Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.1998, Side 51

Læknablaðið - 15.07.1998, Side 51
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 571 Frumvarp til laga um gagnagrunna á heilbrigðissviði Vissulega þarf að setja leikreglur en þetta frumvarp er algerlega óþarft Örn Bjarnason kvartar yfir því hversu takmörkuð umræðan um gagnagrunnsfrumvarpið er Örn Bjarnason trúnaðar- læknir á Ríkisspítölunum og fyrrverandi ritstjóri Lækna- blaðsins hefur fjallað inikið um vísindastarf lækna og siðferði í vísindum. Hann hefur gert alvarlegar at- hugasemdir við frumvarp til laga um gagnagrunna á heil- brigðissviði. Pað gerði hann meðal annars á fundi á Landspítalanum í apríl- byrjun, nokkrum dögum eftir að frumvarpið var lagt fram á Alþingi. En hverjar eru helstu athugasemdir hans við frumvarpið? „Fyrsta athugasemdin er einfaldlega sú að það eru þegar til staðar allar þær reglur sem til þarf - lög um réttindi sjúk- linga og alþjóðlegar samþykkt- ir og samningar sem Island er aðili að, svo sem samningurinn um verndun mannréttinda og mannlegrar reisnar, það er sátt- málinn um lífsiðfræði sem undirritaður var á síðasta ári. í rauninni er þetta frumvarp því óþarft. Það sem virðist vera megin- inntak frumvarpsins er að það þurfi að setja lög sem veita einum aðila aðgang að öllum heilsufarsupplýsingum. Ef menn telja þetta nauðsynlegt vaknar strax spurningin um eignarrétt á þessum upplýsing- um sem eru í vörslu heilbrigð- isstofnana og heilbrigðisstarfs- manna. I upphaflegri gerð frumvarpsins sem Læknafélag- ið fékk til umsagnar er gengið út frá því að það sé enginn eig- andi að þessum upplýsingum. Síðan er haldið áfram og sagt að þær megi bæta og stilla þeim þannig upp að þær verði verðmætari. Sá sem þarna hefur haldið um penna aðhyllist greinilega skoðanir læknisins og heim- spekingsins Johns Lockes sem lagði grunninn að þeirri hug- mynd kapítalismans að eignar- rétturinn væri hluti af náttúru- réttindunum. Þessi kenning byggir á því að þá hluti megi taka sem enginn eigi og ef maður bætir við þá vinnu sinni verði þeir eign þess sem það gerir. Það sem er rangt í rök- semdafærslu frumvarpshöf- undar er að þessi verðmæti hafa orðið til á spítölunum, upplýsingarnar skráðar og þeim safnað og ýmsu kostað til. Það má því kalla þetta bæði vondan kapítalisma og vonda röksemdafærslu. Og þótt margir hafi áhyggjur af því að einkaréttur ríkisins sé afleitur þá er einkaréttur eins og hér um ræðir jafnafleitur ef hann er kominn í hendur einstakra manna eða fyrirtækja. Þar á ofan hefur Dögg Páls- dóttir hæstaréttarlögmaður bent á það að í lögum um rétt- indi sjúklinga sé gert ráð fyrir því að þessi gögn séu eign sjúklinganna enda kom það greinilega fram í framsögu- ræðu formanns heilbrigðis- nefndar Alþingis þegar hann mælti fyrir frumvarpinu. For- sendumar fyrir því að ráðherra sé heimilt að afhenda þær em fallnar og það leiðir aftur að því sama að frumvarpið er ger- samlega óþarft.“ Einkaleyfi á genum „En látum það vera, það þarf vissulega að setja leikreglur á þessu sviði. Gallinn við um-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.