Læknablaðið - 15.07.1998, Qupperneq 30
552
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
Fjarlækningar á íslandi
Ásmundur Brekkan”, Þorgeir Pálsson2’, Ólafur Hergill Oddsson31
Brekkan Á, Pálsson Þ, Oddsson ÓH
Telemedicine in Iceland
Læknablaðið 1998; 84: 552-61
The aim of this survey is to consider the evolution
and historical background of telemedicine, as well as
reviewing the present status, globally, and locally.
General definitions and aims of telemedicine are
mentioned and discussed, examples of successful
telemedicine implementations in various areas are
presented, especially mentioning Canada, Australia
and Norway.
In Iceland only a few projects within telemedicine
have been tried so far; the most extensive one being
the successful establishment of a few teleradiology
links. Various other projects are in preparation, and
the importance of telemedicine as a tool for
facilitation of equity to services as well as a powerful
educational medium is stressed.
Keywords: telemedicine, information technology, health
care.
Ágrip
Markmið greinar þessarar er að gefa yfirlit
yfir sögulega þróun fjarlækninga og stöðu mála
á erlendum vettvangi og hérlendis.
Fjarlækningar eru skilgreindar sem „rann-
" Prófessor emeritus læknadeild Háskóla íslands, 2leðlis-
fræði- og tæknideild Landspítalans, 3|embætti héraðs-
læknis Norðurlandi eystra. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Ás-
mundur Brekkan Geislavörnum ríkisins, Rauðarárstíg 10,
105 Reykjavík. Sími 552 8200.
Lykilorð: fjarlækningar, upplýsingatækni, heilbrigðis-
fræði.
sóknir, meðferð, eftirlit og stjórnun, vegna
sjúklinga og starfsmanna með hjálp fjarskipta-
kerfa, sem veita tafarlausan aðgang að sér-
þekkingu og viðhlítandi upplýsingum óháð
landfrœðilegri staðsetningu
Þarfir og mat á æskilegum árangri eru tíund-
uð, bæði á sviði lækninga og samskipta heil-
brigðisstétta, kennslu og menntunar.
Sögulegu baksviði og þróun eru gerð nokkur
skil, með tilvísun til reynslu forgöngulanda svo
sem Kanada, Ástralíu, Noregs og fleiri. Gerð er
grein fyrir þróun fjarlækninga hérlendis, en þar
er flest enn á byrjunarreit og loks eru markmið
fjarlækninga skilgreind ítarlegar og bent á leið-
ir til að ná þeim.
Inngangur
Tækniþróun á sviði stafrænna samskipta og
gagnaflutninga ásamt vaxandi aðgengi að hrað-
virkum og áreiðanlegum samskiptaleiðum hef-
ur leitt til þess að margar þjóðir hafa sett fram
vel markaðar stefnur og þróunaráform er varða
fjarskipti sem snerta heilbrigðisþjónustu af
ýmsu tagi.
Nýlega kom út á vegum heilbrigðismála-
ráðuneytisins skýrslan Stefnumótun í upplýs-
ingamálum innan heilbrigðiskerfisins sem
fjallar um hvernig upplýsingatækni verður nýtt
fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi (1).
Hér er ekki einvörðungu átt við bein upplýs-
ingaskipti og ráðgjöf um einstök sjúkdómstil-
vik, heldur ekki síður heilsteyptar áætlanir um
nýtingu fjarskiptatækninnar á sem flestum
sviðum heilbrigðisþjónustunnar. Margmiðlun-
artæknin, ásamt hinum fjölbreyttu hraðvirku
flutningsleiðum, gerir það áð verkum að upp-
lýsingatæknin mun hafa afgerandi þýðingu fyr-
ir alla stjórnun og þróun nútíma heilbrigðis-