Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.1998, Side 63

Læknablaðið - 15.07.1998, Side 63
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 581 Lokaorð Ég hef rætt nauðsyn þess að hugleiða spurningar I og II. Að því loknu er fyrst orðið tímabært að ræða um frum- varpið á opinberum vettvangi og á Alþingi. Allir þættir þess verða að fá rækilega umfjöll- un án leyndar (11). Sýnd veiði er ekki gefin í erfðatækni, hræðsluáróður er varasamur og loks getur verið tvíeggjað að beita stökkbreytingum við uppbyggingu vísindasamfé- laga. Þar sem á öðrum sviðum mannlífsins er sígandi lukka best. 11. Alfreð Árnason 1998. HEIMILDIR Alfreð Árnason. Um gagnagrunn og skyld efni. Morgunblaðið 22. aprfl 1998, s. 31. Beck U. Risk Society: Towards a New Modernity (Theory, Culture & Society Series) London: Sage Publications [1986] 1992. Graham L. The Ghost of the Executed Engineer: Technology and the Fall of the Soviet Union. Cambridge, Mass.: Harvard University Press 1993. Greely HD. Health Insurance, Employ- ment Discrimination, and the Gene- tics Revolution. í: Kevles D, Hood L, ritstj. The Code of Codes: Scien- tifíc and Social Issues in the Human Genome Project. Cambridge, Mass.: Harvard University Press 1992: 264-80. Holloway D. The Politics of Catastro- phe. The New York Review of Books 10. júní 1993, s. 36-8. Hubbard R, Wald E. Exploding the Gene Myth: How Genetic Information is Produced and Manipulated by Scientists, Physicians, Employers, Insurance Companies, Educators, and Law Enforcers (With a New Afterword). Boston: Beacon Press 1997. Kári Stefánsson. Getur haft byltingar- kennd áhrif um allan heim. Mbl. 3. aprfl 1998, s. 6. Lander E. DNA Fingerprinting: Science, Law, and the Ultimate Identifíer. í: Kevles og Hood, ritstj., The Code of Codes 1992, s. 191-210. Lewontin RC. Biology as Ideology: The Doctrine of DNA. New York: Harper Perennial [1991] 1993. Lindee MS. The ELSI Hypothesis. Isis 1994; 85: 293-6. Mendelsohn E. Frankenstein at Harvard: The Public Politics of Recombinant DNA Research. í: Mendelsohn E, ritstj. Transformation and Tradition in the Sciences: Essays in Honor of I. Bernard Cohen. Cambridge: Cambridge University Press 1984, 317-35. Oddur Benediktsson. Mælt gegn frum- varpi um gagnagrunna á heilbrigð- issviði. Læknablaðið 1998; 84: 409-11. Algerlega óheimilt að fara með frumgögn út af sjúkrahúsinu - segir Jóhannes M. Gunnarsson lækningaforstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur í byrjun júní gerð Tölvu- nefnd athugasemdir við með- ferð gagna í rannsóknum sem fram fóru í húsnæði íslenskrar erfðagreiningar ehf. í Nóatúni. Þar voru starfsmenn fyrirtæk- isins að vinna með persónu- tengd gögn sem flutt höfðu verið af heilbrigðisstofnunum í húsnæði fyrirtæksins. Málið var afgreitt í góðu samkomulagi þeirra sem það snerti, en þessi uppákoma vakti þó upp spurningar um það hvort þarna hefði ekki verið brotnar reglur um með- ferð á sjúkraskrám og öðrum gögnum um sjúklinga. Lækna- blaðið bað Jóhannes M. Gunnarsson lækningaforstjóra Sjúkrahúss Reykjavíkur að segja álit sitt á því. „Ég vil taka það fram að ég hef ekki fengið neina staðfest- ingu á því að þarna hafi verið gögn frá Sjúkrahúsi Reykja- víkur. En ef svo hefði verið væri um skýlaust brot á regl- um um meðferð upplýsinga. Þær kveða svo á um að óheim- ilt sé að fara með frumgögn út af stofnuninni. Um þetta gilda bæði lög, reglugerð og starfs- reglur sjúkrahússins. Sam- kvæmt lögum er ábyrgðin á varðveislu frumgagna lögð á herðar yfirlæknum meðan sjúklingur er til meðferðar. Hins vegar eru oft skráðar í sjúkraskýrslu upplýsingar frá mörgum deildum svo við höf- um sett þá reglu að lækninga- forstjóri beri ábyrgð á varð- veislu gagnanna." - Hvernig er eftirliti með þessum málum háttað? „Það er ekki mikið, enda hefur ekki þótt ástæða til þess hingað til. Ég man aðeins eftir einu dæmi þar sem læknir fór heim með sjúkraskrá vegna þess að hann þurfti á henni að halda við vottorðsgerð. Það er hins vegar ekki heimilt þótt mörgum þyki það hart. Það eru hreinar línur að sjúkra- skrár og önnur frumgögn mega ekki fara út af stofnun- inni, ekki einu sinni til land- læknis. Við höfum hafnað slíkri beiðni,“ segir Jóhannes M. Gunnarsson lækningafor- stjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur. -ÞH
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.