Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1998, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 15.07.1998, Blaðsíða 59
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 579 tækni, heilbrigðismála og nú- tímatækni á í hlut. Leita þarf til færustu sérfræðinga innan lands og utan í lagagerð á sviði erfðatækni, heilbrigðis- mála og hátækni, sem og heimspeki, siðfræði og sögu þessara mála. Eiga Islending- ar annað skilið en bestu hugs- anlegu löggjöf uin þessi efni? Á sjötta og allt fram á sjö- unda áratuginn voru miklar framfaravonir bundnar við nýtingu kjarnorkunnar. Eftir lok kalda stríðsins hefur þessi framfaravíxill fallið og það veldur íslendingum nokkrum áhyggjum, til dæmis vegna úr- vinnslustöðvar á geislavirkum úrgangi í Skotlandi (5). Ekki er einungis hætta á því að geislavirkur úrgangur geti mengað Norðurhöf. Saga vís- inda, tækni og stjórnmála á undanförnum áratugum sýnir þörf þess að ákvarðanir og lagagerð á sviði erfðatækni, hátækni, heilbrigðis-, orku- og uinhverfismála sé gerð fyr- ir opnum tjöldum svo þegnar þess samfélags sem í hlut á, auk hugsanlegra erlendra þjáningarsystkina, geti skilið hvað er á ferðum og metið alla áhættuþætti. Leyndin getur eitrað út frá sér. Saga Sovét- ríkjanna og hruns þeirra er átakanlegt dæmi um afleið- ingar leyndareitrunar (6). Ásakanir um hræðsluáróður er afleitt veganesti þegar setja á flókin lög af þessu tagi. Fyrst þarf að svara spurning- um I og II. Eftir það er tíma- bært að meta nýtt gagna- grunnsfrumvarp á öfgalausan hátt, þannig að hvorki bjart- sýni, bölsýni né tilfinningahiti stjórni ferðinni, heldur ábyrgt áhættumat sem unnt er að kynna fyrir öllum landsmönn- um á skiljanlegan og lýðræð- islegan hátt (7). Erfðatækni I prýðilegri grein í Morgun- blaðinu 22. apríl 1998 útskýrir Alfreð Árnason erfðafræðing- ur hyldýpið á milli sýndar og veruleika í erfðalækningum, en sjúkdómar geta átt sér ein- gena, fjölgena, eða aðrar or- sakir: „I dag er þekktur fjöldi erfðavísa fyrir eingena sjúk- dóma, en lyf sem byggja á þeirri þekkingu hafa látið standa á sér. Það er nefnilega langur vegur frá eifðavísi til lyfs. “ Alfreð segir því næst: „Al- gengir sjúkdómar eru flestir fjölgena og auk þess er líka að finna þar áhrif umhverfis. “ Það er einkar fróðlegt að bera yfirvegaða lýsingu Alfreðs saman við glaðbeitta yfirlýs- ingu Kára Stefánssonar læknis í Morgunblaðinu 3. apríl 1998. „Allir sjúkdómar sem ég þekki til í okkar samfélagi eru annað hvort algerlega arfgengir eða hafa arfgenga þœtti“ segir Kári. Hann lætur hjá líða að upp- fræða lesendur Morgunblaðs- ins um það að út frá sjónar- miði erfðalækninga þarf að fara varlega í sakirnar og gera skýran greinarmun á ein- og fjölgena sjúkdómum, hafa áhrif umhverfis og samfélags í huga og jafnframt ítreka að torsótt hefur reynst hingað til að finna lyf til lækninga þótt margt hafi áunnist við leit að erfðavísum (therapeutic gap). Þvílík ítrekun á ekkert skylt við bölsýni eða hræðsluáróður heldur ber hún vott um það að læknar og vísindamenn lofi ekki upp í ermina á sér á sviði erfðatækni né veki óraunhæf- ar vonir eða ótta. Þeir verða að vera ábyrgir og forðast að fara bjartsýnu offari. Af hverju á að leita að erfðavísum ef þekkingin leiðir ekki ótvírætt til lækninga? Eru sjúklingar og aðstandendur þeirra einhvers bættari að vita að þeir hafi skaddaðan erfða- vísi sem gæti leitt til veikinda eða dauða sé lækning ekki í sjónmáli? I hverju væri lækn- ing fólgin? Þetta þýðir ekki að erfða- lækningar eigi ekki rétt á sér, heldur að meðalhóf er best á sviði lækninga og ábyrgðar- laust að lofa meiru en unnt er að standa við eða binda trúss sitt um of við nýjungar á sviði hátækni. I ritdómi um fjórar nýlegar bækur um erfðatækni (8) segir um hástemmdar lýs- ingar á sviði erfðatækni: „Þess konar heillandi lof- orð eru auðvitað hluti af ákveðinni pólitískri orðrœðu sem hefurfest sig í sessi en er sennilega ekki tekin of alvar- lega, allra síst af þeim sem halda þessufram. En þau [lof- orðin] hafa bœtt sterkum til- finningum (sársauka) við hina opinberu umrœðu, þar sem þeir sem þjást af erfðasjúk- dómum eða óttast að þeir kunni að hrjá börn þeirra bíða í óþreyju eftir DNA þýð- ingunni í þeirri von að hún bindi enda á þjáningar sem ásótt hafa œtt þeirra kynslóð eftir kynslóð. “ (9) Til þess að gera sér í hugar- lund hvað erfðatækni er flók- in, vandmeðfarin og fátæk af skyndisigrum er fróðlegt að kynna sér viðhorf þeirra sem gagnrýna gegndarlausar lof- 5. Sjá t.d. forsíðugreinina Secret Nuclear Deal: Special Dispensation for Dounreay after Blair-Clinton Accord, The Guardian 22. apríl 1998, og Morgunblaðið 22. apríl 1998, forsíða og s. 20. 6. Sjá Holloway 1993; Graham 1993. 7. Sjá Beck [1986] 1992. 8. Þar á meðal um Kevles og Hood 1992. 9. Lindee 1994: 293-4.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.