamál eru al-
gengustu lífshættulegu fylgikvillarnir vegna
mænuskaða (24). Eftir útskrift eru lungnabólg-
ur algengasta dánarorsök hjá þeim sem hafa há-
an skaða (25). Stöðnun blóðs vegna hreyfingar-
leysis auk afbrigðilegra storkuþátta verða því
valdandi að kjöraðstæður til blóðsegamyndun-
ar skapast með tilheyrandi hættu á lungnablóð-
reki (26). Hreyfingarleysi ákveðinna öndunar-
vöðva er aðalástæðan fyrir hárri tíðni öndunar-
færavandamála (27).
Mat á nýgengi blóðtappa hjá mænusköðuð-
um fer að miklu leyti eftir þeirri greiningarað-
ferð sem beitt er og geta tíðnitölur náð allt frá
10% upp í nánast 100% (24,28,29). Ef tíðni
þeirra sem greinast klínískt með blóðtappa er
athuguð má búast við lægra hlutfalli. Einungis