Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.1998, Side 55

Læknablaðið - 15.07.1998, Side 55
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 575 vegis. Slík vinnubrögð þykja sjálfsögð áður en ráðist er í meiriháttar verklegar fram- kvæmdir. Ég hef áður sagt að mér finnst hafa verið farið fram með mjög óvenjulegum hætti í þessu máli. Þegar um svo stórt mál er að ræða sem varð- ar alla þjóðina er einkennilegt að ekki skuli haft samráð við þá sem það snertir mest - lækna, aðra vísindamenn, stóru sjúkrahúsin, heilsugæsl- una í landinu og þau félaga- samtök sem þegar hafa unnið mikið verk við að koma sér upp gagnagrunnum, Hjarta- vernd, Krabbameinsfélagið og fleiri. Það vakti líka tortryggni eftir að frumvarpið var lagt fram að rjúfa átti þá hefð sem ríkt hefur í meðferð slíkra frumvarpa. Venjan er að senda þau til umsagnar hjá tugum aðila sem fá nokkrar vikur til að lesa þau yfir og skila at- hugasemdum sínum til þings- ins. Þetta ferli átti að fella nið- ur. I staðinn áttu áhugamenn að fá að koma fyrir heilbrigð- isnefnd þingsins á einum eða tveimur dögum til þess að lýsa skoðunum sínum að lítt athug- uðu máli. Síðan átti frumvarp- ið að fá flýtimeðferð á Al- þingi. Þetta fannst mörgum alger- lega óverjandi þegar um svona stórt mál var að ræða. Þess vegna beittu læknar og fleiri sér fyrir því að fá málinu frestað svo tóm gæfist til að ræða það betur. Því var ekki haldið fram að þetta frumvarp væri ótækt með öllu, en þegar um væri að ræða svo mikla breytingu í íslensku heilbrigð- is- og vísindasamfélagi þyrftu menn að vanda sig betur.“ Tólf ára binding óráðleg - Það hafa margir orðið til þess að lýsa áhyggjum af einkaleyfisákvæði frumvarps- ins. Tekur þú undir það sjón- armið? „Já, einkaleyfið er það sem ég á erfiðast með að sætta mig við í frumvarpinu. Ég er þeirr- ar skoðunar að það sé hægt að finna lausnir á hinum málun- um, meðferð upplýsinganna og persónuverndinni. Mér finnst hins vegar þörf á að skoða sérstaklega vel réttmæti þess að draga þessar upplýs- ingar saman á einn stað í gagnabanka. Samkvæmt mín- um skilningi á frumvarpinu yrði stjórn hans falin einhverj- um óskilgreindum aðila til allt að 12 ára. Hann fengi einka- rétt til þess að vinna þessar upplýsingar inn í grunninn, geyma þær, ráðstafa þeim og hugsanlega selja aðgang að öllum heilsufarsupplýsingum íslensku þjóðarinnar. Þetta er bara allt of stór biti til að kyngja í einu lagi. Ég hef ekki ennþá heyrt þau rök sem sannfæra mig um að þetta sé réttlætanlegt gagnvart fólkinu í landinu og vísinda- mönnunum. Ég hef fylgst með og tekið þátt í lækningarann- sóknum í nokkra áratugi og séð hve óskaplega hröð þró- unin er. Ef þessi umræða um miðlægan gagnagrunn og söfnun lífsýna hefði komið upp fyrir 10 árum hefði hún ekki orðið svona áköf. Ástæð- an er sú að framfarir í líf- tækni, sérstaklega í erfða- fræði, hafa verið mjög örar á undanförnum árum. Skilningi okkar á erfðaefninu og þeim aðferðum sem nú er beitt til að leita að genum og kortleggja litningana hefur fleygt svo gífurlega fram að mér finnst við ekki geta fest okkur í því fari að íslenskir vísindamenn þurfi hugsanlega að leita til erlendra aðila til að komast í þau gögn sem safnað hefur verið um íslensku þjóðina. Umhverfið getur breyst svo mikið á þessum 12 árum sem um er rætt að ég get ekki tekið þátt í að binda okkur til svo langs tíma.“ Gífurlegt kapphlaup um genin - En Kári Stefánsson segir í viðtali við Læknablaðið að aðgangur að upplýsingunum verði óbreyttur, einkaleyfið nái einungis til skráningar þeirra í gagnagrunninn og rekstrar hans. „Þetta er ekki í samræmi við það sem stendur í frum- varpinu. En þótt svo væri að upplýsingarnar yrðu áfram jafnaðgengilegar og þær hafa verið þá tel ég samt ekki rétt- lætanlegt að binda svo lengi einkaleyfi á því að vinna úr þessum upplýsingum á við- skiptagrunni frekar en á grunni vísinda. Islendingar eru óvanir því að heilsufars- upplýsingar séu notaðar í við- skiptaskyni og mér finnst við þurfa að hugsa okkur vel um áður en við veitum einhverj- um einum aðila einkarétt á því. Við vitum að það er í gangi gífurlegt kapphlaup um að uppgötva gen sem tengjast ákveðnum sjúkdómum. Að vísu er það svo að þeir eru mjög fáir sjúkdómarnir sem tengjast bara einu geni, flestir eru þeir fjölgena og við það bætast umhverfisþættir svo vandamálið er mjög flókið. I þessu kapphlaupi hafa fyrir- tæki verið að fá einkaleyfi á ákveðnum genum en ég skil ekki hvernig það er hægt. Ég skil að hægt sé að veita einka- leyfi á ákveðnum uppfinning- um eða öðru hugviti en öðru máli gegnir um gen. Ég held
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.