Læknablaðið - 15.07.1998, Blaðsíða 38
560
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
Eins og fyrr getur er það misjafnt milli landa
og svæða, hvaða þættir fjarlækninga eru væn-
legir til árangurs í formi betri samskipta, að-
gengis og menntunar.
Þau notkunarsvið, sem mest hafa verið reynd
og eru í raun orðin fastur þáttur daglegra sam-
skipta á ýmsum svæðum eru:
* Myndgreining, svo sem röntgen, vefjafræði,
ómskoðun.
* Meinafræðigreining, þar með talin blóð-
meinafræði.
* Húðsjúkdómar.
* Hjartasjúkdómar.
* Háls-, nef- og eyrnalækningar.
* Geðlækningar.
* Skurðlækningar, meðal annars holsjárað-
gerðir.
* Öldrunarlækningar.
* Augnsjúkdómar.
* Nýrnasjúkdómar - blóðskilun.
* Umönnun fatlaðra.
* Endurhæfingarlækningar.
* Fjarlækningar vegna sjófarenda.
* Sendingar heilsutengdra gagna.
* Fjarkennsla.
* Klínískir fundir og ráðgjöf.
Athuganir sem gerðar hafa verið hérlendis,
annars vegar í skýrslu Heilbrigðisráðuneytisins
um starfsemi sjúkrahúsa (16) og hins vegar
með skoðun sem einn höfunda (ÓHO) gerði
fyrir nokkrum árum á því, hvernig samsetning-
in væri á þeirri sérfræðiþjónustu sem lands-
menn leituðu utan sjúkrahúsa (17). Þar kom í
ljós að mjög misjafnt var milli svæða hversu
margar heimsóknir voru til sérfræðinga og til
hverra var leitað. Þannig kemur fram í rann-
sókn Ólafs, að yfirleitt er sérfræðiþjónustan
mun meira notuð af höfuðborgarbúum en þeim
er annars staðar búa. Munur er mismikill eftir
sérgreinum, þannig er geðlæknisþjónustan til
dæmis notuð tífalt meira í Reykjavík en í mörg-
um heilsugæsluumdæmum á landsbyggðinni.
Heimsóknir til barnalækna eru um sex sinnum
fleiri á höfuðborgarsvæðinu en á þeim stöðum
þar sem þær eru fæstar utan þess. Um það bil
tífaldur munur er á heimsóknum til kvensjúk-
dómalækna eftir búsetu, flestar í Eyjafirði og á
Suðurnesjum, en fæstar á Vestfjörðum, Aust-
fjörðum og Norðurlandi vestra. Hins vegar er
lítill munur á heimsóknum til augnlækna eftir
búsetu. Hugsanleg skýring er sú, að áratuga
hefð er á skipulegum ferðum augnlækna út um
land á vegum landlæknis. Þá má giska á, að
yfirleitt teljist þessi vandamál ekki eins brýn og
geti beðið næstu heimsóknar augnlæknis á
svæðið. Þessi athugun styður eindregið, að leit-
ast beri við að jafna sem mest aðgengi þegn-
anna að þjónustunni. Ber þar að nýta þjónustu
fjarlækninga með skipulegum hætti. Væntan-
lega yrði hverskonar sérfræðiþjónusta best
skipulögð frá stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík
og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.
Skipulag, stefnumörkun, stjórnun
Nú þegar er sú tækni fyrir hendi og fyrirsjá-
anlegt að innan mjög skamms tíma verði hægt
að byggja upp rafrænt samskiptanet fyrir allt
heilbrigðiskerfið. Slíku samskiptaneti er raunar
lýst allnákvæmlega í riti Heilbrigðisráðuneytis-
ins Stefnumótun í upplýsingamálum innan heil-
brigðiskerfisins (1) (sjá einkum kafla 1.1 um
heilbrigðisnet og kafla 1.4 um fjarlækningar). í
ritinu er lögð áhersla á væntanlegan og fýsileg-
an þátt fjarlæknisþjónustu í slíku neti og hvern-
ig beri að skipuleggja hana innan ramma heild-
aráætlunar um heilbrigðiskerfið. Til þessa þarf
að skipuleggja og hefja nauðsynlegar þarfa-
kannanir á ýmsum sviðum, athuga félagslegar
og landfræðilegar kringumstæður, undirbúa og
gera sér grein fyrir þeirri kennslu og símenntun
sem býðst að koma áleiðis, auk hverskonar
upplýsinga til heilbrigðisstétta og almennings.
I því sambandi er nauðsynlegt að skilgreina
boðleiðir til sérfróðra miðstöðva og milli þeirra
(competence centers) og stýringu á einstökum
þáttum kerfanna, bæði á lands- og héraðsvísu.
Samhæfing upplýsingakerfa innan heilbrigðis-
þjónustunnar og ákvarðanir um sameiginlega
samskiptastaðla og samnýtingu hugbúnaðar,
þar sem það á við, eru lykilatriði og er það
einnig áréttað mjög eindregið í fyrrgreindri
skýrslu ráðuneytisins.
Nú er starfandi á vegum Heilbrigðisráðu-
neytisins samstarfsráð um fjarlækningar. Sam-
kvæmt erindisbréfi er samstarfsráðinu ætlað
„að vera ráðuneytinu til aðstoðar við stefnu-
mörkun og forgangsröðun á sviðifjarlœkninga.
Ráðinu er einnig œtlað að hafa umsjón með
framkvœmd einstakra verkefna á sviði fjar-
lœkninga“. Þar hefur þegar verið tekið á ýms-
um skipulagsþáttum varðandi þessi verkefni og
einnig er unnið að skilgreiningum á stjórnun og
rekstri fjarlækninga, bæði hvað snertir einstaka
verkþætti og einkanlega samskipti og rekstur
sérfróðrar ráðgjafar- og upplýsingaþjónustu frá
stærri sjúkrahúsunum. Þá þykir í þessu sam-