Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.1998, Page 53

Læknablaðið - 15.07.1998, Page 53
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 573 hugsjónir. Við skulum sleppa öllu tali um hætturnar af þessu, þau mál er hægt að leysa, en þetta gengur þvert á allar hug- myndir manna um frelsi í vís- indum. Hvað um alla hina vís- indamennina sem vilja komast í þessar upplýsingar? Það er óskiljanlegt mitt í þeirri einka- hyggju sem er að baki frum- varpinu að það skuli eiga að gefa viðkomandi fyrirtæki þetta. Það er eitthvað rangt við það.“ - En ef við gefum okkur að svona gagnagrunnur muni nýt- ast til þeirra hluta sem honum er ætlað, hver ætti þá að vinna hann og stjórna honum? „Þessar upplýsingar hafa orðið til í heilbrigðiskerfinu og þótt lög geri ráð fyrir að þær séu eign sjúklinganna þá fínnst mér eðlilegt að heilbrigðiskerf- ið ráði yfir þessu. Ef allt það er rétt sem sagt hefur verið um gagnsemi upplýsinganna er fáránlegt að ætla sér að svipta heilbrigðisþjónustuna þessu stjómtæki í 12 ár. Það er í þessu sú ranghugsun að það er aðeins horft á þarfir eins fyrir- tækis. Það hefur því miður ekki átt sér stað nein vitræn umræða um þetta mál. Það er látið nægja að segja að ef menn em á móti frumvarpinu þá séu þeir á móti framfömm á Islandi. Þetta minnir helst á það hvernig menn urðu að sanna sakleysi sitt austantjalds á sinni tíð. Það er settur upp al- þýðudómstóll á sovétvísu yfir öllu því fólki sem dirfist að hugsa öðruvísi en þeir sem þarna fara í fylkingarbrjósti.“ Ekki nóg að finna genin - En sérðu fyrir þér ein- hvem aðila í samfélaginu sem gæti tekið sér þetta fyrir hend- ur? „Það á auðvitað að vera öll- um frjálst að leita að genum í blóði íslendinga ef farið er eft- ir öllum reglum um vísinda- rannsóknir. Reynsla mín af því að leita í sjúkraskrám eftir upplýsingum segir mér nú að í þeim sé kannski ekki eftir eins miklu að slægjast og ætla mætti af umræðunni. En ef menn telja að af þessu megi hafa gagn þá ætti heilbrigðis- stjórnin að halda utan um slík- an gagnagmnn og veita mönn- um aðgang að upplýsingum í samræmi við hverja einstaka vísindarannsókn. Það getur vel verið að ein- hver hafi trú á því að eitthvað komi út úr því að moka þess- um upplýsingum inn í ein- hverja hít og keyra svo allt saman. En sagan sýnir okkur að slíkt skilar ekki alltaf þeim árangri sem menn vonast eftir. Það er ekki nóg að finna ein- hver gen heldur verður að finna orsakasamhengi milli þeirra og tiltekinna sjúkdóma. Það getur verið erfitt og ekki síður að finna úrlausnina. Það er meginregla að menn eiga ekki að vera að leita að áhættu- þáttum án þess að leita um leið að lausn á þeim vanda sem kann að finnast. Málið er því mjög flókið og umræðan hefur því miður einskorðast við það hvort gagn sé að þessu og hvort þetta sé gott fyrir efna- hagslífið. En það sem máli skiptir er að það sé yfirstjórn yfir svona gagnagrunni og að leyft sé að fara inn í hann í ákveðnum tilgangi til að ná í upplýsingar sem menn skil- greina fyrirfram. Það má ekki leyfa það að hver sem er geti farið þar inn og tekið það sem honum sýnist. í því sambandi langar mig að vitna til nýlegs samnings um mannréttindi og læknis- fræði sem Island hefur undir- ritað. Þar er kveðið mjög strangt á um það að allir eigi rétt á því að einkalíf þeirra sé virt, að því er varðar upplýs- ingar um heilbrigði þeirra, og að allir eigi rétt á að vita hvaða upplýsingum er safnað um heilbrigði þeirra. Það er því brýnt að við afgreiðslu þessa frumvarps sé girt fyrir það að hægt sé að safna upplýsingum um einstaklinga án þess að þeir séu látnir vita hvaða upplýs- ingar það eru, hvar þær eru geymdar og umfram allt til hvers eigi að nota þær,“ segir Örn Bjarnason. -ÞH Gagnagrunnsmálið í Læknablaðinu Læknablaðið hefur fjallað um frumvarp til laga urn gagnagrunna á heilbrigðis- sviði í tveimur síðustu tölu- blöðum. í maíblaðinu var frumvarpið birt í heild ásamt athugasemdum. Einnig voru birtar umsagnir um það, greinar eftir Tómas Zoéga, Jón Jóhannes Jónsson og Odd Benediktsson og viðtöl við Harald Briem og Einar Odds- son. Einnig var fjallað um frumvarpið í formannsspjalli og ritstjórnargrein blaðsins. I júníblaðinu voru svo við- töl við Kára Stefánsson og Dögg Pálsdóttur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.