Læknablaðið - 15.07.1998, Síða 35
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
557
fyrir landsteinana.
Jafnframt þessu verkefni var á árunum 1994-
1995 unnið að tilraunasendingum um gervi-
hnattasamband á segulómunarmyndum á milli
Landspítalans og háskólasjúkrahúsanna í Oulu
í Finnlandi og Tromsö í Noregi. Tilgangurinn
með því verkefni var að sýna fram á gildi fjar-
lækninga á milli sérfræðisjúkrahúsa og að
prófa myndgæði og túlkunarhæfni slíkra
mynda við ýmis skilyrði. Verkefnið tókst vel
og sannaði, að við þau tæknilegu skilyrði sem
reynd voru var árangur myndtúlkunar alveg
fullnægjandi (12).
Öðrum sviðum fjarlækninga hefur verið
hnikað nokkuð áfram á undanförnum árum svo
sem ómskoðunum í meðgöngurannsókn.
Áhugamenn innan heilbrigðisstofnana hafa
verið iðnir við að kynna heilbrigðisyfirvöldum
framþróun og nýjungar, með þeim árangri að
1997 ákvað heilbrigðisráðherra að setja á stofn
fagráð um fjarlækningar. Um starfsemi þess og
verksvið er getið annars staðar í yfirliti þessu.
Á næstu tveimur árum taka Landspítalinn og-
Sjúkrahús Reykjavíkur þátt í verkefni á sviði
Evrópurannsókna (fjarvirkniáætlun í fjórðu
rammaáætluninni). Verkefnið fjallar um fjar-
lækningar fyrir bráðalækningar og er samstarf
fimm Evrópulanda.
Markmiðin
Sameiginlegt efni allra skilgreininga á mark-
miðum fjarlækninga er, að notaðar eru fjar-
skiptaleiðir til að koma læknishjálp og heilsu-
gæslu til sjúklinga, hvar sem þeir kunna að
vera staddir.
Annað hugtak, sem tengist notkun upplýs-
ingatækni til að leysa margvíslega mál í heil-
brigðisþjónustu, er fjarvirkni (telematics). Það
felur í sér verulega víðara svið en fjarlækning-
arnar einar saman og höfðar til nýtingar á
tölvu- og fjargreiningartækni á öllum sviðum
heilbrigðiskerfisins, innan sjúkarhúsa og utan.
Þar með telst, auk hverskonar stjórnsýslu,
gagnageymslu og gagnaflutnings, fjarhjúkrun
og fjargæsla sjúkra og aldraðra þar sem slíku
verður viðkomið og það telst fýsilegt (13).
Vaxandi kostnaður samtímis samdrætti og
greiðsluerfiðleikum hafa meðal annars beint
augum ráðamanna heilbrigðiskerfa víðsvegar
um heim æ meira að þeim möguleikum sem
kunna að felast í fjarlækningum (14). Enda þótt
tveggja til þriggja áratuga reynsla sé komin á
ýmsa afmarkaða þætti fjarskiptalækninga, þá
hefur þróun síðustu ára markað þessari að-
ferðafræði alveg nýja farvegi. Altækasta og um
leið þýðingarmesta markmiðið pólítískt með
þróun fjarlækningakerfa er að jafna sem best
aðgengi allra þegna að þeirri sérhæfðu þjón-
ustu, sem eðlis síns vegna verður ekki starfrækt
eða öðruvísi veitt nema á fáum stöðum, jafnvel
einum, í landi eða stóru héraði.
Önnur markmið eru:
* Að tryggja sjúklingi betri og fjölþættari
þjónustu við vægari kostnaði.
* Að skapa og dreifa þekkingu á fjarlækning-
um, í víðasta skilningi.
* Að tryggja bestu gæði fjarlækninga á hverj-
um tíma.
* Að bæta nýtingu gagna og gæða, beint og
óbeint.
* Að draga úr faglegri einangrun.
* Að nota tæknina til kennslu, þjálfunar og sí-
menntunar heilbrigðisstarfsmanna og til
fræðslu almennings (sjúklinganna).
* Að nota tæknina til stuðnings hjúkrunar í
heimahúsum eða utan stofnana.
Leiðir
Leiðir að þessum markmiðum eru margvís-
legar og taka mið af því, hvaða fjarskiptamiðill
er notaður hverju sinni. Margar þeirra hafa
þegar verið vel prófaðar víðsvegar, áratugum
saman, svo sem sími, bréfsími, bréf, en í öðrum
tilvikum eru öruggar tæknilegar forsendur til-
tölulega nýtilkomnar, svo sem fyrr getur.
Dæmi um slíkt eru, auk hverskonar mynd-
sendinga (teleradiologi, telepatologi, tele-
dermatologi og fleira), gagnvirkur fjarfunda-
búnaður, það er beintengt tal- og sjónsamband
(videoconference), til dæmis í geðlækningum,
ómskoðunum, háls-, nef- og eyrnaspeglunum,
auk hverskonar flutnings kennslu- og fræðslu-
efnis.
Þegar reynt er að gera í stuttu máli grein fyrir
almennum viðhorfum til fjarþjónustu af þessu
tagi eru það aðallega þrír þættir sem skipta
máli:
1. Tækniviðbúnaður og -þróun: Enda þótt
augljóst sé, að við höfum ekki hugmynd um þá
tækni sem okkur stendur til boða eftir einn,
hvað þá tvo áratugi, þá er ljóst að víðast hvar í
menningarumhverfi okkar er í dag fyrir hendi
sú tækni, sem leyfir okkur mjög fullkomna og
fullnægjandi flutninga á nánast öllu því efni,
sem felst jafnt í beinum sem óbeinum sam-
skiptum í heilsugeiranum.