Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.1998, Page 38

Læknablaðið - 15.07.1998, Page 38
560 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Eins og fyrr getur er það misjafnt milli landa og svæða, hvaða þættir fjarlækninga eru væn- legir til árangurs í formi betri samskipta, að- gengis og menntunar. Þau notkunarsvið, sem mest hafa verið reynd og eru í raun orðin fastur þáttur daglegra sam- skipta á ýmsum svæðum eru: * Myndgreining, svo sem röntgen, vefjafræði, ómskoðun. * Meinafræðigreining, þar með talin blóð- meinafræði. * Húðsjúkdómar. * Hjartasjúkdómar. * Háls-, nef- og eyrnalækningar. * Geðlækningar. * Skurðlækningar, meðal annars holsjárað- gerðir. * Öldrunarlækningar. * Augnsjúkdómar. * Nýrnasjúkdómar - blóðskilun. * Umönnun fatlaðra. * Endurhæfingarlækningar. * Fjarlækningar vegna sjófarenda. * Sendingar heilsutengdra gagna. * Fjarkennsla. * Klínískir fundir og ráðgjöf. Athuganir sem gerðar hafa verið hérlendis, annars vegar í skýrslu Heilbrigðisráðuneytisins um starfsemi sjúkrahúsa (16) og hins vegar með skoðun sem einn höfunda (ÓHO) gerði fyrir nokkrum árum á því, hvernig samsetning- in væri á þeirri sérfræðiþjónustu sem lands- menn leituðu utan sjúkrahúsa (17). Þar kom í ljós að mjög misjafnt var milli svæða hversu margar heimsóknir voru til sérfræðinga og til hverra var leitað. Þannig kemur fram í rann- sókn Ólafs, að yfirleitt er sérfræðiþjónustan mun meira notuð af höfuðborgarbúum en þeim er annars staðar búa. Munur er mismikill eftir sérgreinum, þannig er geðlæknisþjónustan til dæmis notuð tífalt meira í Reykjavík en í mörg- um heilsugæsluumdæmum á landsbyggðinni. Heimsóknir til barnalækna eru um sex sinnum fleiri á höfuðborgarsvæðinu en á þeim stöðum þar sem þær eru fæstar utan þess. Um það bil tífaldur munur er á heimsóknum til kvensjúk- dómalækna eftir búsetu, flestar í Eyjafirði og á Suðurnesjum, en fæstar á Vestfjörðum, Aust- fjörðum og Norðurlandi vestra. Hins vegar er lítill munur á heimsóknum til augnlækna eftir búsetu. Hugsanleg skýring er sú, að áratuga hefð er á skipulegum ferðum augnlækna út um land á vegum landlæknis. Þá má giska á, að yfirleitt teljist þessi vandamál ekki eins brýn og geti beðið næstu heimsóknar augnlæknis á svæðið. Þessi athugun styður eindregið, að leit- ast beri við að jafna sem mest aðgengi þegn- anna að þjónustunni. Ber þar að nýta þjónustu fjarlækninga með skipulegum hætti. Væntan- lega yrði hverskonar sérfræðiþjónusta best skipulögð frá stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Skipulag, stefnumörkun, stjórnun Nú þegar er sú tækni fyrir hendi og fyrirsjá- anlegt að innan mjög skamms tíma verði hægt að byggja upp rafrænt samskiptanet fyrir allt heilbrigðiskerfið. Slíku samskiptaneti er raunar lýst allnákvæmlega í riti Heilbrigðisráðuneytis- ins Stefnumótun í upplýsingamálum innan heil- brigðiskerfisins (1) (sjá einkum kafla 1.1 um heilbrigðisnet og kafla 1.4 um fjarlækningar). í ritinu er lögð áhersla á væntanlegan og fýsileg- an þátt fjarlæknisþjónustu í slíku neti og hvern- ig beri að skipuleggja hana innan ramma heild- aráætlunar um heilbrigðiskerfið. Til þessa þarf að skipuleggja og hefja nauðsynlegar þarfa- kannanir á ýmsum sviðum, athuga félagslegar og landfræðilegar kringumstæður, undirbúa og gera sér grein fyrir þeirri kennslu og símenntun sem býðst að koma áleiðis, auk hverskonar upplýsinga til heilbrigðisstétta og almennings. I því sambandi er nauðsynlegt að skilgreina boðleiðir til sérfróðra miðstöðva og milli þeirra (competence centers) og stýringu á einstökum þáttum kerfanna, bæði á lands- og héraðsvísu. Samhæfing upplýsingakerfa innan heilbrigðis- þjónustunnar og ákvarðanir um sameiginlega samskiptastaðla og samnýtingu hugbúnaðar, þar sem það á við, eru lykilatriði og er það einnig áréttað mjög eindregið í fyrrgreindri skýrslu ráðuneytisins. Nú er starfandi á vegum Heilbrigðisráðu- neytisins samstarfsráð um fjarlækningar. Sam- kvæmt erindisbréfi er samstarfsráðinu ætlað „að vera ráðuneytinu til aðstoðar við stefnu- mörkun og forgangsröðun á sviðifjarlœkninga. Ráðinu er einnig œtlað að hafa umsjón með framkvœmd einstakra verkefna á sviði fjar- lœkninga“. Þar hefur þegar verið tekið á ýms- um skipulagsþáttum varðandi þessi verkefni og einnig er unnið að skilgreiningum á stjórnun og rekstri fjarlækninga, bæði hvað snertir einstaka verkþætti og einkanlega samskipti og rekstur sérfróðrar ráðgjafar- og upplýsingaþjónustu frá stærri sjúkrahúsunum. Þá þykir í þessu sam-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.