Læknablaðið - 15.07.1998, Side 66
584
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
að því að þróa staðla til að auð-
velda samskipti hinna dreifðu
upplýsingakerfa og ráðuneyti
heilbrigðismála hefur þegar mark-
að metnaðarfulla stefnu í upp-
lýsingamálum.
Hvers vegna þarf nú að setja
sérstök lög um gagnagrunna með
það að markmiði að veita einum
aðila leyfi til að reka slíkan
grunn? Samkvæmt athugasemd-
um við lagafrumvarpið má greina
eftirfarandi meginástæður fyrir
þessari lagasetningu en þar segir:
„Þótt tölvunefnd geti sam-
kvœmt gildandi lögum veitt
heimild til starfrœkslu gagna-
grunna standa lög um réttindi
sjúklinga í vegifyrir því að unnt
sé að veita aðgang að upplýsing-
um úr sjúkraskrám til skráningar
í gagnagrunni, nema vegna ein-
stakra vísindarannsókna. Ekki er
heldur unnt samkvœmt gildandi
lögum að veita tímabundin sér-
leyfi til aðgangs að áður skráð-
um heilsufarsupplýsingum. “
Hér er væntanlega átt við það
að í lögum um réttindi sjúklinga
er kveðið á um það að heimild
sjúklings þurfi að liggja fyrir til
þess að unnt sé að nota upplýs-
ingar um hann til rannsókna.
Með þessum lögum um gagna-
grunna er verið að þrengja þenn-
an rétt. Vekur þaö spurningar
um þaö hvernig slíkt samrým-
ist 71. gr. stjórnarskrárinnar
svo og 8. gr Mannréttindasátt-
niála Evrópu, en hann öðlaðist
lagagildi á Islandi með lögum
nr. 62/1994. Ennfremur má
nefna 17. gr. Alþjóðasamnings
uni borgaraleg og stjórmálaleg
réttindi frá 23. mars 1976 sem
Island er aðili að, sbr. stjórnar-
tíðindi C nr. 10/1979. Vakin er
athygli á því að unnið er að
endurskoðun laga um skrán-
ingu og meðferð persónuupp-
lýsinga sem væntanlega þarf
að breyta til samræmis við til-
skipun Evrópusambandsins
(95/46) og gert er ráð fyrir því
að þeirri vinnu verði lokið síð-
ar á þessu ári.
Þá er kvartað yfir því að sam-
kvæmt gildandi lögum sé ekki
unnt að veita tímabundin sérleyfi
til aðgangs að áður skráðum
heilsufarsupplýsingum. Spyrja
má hvers vegna ætti yfir höfuð
að veita slíkt sérleyfi og ganga á
rétt annarra? Hver verður sam-
keppnisstaða annarra þegar sér-
leyfið rennur út að 12 árum liðn-
um? Þá segir ennfremur í at-
hugasemdum með frumvarpinu:
„Samkvœmt frumvarpinu get-
ur heilbrigðisráðherra veitt
staifsleyfi til gerðar og staif-
rœkslu gagnagrunns á heilbrigð-
issviði. Svo sem áður var minnst
á er mikill kostnaður því sam-
fara að gera slíkan gagnagrunn,
auk þess sem veruleg óvissa ríkir
um það hvort hugmyndir um
hagnýtingarmöguleika innan
lands og utan muni ganga eftir.
A undanförnum árum hefur tals-
vert verið unnið að gerð hugbún-
aðar fyrir heilbrigðiskerfið. A
síðasta ári var samþykkt stefnu-
mótun í upplýsingamálum innan
heilbrigðiskeifisins (Heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytið, rit
1, 1997). Þar er gert ráð fyrir að
byggð verði upp samhœfð upp-
lýsingakeifi fyrir stofnanir heil-
brigðisþjónustunnar. Ljóst er að
það mundi kosta gífurlegt fé að
hrinda því í framkvœmd og þeir
fjármunir yrðu þá ekki til ráð-
stöfunar til annarra þátta heil-
brigðisþjónustunnar. Því er lagt
til að gert verði mögulegt að
virkja framtak og fjármagn
einkaaðila á þessu sviði. Fyrir-
tœkið Islensk erfðagreining ehf.
hefur lýst áhuga á að takast á við
gerð gagnagrunns á heilbrigðis-
sviði og telur slíkt viðfangsefni
rökrétt framhald þeirra verkefna
sem fyrirtœkið fœst nú við. “
Af þessum texta virðist mega
greina mikilvæga ástæðu fyrir
þessu frumvarpi en þar segir:
„Ljóst er að það mundi kosta
gífurlegt fé að hrinda því ífram-
kvœmd [gerð gagnagrunns] og
þeir fjármunir yrðu þá ekki til
ráðstöfunar til annarra þátta
heilbrigðisþjónustunnar. “
Landlæknir bendir á að engin
slík kostnaðargreining hefur far-
ið fram hvað þá kostnaðar- og
hagkvæmnigreining. Upplýs-
ingavæðingu heilbrigðisþjónust-
unnar er stillt upp gegn öðrum
þáttum hennar og gefið er í skyn
að fjárveitingar munu ekki fást
frá hinu opinbera til slíkra upp-
lýsingakerfa en þess í stað skuli
framtak og fjármagn einkaaðila
virkjað. Einkaaðilinn er beinlínis
tilgreindur í athugasemdunum en
hann er Islensk erfðagreining
ehf. Spyrja má hvort þær heil-
brigðisstofnanir sem safnað hafa
heilsufarsgögnum og varðveita
þau verði nauðbeygð til að semja
við einkaleyfishafann um af-
hendingu gagna ef þau ætla sér
að upplýsingavæða sínar stofn-
anir. Ef löggjafinn ætlar sér á
annað borð að veita slíkt einka-
leyfi, hvers vegna er þá ekki far-
ið í útboð? Er það vísasti vegur-
inn til að fá upplýsingar um
raunverulegt markaðsverð gagna-
grunns á heilbrigðissviði?
Athugasemdir við ein-
stakar greinar frum-
varpsins
Um 1. kafla
Almenn ákvæði
1. gr.
I 2. mgr. segir:
„Gerð og staifrœksla gagna-
grunns á heilbrigðissviði er ein-
ungis heimil aðila sem uppfyllir
skilyrði laga þessara og hefur
fengið starfsleyfi samkvœmt
þeim. “
I athugasemdum við frum-
varpið segir svo um I. gr.: „Skv.
1. gr. frumvarpsins verður óheim-
ilt að staifrœkja gagnagrunna í
skilningi laganna án starfsleyfis.
Þeir aðilar sem nú starfrœkja