Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1998, Síða 56

Læknablaðið - 15.07.1998, Síða 56
576 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 að alþjóðasamfélög lögfræð- inga og vísindamanna ásamt stjórnvöldum þurfi að koma sér saman um vinnureglur á þessu sviði, líkt og gert var um himinhvolfið og úthöfin. Við hljótum að þurfa að koma okkur saman um það hvort hægt eigi að vera að búta lík- amann niður og veita einka- leyfi á einstökum hlutum hans. Þess vegna tel ég ófært að löggjafinn sé að binda hendur okkar með lögum eins og þessum áður en slíkar vinnureglur eru orðnar til.“ Sleppum vonandi við kvótakerfi - Verður þú var við að er- lendir læknar séu að ræða þessi málefni og hlut íslend- inga í þeim? „Eg sé að erfðarannsóknir og hlutir sem tengjast þeim eru mikið til umræðu í vís- indatímaritum og öðrum fjöl- miðlum og þar ber ísland oft á góma. Eg hef nú ekki sótt neina alþjóðlega fundi sem beinlínis hafa snúist um þetta mál en í byrjun júní var haldið hér á landi þing norrænu krabbameinsfélaganna þar sem umræðuefnið var áhrif erfða og umhverfis á tilurð krabbameina. Þar var verið að ræða meðal annars um krabba- meinsskrár og önnur gögn sem orðið hafa til í starfi krabbameinsfélaganna og að sjálfsögðu bar frumvarpið um gagnagrunna á góma þar. I því samhengi vil ég nefna að það er að renna upp fyrir okkur á þessari tækniöld hversu mikla gersemi við eig- um í þessum krabbameins- skrám og ekki síður í þeim líf- sýnum sem framsýnir menn höfðu rænu á að fara að safna og geyma fyrir 60 árum. Aður fyrr þótti mönnum það algert óráð að vera að geyma allan þennan vef en nú kemur í ljós að þetta er alger gullnáma. Þess vegna finnst okkur að þessi gögn eigi áfram að vera öllum aðgengileg. Það má ekki setja þau inn í alþjóðleg- an gagnabanka sem einhver fámennur hópur fær að stjórna. Ég held að verðmætin í þessu séu mun meiri en rætt hefur verið um í sambandi við gagnagrunninn og það eru áreiðanlega til einhverjar að- ferðir til að nýta þau verðmæti án þess að þjóðin þurfi að ganga í gegnum eitthvert kvótatímabil líkt og það sem við þekkjum úr íslenskum sjávarútvegi. En ég get bætt því við að Is- land er mikið í sviðsljósinu hjá erlendum kollegum og fjölmiðlum sem fjalla um erfðavísindi. Við fáum margar fyrirspurnir um þessi mál og mér hlýnar óneitanlega um hjartaræturnar þegar ég heyri erlenda kollega vitna í vinnu íslenskra vísindamanna. Ég vil taka ofan fyrir íslenskri erfðagreiningu fyrir að vekja athygli umheimsins á stöðu Islendinga, hversu vel þeir hafa staðið að söfnun upplýs- inga um heilsufar þjóðarinnar, á einsleitni þjóðarinnar og þeim ættfræðiupplýsingum sem við eigum og ná langt aft- ur í tímann. Þetta ásamt mik- illi velmegun gerir það að verkum að hér er eftir ýmsu að slægjast og útlendingar vita af því. Ég veit að margir hafa knúið á um samvinnu við ís- lenska lækna og vísindamenn, ekki bara norrænir læknar heldur vísindamenn bæði í Evrópu og Norður-Ameríku. Að mínu mati má ekkert gera til þess að hindra að slíkt sam- starf geti haldið áfram,“ segir Sigurður Björnsson. -ÞH Lí efnir til umræðufundar um gagnagrunnsfrumvarpið í haust Læknafélag íslands mun efna til umræðu- lýst yfir að frumvarpið verði lagt fram að nýju fundar í haust þar sem fjallað verður um á haustþingi og afgreitt fyrir 20. október. gagnagrunnsfrumvarpið, en því hefur verið Dagskrá fundarins verður auglýst nánar síðar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.